Miðvikudagur, 1. ágúst 2012
Hvers vegna á að lækka skatta?
Lækkun skatta er besta og varanlegasta kjarabót sem stjórnvöld geta veitt alþýðu þessa lands.
Háir skattar bitna ekki á þeim sem eru vel stæðir, þeir bitna á dugmiklu og ungu alþýðufólki sem er að kaupa sér þak yfir höfuðið og vill gjarna vinna fyrir því sem keypt er og lágmarka lántökur.
Húsnæðisbætur og vaxtabætur eru kostnaðarsamar og ekki er sjálfgefið að þær nýtist sem skyldi. Fólk fær ágæta upphæð einu sinni á ári, fáir nota hana til að niðurgreiða skuldir, heldur nota margir peninganna í neyslu. Lægri skattar verða til þess að almenningur hefur meira ráðstöfunarfé og þeir virka líka hvetjandi fyrir dugmikið fólk.
Lágir skattar hvetja einstaklinga og fyrirtæki til athafna og það skilar sér að lokum, oftast, í hærri tekjum til ríkissins.
Helst ætti að setja ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins þess efnis, að stjórnvöldum væri óheimilt með öllu að leggja á hærri skatta en ca. 25%, þá er átt við skatta og útsvar. Æskilegast er að skattar séu aldrei hærri en 15-20%, en við sérstakar aðstæður mættu þeir hugsanlega fara í 25%.
Ríkið hefur áratugum saman bruðlað með fé skattborgara, nú er komið nóg.
Krafa þjóðarinnar á að vera sú, að stjórnmálamenn berjist fyrir hægræðingu og skeri niður allan óþarfa. Það krefst útsjónarsemi að gera mikið úr litlu, þess vegna þarf að gera miklar kröfur á stjórnvöld í þeim efum og kjósendur eiga að strika út þá frambjóðendur sem lofa ekki að bera virðingu fyrir peningunum þeirra.
Lækkun skatta er brýnasta hagsmunamál alþýðu þessa lands, við höfum þolað eyðlusemi flestra ríkisstjórna og nú er mál að linni.
Sá flokkur sem lofar lægstu sköttunum og sparsemi í hvívetna, kjósendur eiga að setja x-ið við hann.
Nær öruggt má telja, að það verð X við D.
Athugasemdir
"Sá flokkur sem lofar lægstu sköttunum og sparsemi í hvívetna, kjósendur eiga að setja x-ið við hann.
Nær öruggt má telja, að það verð X við D.,,
Munu Sjallar yfirbjóða Hægri græna í skattalækkunum og niðurskurði?
http://www.afram-island.is/
Jón Ottesen 1.8.2012 kl. 17:04
Veit ekki nafni, tíminn mun leiða það í ljós.
Það er gott að það sé samkeppni í þessu.
Jón Ríkharðsson, 1.8.2012 kl. 17:29
SAMMÁLA þessi Jón vinur minn!!!. alveg rett það verður að taka þetta í gegn og menn viti á hvað fé þeirra fari í,en það er fleira T.D.um sparnaðin han er ekki hvetjandi þvi vextir eru alstaðar neikvæðir og þar liggur einnig hundurin grafin!!Festa krónuna við besta erlenda gjaldmiðilin og taka af verðtrygginguna,svo og gætum við haldið áfram/En nóg i bili /Kveðja
Haraldur Haraldsson, 1.8.2012 kl. 18:14
Rétt Halli minn, það þarf mikla tiltekt í þessum málum.
Jón Ríkharðsson, 1.8.2012 kl. 18:27
Húsnæðis & vaxtabætur er bara ríkið að borga af húsi og lánum fyrir fólk. Sem ég er nokk viss um að gerir ekkert nema hækka bæði húsnæðisverð og vexti.
En hey, þú þarft greindarvísitölu yfir 90 til að svo mikið sem renna í grun um það. Það hefur almenningur ekki.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.8.2012 kl. 20:08
Ég vil sjá frá flokkunum fyrir næstu kosningar aðgerðaplan með dagsetningum sem lýsir hvernig ætlunin er að vinda ofan af klikkuninni sem við erum búin að umbera frá núverandi ríkisstjórn.
Skjöldur 1.8.2012 kl. 20:56
Ég hugsa að almenningur hafi upp til hópa ágæta greind Ásgrímur, en fólk er orðið svo vant því að fá allskyns bætur.
Ég vill frekar að fólk hafi meira af laununum sínum heldur en að ríkið borgi einhverjar krónur í formi bóta.
Jón Ríkharðsson, 1.8.2012 kl. 22:37
Þú segir nokkuð Skjöldur.
Ég myndi ekki treysta þeim flokki sem kemur með dagsettar aðgerðaráætlanir í smáatriðum, það er ómögulegt að fylgja því eftir.
Jón Ríkharðsson, 1.8.2012 kl. 22:38
til að hægt sé að lækka skatta þarf að skera niður ... samanber grein Óla Björns fyrir 2 dögumum sparnað í ríkisútgjöldum ... spara og td fella alfarið niður "bifreiðagjöld" sem sett voru á 1979 af Jóni nokkrum Baldvin .. áttu að vera til tveggja ára en af þeim liðnum voru þau verðtryggð ... hafa hækkað mikið síðan þá ... samhæfa lífeyrissjóðakerfið nafni .. væri stórt skref í "RÉTTA" átt .. fáir þora í það dæmi nema bara rétt í "munninum" ...
Jón Snæbjörnsson, 2.8.2012 kl. 10:02
SKERA NIÐUR ÞÁ Á ÉG VIÐ LÍKA AÐ SPARA OG FARA VEL MEÐ
Jón Snæbjörnsson, 2.8.2012 kl. 10:03
Það er rétt nafni, það þarf að spara til að hægt sé að lækka skatta og það þarf alltaf að spara í opinbera geiranum.
Ég nefni það líka í pistlinum að lágmarksskattar séu góð leið til að þvinga stjórnmálamenn til að fara vel með, sérstaklega ef það verða skýr ákvæði í stjórnarskrá sem banna ríkinu að hækka skatta meira en lögbundið hámark kveður á um.
Jón Ríkharðsson, 2.8.2012 kl. 11:47
Það gengur varla að lækka skatta sem eitt og sér mál - annað verður að spila með.
Byrja verður á að auka framleiðslu umtalsvert sérstaklega í sjávarútvegi. Þar er hægt að auka alla framleiðslu með ábyrgum hætti þannig að ekki verði miðað við neina "uppbyggingu" fiskistofna - bara halda þeim stöðugum. Þannig geta gjardeyrisframeliðsla aukist - gengið styrkst og þjóðarframleiðsla vaxið um XX fjárhæð á einu ári - og þá er hægt að ákvarða lækkun skatta - þegar sú framleiðsla er komin af stað og farin að skilja extra tekjum í ríkissjóð.
Sama á við um erlenda fjárfestingu hérlendis - þegar fjárfesting hefst - líður ákveðinn tími þar til hægt verðu að lækka skatta af þeim hagvexti sem af leiðir.
Þannig þarf aðhuga að þessu samspili en það er varla hægt að boða aukinn halla á rekstri ríkissjóðs með beinni skattalækkun án annarra ráðstafana... Erlendi fjárfesting og auknar gjaldeyristekjur eru þarna lykilatriði... til þess að hægt sé að lækka skatta að einhverju gagni.
Kristinn Pétursson, 2.8.2012 kl. 12:52
Vandamál stjórnvalda víða um heim eru ekki of litlar "tekjur" heldur of mikil eyðsla og eins of Margaret Thatcher sagði "The problem with socialism is that eventually you run out of other people's money". Á meðan stjórnvöld og einhver hluti kjósanda telja að tekjur einstaklinga séu fyrst og fremst eign ríkisins og að almenningi sé svo skammtað vasapeningi af því sem afgangs verður, er erfitt að sjá að ástandið batni nokkurn tímann.
Erlendur 2.8.2012 kl. 14:45
Ég get tekið undir allt sem þú segir Kristinn, oft hef ég bent á nauðsyn þess að skoða fiskveiðimálin betur, með því að efla rannsóknir og samvinnu ólíkra sjónarmiða.
Sem sjómaður til þrjátíu ára, hef ég orðið var við að ekki er alltaf að marka Hafró. Þú þekkir alla þá sögu mjög vel og þú hefur skrifað margt athyglisvert um þau mál. Vitanlega dettur mér ekki í hug að hægt sé að lækka skatta strax. Fyrst þarf að skera niður og stækka kökuna, finna leiðir til að veiða mun meira en gert er osfrv.
Við vitum það báðir að árið 1991 voru skattalækkair boðaðar, þær komust ekki í framkvæmd fyrr en mörgum árum seinna. Að lækka skatta umtalsvert á þessum tímapunkti myndi setja allt í uppnám eins og allir hugsandi menn vita.
Jón Ríkharðsson, 2.8.2012 kl. 16:47
Alveg hárrétt sem þú bendir á Erlendur. Ég las áhugaverða bók, "Peningarnir sigra heiminn" og þar er fjallað um velferðarkerfið, upphaf þess, afleiðingar og framkvæmd. Eftir lesturinn sannfærðist ég mun betur um, að velferðarkerfin í núverandi mynd og eyðslusemi stjórnvalda flestra landa er að setja efnhagskerfin á hliðina.
Margaret Thacher var merkur stjórnmálamaður og afburðagreind kona, um það er erfitt að efast nema að maður sé staurblindur af vinstri mennsku og sambærilegri ranghugsun.
Jón Ríkharðsson, 2.8.2012 kl. 16:52
svo hvet ég enn og aftur "alla" til að styðja við bakið á frekari fullvinnslu sjávarfangs á íslandi ... þar er okkar "auður" !
Jón Snæbjörnsson, 2.8.2012 kl. 16:52
Ef að PERSÓNUAFSLÁTTUR er 500.000kr (isl.kr) á mánuði þá gilda rök þin, annars ekki Jón Ríkharðsson. Auðvitað gef ég mér að þú viljir bera okkur saman við aðrar Norðurlandaþjóðir.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.8.2012 kl. 20:15
Sammála því nafni, það er nauðsynlegt að skoða það vel til að efla atvinnu í landinu.
Jón Ríkharðsson, 2.8.2012 kl. 20:29
Helst vil ég hafa eina skattaprósentu fyrir heildina, atvinnu, fjármagnstekjur vsk. osfrv. Persónuafsláttur verður þá sennilega óþarfur.
Mér finnst kjánalegt að bera okkur saman við Norðurlöndin, það hefur reynst okkur ansi dýrt til þessa.
Norðurlandaþjóðirnar voru búnar að byggja sig ágætlega upp á meðan íslendingar bjuggu í torfkofum. Við höfum farið mjög hratt í alla uppbyggingu og það hefur verið okkur dýrt, en við snúum ekki þróuninni til baka og eigum ekki að gera það.
Hver þjóð þarf að sníða sér stakk eftir vexti og ólíklegt er að við höfum efni á því sama og Noregur og Svíþjóð, svo dæmi sé tekið.
Jón Ríkharðsson, 2.8.2012 kl. 20:36
jæja, ef við berum Ísland saman við Norðurlandaþjóðir, til hvers að berjast fyrir SJÁLFSTÆÐRI ÞJÓÐ Jón?
Til að bera sig saman við Afríku og Suður-Ameríku, eða Indland, eða Kína?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.8.2012 kl. 20:45
...berum EKKI Ísland saman við Norðurlandaþjóðir... á þetta auðvitað að vera.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.8.2012 kl. 20:46
Jæja þá. "Kosninga-hræðslu-áróðurs-loforðs-maskínan" kominn í gang.
Mig langar nú bara að vita: Síðan hvenær hefur FLokkurinn (X-D) haft einhvern snefil af áhuga á, eins og þú skrifar, "dugmiklu og ungu alþýðufólki". Er búið að breyta einhverju á Íslandi ? Er FLokkurinn búinn að breyta um stefnu ? Hingað til hefur hann einungis haft áhuga á þeim sem "græða á daginn og grilla á kvöldin". Og síðast þegar ég vissi, hafði það ekkert með dugmikið og ungt alþýðufólk að gera.
Kjósandi 2.8.2012 kl. 22:12
Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru mun öflugri, peningalega séð en við Anna, ég talaði um að sníða stakk eftir vexti, við höfum farið of geyst í eyðslu.
Sem betur fer stöndum við talsvert betur að vígi en þessar þjóðir sem þú nefnir, það er til eitthvað sem heitir millivegur.
Við eigum að stefna hátt, beyrja neðan frá og vinna okkur upp. Við fórum of geyst í að byggja okkur upp á öllum sviðum, þess vegna höfum við þurft öll þessi lán.
Jón Ríkharðsson, 3.8.2012 kl. 01:45
Kæri Kjósandi, það er alltaf betra að kynna sér málin sjálfur heldur en að láta mata sig. Lestu sögu lýðveldistímans á gagnrýninn hátt og kynntu þér merkingu frasans; "græða á daginn og grilla á kvöldin."
Ég skal reyndar útskýra tilkomu hans og þú getur staðfest frásögn mína með því að kíkja á youtobe og hlutsta á viðtalið við Hannes í þættinum "Á mannamáli", sem Sigmundur Ernir stjórnaði.
Hannes var að segja að vinstri menn væru pólitískari en sjálfstæðismenn almennt og hann taldi það ekki sérstaklega jákvætt, sjálfstæðismenn þyrftu helst að taka meiri þátt.
Hann sagði þetta með gróðann og grillið til að undirstrika að hægri menn vildu treysta á sterkan leiðtoga og sneru sér svo að sínum hugðarefnum, gróðinn og grillið var sett fram í hálfkæringi. Ef þú kemur aftur og óskar eftir frekari röksuðningi frá mér, þá hef ég gild rök fyrir því sem ég fullyrði um Sjálfstæðisflokkinn, það hefur enginn flokkur staðið si eins vel, fyrir fólkið í landinu, þrátt fyrir stór mistök, sem fólust reyndar ekki í að valda hruninu, það var engum stjórnmálaflokki að kenna, þú getur lesið um það í rannsóknarskýrslunni 1. bindi á bls. 58 og klárað að lesa nokkrar blaðsíður.
Jón Ríkharðsson, 3.8.2012 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.