Er gott að miða okkur við aðrar þjóðir?

Að mestu leiti hefur samanburður íslendinga við aðrar þjóðir verið villandi. Við erum ung og lítil þjóð og við höfum byggt okkur upp á skemmri tíma en þjóðir sem við miðum okkur við.

Við höfum ekki náð að safna peningum í sama mæli og þær af eðlilegum sökum, einhæft atvinnulíf byggt mest á hrávöru veldur því.

En þurfum við að hafa minnimáttarkennd vegna þess?

Nei, fólk í millistétt þarf ekki að hafa minnimáttarkennd gagnvart efri stigum hennar. Lægri stig millistéttar ná að öngla fyrir nauðsynjum en getur ekki leyft sér sama munað og hærri stigin.

Við getum lifað góðu lífi, miðað við núverandi aðstæður og við eigum möguleika á vaxandi tekjum vegna auðlindanna.

Íslenska ríkið getur ekki leyft sér það sama og stærri ríki, það er jákvætt og stjórnvöldum ber að temja sér nægjusemi. Einstaklingar og fyrirtæki eiga að njóta gróðans, ekki ríkið.

Við eigum ekki að bera okkur saman við aðrar þjóðir, í umsvifum ríkisreksturs. En vissulega er skynsamlegt að fylgjast með og notast við allt sem er gott í öðrum löndum. 

Ef við viljum eyða eins miklu í velferðarkerfið og Norðurlöndin gera, þá gengur okkar samfélag aldrei upp. Við eigum að sjá til þess að ósjálfbjarga fólki sé hjálpað og grunnstoðir velferðar séu til staðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta hárr réttur pistill !! að mínu mati ,Jón þó átt erindi á Alþingi enda mun ég styðja þig/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 3.8.2012 kl. 16:14

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Halli minn, þinn stuðningur skiptir mig mjög miklu máli.

Jón Ríkharðsson, 3.8.2012 kl. 18:21

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það geri ég líka,bara vissi ekki að ætti þess kost,þ.e. að þú vildir vinna fyrir þjóðina á þingi.

Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2012 kl. 02:16

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég var lengi vel tvístígandi Helga mín, enda þjónar þingseta ekki mínum veraldlegu hagsmunum, en ég skal viðurkenna að mér finnst það spennandi áskorun. Laun þingmanna eru vissulega ekki lág, en lægri en þau sem ég hef í dag, auk þess er vinnan á þingi mjög mikil, þannig að ég hef minni tíma fyrir fjölskylduna og mig.

Það hljómar sennilega eins og klisja; "margir þrýstu á mig", en það er engu að síður satt og kom mér á óvart. Ég byrjaði að tjá mig á opinberum vettvangi, ekki til að vekja athygli á mér heldur sjálfstæðisstefnunni. Því til sönnunar er hægt að sjá að þegar leitað er að blogginu mínu kemur "bassinn@blog.is, ég ætlaði að blogga undir því nafni, vegna þess að mér leiðist þras og ég nennti ekki að láta alla þekkja mig.

Svo fannst mér það óheiðarlegt að koma ekki fram undir fullu nafni. Margir sjálfstæðismen virðast hafa trú á því að ég geti gert gagn á þingi og ég hef trú á því sjálfur. Mér leiðast hálfkveðnar vísur, ég tala alltaf hreint út og það finnst mér vanta í stjórnmálin.

Ef þú styður það Helga, þá fagna ég því að sjálfsögðu. Ef þú ert á facebook, þá endilega addaðu mér,netfangið mitt er jonrikk@gmail.com og þá getur þú spurt mig spjörunum út og ég svara eins vel og ég get, svo getum við fengið okkur kaffibolla því það er mikilvægt fyrir mig að kynnast sem flestum.

Jón Ríkharðsson, 4.8.2012 kl. 03:50

5 identicon

Þú værir flottur á þingi Jón.

Maður með sterka réttlætiskennd og heilbrigða hugsun.

Ekki skemmir fyrir að þú hefur stundað fyrir alvöru grunnatvinnuveg okkar lands, atvinnu sem ég hef sjálfur stundað í 16 ár.

Á sjó verða mýs að mönnum !

Þú fengir mitt atkvæði Jón.

runar 4.8.2012 kl. 12:53

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir það Rúnar minn. Ég get sagt það sama við þig og Helgu, ef þú ert á facebook, þá endilega addaðu mér og netfangið mitt er jonrikk@gmail.com.

Það er mikilvægt fyrir mig í þessari baráttu að kynnast sem flestum.

Svo efast ég ekki um að við gætum átt skemmtilegt spjall, sjómenn ná alltaf vel saman því við eigum svo margt sameiginlegt. Ætli við séum ekki svolítið öðruvísi en gengur og gerist, tölum okkar tungumál og höfum okkar áherslur, það er vonlast að útskýra þetta en þú veist hvað ég meina.

Jón Ríkharðsson, 4.8.2012 kl. 14:39

7 identicon

Takk fyrir það Jón.

Ég finn þig á facebook vinur.

Ég er reyndar nýr notandi á facebook, vildi ekki sjá þetta bull (ekkert lítið sem ég var skammaður fyrir það í skólanum ;)), en tengdi mig þó inn sökum þess að allar upplýsingar um brottfarir míns skips eru útlistaðar þar.

Þú ert einnig hjá Granda svo þú þekkir eflaust ferlið..

Ég veit fullkomlega hvað þú meinar, við sjómennirnir erum sannarlega öðruvísi en flest annað fólk og hvergi hef ég fundið betri og traustari félaga en einangraður um borð í ruggandi stálklumpi.

runar 4.8.2012 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband