Fjölnir getur sigrað Liverpool 3:0.

Ef ég myndi halda því fram á opinberum vettvangi, að knattspyrnudeild Fjölnis gæti hæglega sigrað Liverpool 3:0, þá þætti ég sauðheimskur.

Einhver velviljaður myndi kannski reyna að koma vitinu fyrir mig og segja, að Fjölnir væri yngra lið og leikmennirnir hefðu ekki eins mikla reynslu og Liverppol.

Ef ég myndi halda þessu til streitu, þá missti fólk allt álit á mér, enginn tæki framar mark á einu orði sem ég segði.

Svo er til fullt af fólki, jafnvel hámenntaðir háskólamenn sem halda, að íslensk stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hefðu hugsanlega getað afstýrt hruninu. 

Eins og í fótboltanum, þá erum við ung þjóð með stutta reynslu af fjármálamörkuðum. Þekking starfsfólks stjórnsýslunnar er minni en í öðrum löndum, af eðlilegum ástæðum.

Bankar hrundu út um allan heim, þrátt fyrir að margar þjóðir hafi verið að stunda bankastarsemi á sama tíma og íslendingar skiptust aðallega á vörum, peningar voru lítið í umferð þá.

Það er alveg jafnvitlaust að halda því fram, að íslensk stjórnvöld hafi getað komið í veg fyrir hrunið eins og að Fjölnir geti sigrað Liverpool 3:0.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband