Sérstaða Sjálfstæðisflokksins.

Vinstri flokkarnir grundvallast á sundurlyndi, þeir sameinast um einhvern óvin sem þeir berjast gegn. Nýju framboðin gera slíkt hið sama, þau sameinast um andstöðu sína við alla flokkanna fjóra.

Þegar óánægja og reiði sameina fólk, þá er það vanhæft til að skapa velsæld og sátt. Við höfum reynslu af vinstri stjórnum, sundurlyndiseðli þeirra smitast til þjóðarinnar.

Einnig sáum við átökin og klofningnum í Borgarahreyfingunni, svo voru mikil átök í Frjálslynda flokknum sem sundruðu honum, samt er það flokkur með ágæta stefnu í flestum málum.

Sjálfstæðisstefnan boðar engin átök, boðskapur hennar er frelsi og velmegun öllum til handa. Hægt er að deila um hvernig til hefur tekist, en sáttin virkar betur en sundurlyndisfjandinn sem eyðileggur allt.

Hægt er að skoða sögu lýðveldistímans, sjálfstæðismenn náðu að halda ríkisstjórnum saman og sætta ólík sjónarmið.

Við getum endalaust deilt um efnahagsstjórn allra flokka, allir hafa þeir gert mistök en Sjálfstæðisflokkurinn staðið sig best.

Það sem enginn getur deilt um er, að friður innan flokka virkar best fyrir þjóðina. Átökin eiga að vera á milli stjórnmálastefna en ekki persóna. Það er staðreynd sem vinstri menn skilja seint. 

Skynsamlegasti kosturinn í næstu kosningum er þess vegna X-D, sama hvað sumir kjósa að berja haus við stein.

Vinstri menn ættu að muna eftir hjálminum öllum stundum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú verður í framboði þá er enn meiri ástæða til að forðast flokkinn.. það sem flokkurinn þarf allra síst eru blindir sauðir

DoctorE 5.8.2012 kl. 10:15

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það vita allir að unnið er því nú öllum stundum innan vg og sf - hvernig þeir geta framlengt líf þessarar ríkisstjórnar eftir næstu kosngar - ekkert vandamál verður að fá bjarta framtíð með sem hækjuframboð en óliklegt verður að teljast að það muni tryggja meirihluta - því er spurning hvað gerir Framsókn.

Sjálfstæðisflokkurinn fær væntalnega vel yrir 30 % í næstu kosnignum en ef með hverjnum ætlar hann að vinna ?

Óðinn Þórisson, 5.8.2012 kl. 13:36

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér DoctorE, en nú þarf ég að gæta þess að ofmetnast ekki.

Miðað við að þú segir að ég muni fæla frá flokknum með framboði mínu, þá þýðir það á hefðbundnu máli að ég sé helsta vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins.

Það er ofhól, en meðan þú ert óhress með mig, þá er ég á réttri leið. Þú ert besti spegillinn á mína stöðu og þakka þér en og aftur fyrir það.

Jón Ríkharðsson, 5.8.2012 kl. 19:29

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Athyglisverð spurning Óðinn, en ég tel flest benda til þess að skásti kosturinn sé Framsóknarflokkurinn þó það sé vissulega erfitt að átta sig á honum í augnablikinu. Maður veit ekki hvernig Sigmundi tekst að skapa góða liðsheild fyrir næstu kosningar.

Ef við skoðum t.a.m. Sigmund Davíð og Vigdísi, þá eru þau bæði sterk innan flokksins og ólíklegt að þeim hugnist samstarf við vinstri flokkanna. Sif hefur frekar verið að gefa þeim undir fótinn og Eygló að vissu leiti líka.

Það er hæpið að traust skapist á milli Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna, nýju framboðin eru stofnuð honum til höfuðs, en ég efa að þau fái mikið fylgi næst, hvert fyrir sig.

Ég er svona að hugsa upphátt, ég held að eini kosturinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn sé samstarf við Framsóknarflokkinn, eða hvað finnst þér sjálfum?

Jón Ríkharðsson, 5.8.2012 kl. 19:34

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sjálfstæðisflokkurinn verður að leggja upp sína kosngabaráttu að hann sé mótvægið við Jóhönnustjórina og á að gefa það skýrt út að samstarf við vg kemur ekki til greyna.

Hvað Samfylkinguna varða þá verður það að koma í ljós hvort Jóhanna verði áfram formður ef það verður er hæpið að samstarf við Samfylkiinga komi til greyna.

Svo verður að koma í ljós hvort Hægri Grænir nái inn á þing og hver þeirra þingstyrkur verður.

Tveggja flokka ríkisstjórn með Framsókn er besti kosturinn.

Óðinn Þórisson, 7.8.2012 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband