Vinnur ASÍ gegn hagsmunum verkafólks?

Vilhjálmur Birgisson gerði kröfur um 200.000. króna mánaðarlaun fyrir fiskverkafólk og hann taldi útgerðum engin vorkunn að borga þá upphæð í ljósi góðrar stöðu þeirra undanfarið.

Forseti ASÍ tík ekki undir þessa kröfu Vilhjálms og vildi meina að efnahagskerfið þyldi ekki svona miklar launahækanir.

Á sama tíma og forseti ASÍ vill ekki hækka laun fiskverkafólks, þá styður hann ríkisstjórnina í þeirri vitleysu, að taka meira fé frá útgerðarmönnum til að setja í vitleysu.

Það er ekki hagur verkafólks að skattpína fyrirtæki, heldur á ríkið að lofa einkageiranum að græða sem mest, það eru hagsmunir verkafólks.

Atvinnurekendur hafa oft, stundum með réttu, bent á það í samningaviðræðum að kröfur verkalýðsins væru of íþyngjandi fyrir þá. Ef fyrirtækin græða á tá og fingri, þá hafa verkalýðsfélögin mjög góða aðstöðu til að koma með hára launakröfur og atvinnurekendur hafa þá enga afsökun.

Það er allra hagur að fyrirtækin græði sem mest, en vinstri sinnað fólk hefur aldrei skilið þá einföldu staðreynd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Vandinn eru samræmdir launasamningar. þannig er hægt að festa láglaunastörf niðri um aldur og ævi því þau leiðréttast aldrei ef allir fá sömu prósentu hækkun. ef eitthvað er þá eykst munurinn. 5% launahækkun á laun þeirra sem hafa 150.000 krónur er ekki eins mikið og 5% launahækkun þeirra sem hafa 400.000 krónur. verðbólgan fer af stað og launahækkun þess tekjulága er étin upp eins og skot því hann á svo lítið til skiptanna að öll aukning hefur mun meiri áhrif á hann, á meðan sá tekjuhái heldur mun meira eftir af sínum launum.

stjórnendur annarra fyrirtækja þe. þeirra sem eru í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi hafa náttúrulega engan áhuga á því að laun í fiskverkun séu há. ef launin væru t.d. hærri en laun í afgreiðslu í verslun, þá gæti starfsfólkið leitað frá þeim og þeir lent í því að þurfa að hækka laun meira eða ráða fólk erlendis frá.

Þannig að á meðan fiskverkunarfólk er undir hæl ASÍ þá mun aldrei verða nein leiðrétting. það eru einfaldlega ekki hagsmunir forystu ASÍ að leiðrétta þessi laun því stærstu hluti félagsmanna þeirra hefur nánast hag af því að halda niðri launum í þessari sjávarútvegi.

Fannar frá Rifi, 7.8.2012 kl. 16:13

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Vel mælt félagi.

Mbkv, Björn bóndi =:o)>

Sigurbjörn Friðriksson, 7.8.2012 kl. 16:15

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Í þetta sinn ætla ég ekki að tjá mig um ASÍ og hvernig því batteríi er stjórnað. Þeir sem hafa lesið blogg mitt vita minn hug til þess. Sjálfur var ég í stjórn lítils verkalíðsfélags á seinnihluta síðustu aldar og trúnaðarmaður á stórum vinnustað. Mig svíður sárt að sjá þau skemmdarverk sem verið er að vinna á samtökum launafólks, sérstaklega þegar þau skemmdarverk eru unnin af þeim sem síst skildi, forystunni sjálfri!!

Gunnar Heiðarsson, 7.8.2012 kl. 19:53

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt sem þú bendir á Fannar, þess vegna væri ahugandi að fiskverkafólk stofnuðu sér samtök, því þá gengi þeim betur að hækka launin.

Það er ekert óeðlilegt við samkeppni á atvinnumarkaði, sá sem borgar best fær hæfasta starfsfólkið og allir græða. Ég vildi gjarna að fiskvinna yrði betur metin í launum, það er mikilvægt að fara vel með fisk og vandasamt, það þekja allir sem hafa starfað við fiskvinnslu og ég veit að þú þekkir vel til í þeim geira.

Jón Ríkharðsson, 7.8.2012 kl. 20:40

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Takk Björn bóndi.

Jón Ríkharðsson, 7.8.2012 kl. 20:41

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Skil hvað þú átt við Gunnar, við erum sammála og þurfum ekkert að ræða það frekar.

Jón Ríkharðsson, 7.8.2012 kl. 20:41

7 identicon

Heyrið þið það krakkar, aðeins sjálfstæðisflokkurinn og ofurrík fyrirtæki tengd honum geta rétt af hlut almennings... Bíðið bara þar til mylsnur falla af borðum hinna ríku... Kjósið Jón og Sjálfstæðiflokkinn

DoctorE 8.8.2012 kl. 09:40

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú kannt þá að beita kaldhæðni líka DoctorE? Þér er greinilega margt til lista lagt og ekki eins andlaus og festir halda.

Jón Ríkharðsson, 8.8.2012 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband