Miðvikudagur, 8. ágúst 2012
Tækifæri fyrir ASÍ að sýna jafnréttið í verki.
ASÍ hefur talsverð ítök í lífeyrissjóðum landsmanna, þess vegna stendur upp á samtökin að sýna jafréttisviljann í verki
Lífeyrissjóðir gefa út loforð um réttindi sjóðsfélaga, en um leið og greiðslugetan minnkar, oftast vegna klúðurs stjórnenda þeirra, þá skerða þeir greiðslur til eigendanna.
Líklegt er að eigendur lífeyrissjóðanna myndu sýna því meiri skilning ef þeir gætu gert slíkt hið sama.
En stjórnendurnir hafa lítinn skilning á minnkandi greiðslugetu eigenda sem þiggja lán af þeim.
Sniðugt væri að sjá viðbrögð starfsmanna lífeyrissjóða ef lántakendur úr hópi eigenda myndu tilkynna þeim, að nú væri þröngt í búi hjá þeim sökum eyðslusemi, þannig að sjóðsfélaginn ætlaði eingöngu að borga samkvæmd fjárhagsstöðu hverju sinni og núna væri hún ansi döpur.
Stjórnendur lífeyrissjóða eiga, eins og allir, að standa við það sem þeir lofa. Það vita allir að áhættufjárfestingar geta brugðist til beggja vona. Þess vegna eiga þeir að lofa greiðslum sem þeir geta staðið við.
Ef þeir treysta sér ekki til þess, þá ætti ASÍ að beita sér fyrir rétti sjóðsfélaga sinna, þannig að þeir geti tekið lán og lofað endurgreiðslum ásamt vöxtum, ef þeir geta það ekki, þá eiga þeir, alveg eins og stjórnendur sjóðanna, að geta tilkynnt breyttar forsendur og borgað samkvæmt greiðslugetu hverju sinni.
Skuldbindingar eiga að vega jafnt á báða bóga, það ættu jafnréttisboðberar ASÍ að vita manna best.
Athugasemdir
Þetta er heila málið Jón. Lífeyrissjóðakerfið er síður en svo að vinna að hagsmunum félaga sinna EINA VITIÐ ER AÐ LEGGJA ÞETTA KERFI NIÐUR ÞVÍ ÞAÐ ER ALLS EKKI AÐ VINNA EINS OG ÞVÍ VAR UPPHAFLEGA ÆTLAÐ..... Yfirbyggingin á lífeyrissjóðakerfinu er orðin svo geigvænleg, að ef "kerfið" er skoðað þá minnir það einna helst á ÖFUGAN PÍRAMÍDA og það vita það allir að svoleiðis rekstur GETUR EKKI GENGIÐ...............
Jóhann Elíasson, 8.8.2012 kl. 12:51
Ekki veit ég hvort við ættum að leggja það niður, en það gæti verið rétt. Betra er að skoða kerfið mjög vel, með hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi og sjá til þess að við hefðum meira um þá að segja en við höfum í dag.
Jón Ríkharðsson, 8.8.2012 kl. 13:16
Komdu nú með eitthvað uppbyggilegt um hvað krossD á að gera.. þú lofar flokkinn í bak og fyrir, sérð ekki sólina fyrir DO... samt ertu í skítugasta flokk landsins, flokkurinn er með skítinn upp á bak, hann neitar að skeina sig, hann neitar að hreinsa skítinn.. og þú lofar skítinn
Ég hef mjög illar bifur á þannig mönnum.. Eitthvað Dear Leader kjaftæði
DoctorE 8.8.2012 kl. 14:40
Þakka þér DocorE, núna veit ég að þetta er góður pistill hjá mér.
Þú ert farinn að sýna meiri elju en áður og hættur að birtast eingöngu ef ég fjalla um Sjálfstæðisflokkinn og Guð, það er mjög gott.
Komdu bara sem oftast og meðan þú ert óhress með það sem ég segi, þá get ég bókað að flestum þykir það nokkuð gott og það sem mest er um vert, ég er þá á réttri leið.
En að segjast hafa illar bifur á mér, það bendir til þess að allt venjulegt fólk dýrki mig og dái, ekki er ég viss um að það sé nú rétt.
Jón Ríkharðsson, 8.8.2012 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.