Blekkingar Stefáns Ólafssonar.

Stefán Ólafsson fer mikinn um þessar mundir og leitast við að plata þjóðina til fylgis við stefnu sem hefur aldrei dugað.

Hann segir það dellu, í einni grein, að ríkisútgjöld hafi aukist í tíð sjálfstæðismanna því þau hafi verið svipuð prósentutala af þjóðarframleiðslunni.

Það segir sig sjálft að t.a. 16% af tíu milljónum eru fleiri seðlar en 16 % af einni milljón, þannig að ekki þarf mikla stærðfræðikunnáttu til að átta sig á þessari blekkingu.

Í nýlegri grein ber hann saman Jóhönnu Sigurðardóttur og Davíð Oddsson, þar gerir hann aftur tilraun til að blekkja.

Hann segir að á bólutímanum hafi eingöngu auðmenn náð að græða. Það er hrein og klár lygi, margir ómenntaðir verkamenn höfðu tök á að græða mikið og sjálfur græddi ég umtalsvert, en hafði ekki vit á að leggja fyrir. Það voru tækifæri fyrir alla. Ef fólk hefur fyrir því að skoða fréttir og heimildir frá þessum tíma kemur í ljós að Jón Ásgeir, svo dæmi sé tekið, var aldrei í náðinni hjá Davíð, hægt er að nefna fleiri, en þó tókst þeim að græða eins mikið og þeir vildu á þessum tíma.

Menn dásömuðu það, að veldi "Kolkrabbans" væri fallið og tækifæri fyrir ný veldi að byggja sig upp.

Það er undarlegt að Stefán skuli kenna Davíð um bóluna, því Ingibjörg Sólrún sagði í landfsfundarræðu sinn árið 2007, að jafnaðarmenn hafi séð til þess að þessi mikli vöxtur fjármálafyrirtækja væri tilkominn vegna frumkvæðis jafnaðarmanna.

Það er rétt sem Stefán bendir á, Davíð tók við í erfiðu efnahagsumhverfi árið 1991, Jóhanna tók líka við á erfiðum tíma.

Munurinn á aðferðarfræði Jóhönnu og Davíðs er sá, að Davíð tókst að þjappa þjóðinni saman og honum tókst að skapa traust. Jóhanna hinsvegar sundrar þjóðinni og kemur með umdeild mál á færibandi. Davíð leitaðist við að leysa ágreining og gætti þess að ráðherrar undir hans stjórn rifust ekki í fjölmiðlum. Jóhanna skammast út í ráðherra sína í fjölmiðlum.

Nú er komið ræs á forystu Sjálfstæðisflokksins og alla sem vilja að sjálfstæðisstefnan nái völdum næsta vor.

Annars fær Stefán fleiri og fleiri til að trúa sér, því mörgum hættir til að trúa því sem prófessorar segja.

Ef að sjálfstæðismen vakna ekki við ræsið, þá þurfum við að sætta okkur við vinstri stjórn eitt kjörtímabil í viðbót, kannski tvö. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Mikið er ég sammála þér Jón. Vest er að Davíð skuli ekki koma fram, þá færu hjólin að snúast! kv.

Eyjólfur G Svavarsson, 3.9.2012 kl. 16:26

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Davíð var góður leiðtogi, en hans tími er liðinn. Hann stendur sig ágætlega í stjórnarandstöðunni og ég er sammála því Eyjólfur, að margt hefði verið öðruvísi ef hans aðferðir hefðu verið hafðar í heiðri.

Jón Ríkharðsson, 3.9.2012 kl. 16:41

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

GÞÞ er öflugur en hvar eru BB, ÓN og KÞJ ?

Óðinn Þórisson, 3.9.2012 kl. 16:57

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Veit ekki Óðinn, það hefur ekkert til þeirra spurst ansi lengi. Vonandi sitja þau og hugsa mikið um þessar mundir og koma þá með skothelt plan fyrir næstu kosningar.

Ég hef aldrei skilið þessa miklu og löngu þögn hjá forystunni, rétt sem þú bendir á GÞÞ er að vinna á fullu, enda gríðarlega öflugur þingmaður.

Jón Ríkharðsson, 3.9.2012 kl. 17:05

5 identicon

Vandamálið er að Sjálfstæðisflokkurinn er kratabæli, þeir eru bara hinir lukkulegustu með það sem Jóhanna er að gera, þögn er sama og samþykki.

Kristján B Kristinsson 3.9.2012 kl. 17:19

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er einn og einn krati í flokknum Kristján, en kratabæli finnst mér aðeins ofmælt. En Sjálfstæðisflokkurinn þarf að færast meira til hægri, það er nóg af miðjuflokkum á Íslandi.

Jón Ríkharðsson, 3.9.2012 kl. 18:14

7 identicon

Davíð var boðberi eða kanski framkvæmdaafl frjálshyggjunnar á Íslandi eftir kostuglegum krókaleiðum þó, t.d. með hinni ríkisstyrktu Kárahjúkavirkjun. Ekki hægt annað en að viðurkenna að alltaf er gott að standa vör um sjálfstæði og réttindi einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu en því miður mistu þeir Davíð og frjálshyggjufélagar sig alveg í trúnni og héldu sig hafa leyst krafta markaðarins úr læðingi þegar þeir höfðu komið þjóðinni á fjárfestingafyllerí með því að m.a láta "peningaprentunina" í hendur bankannna en gert ríkisappartið máttlaust til að greina og stemma stigu við vitleysunni. Þetta endaði svo með því að klabbið hrundi og skuldunum var klínt á ríkið (og skuldara sem er raunar á ábyrgð núverandi vinstristjórnar).  Þetta var svo sem svipað víða á vesturlöndum þar sem frjálshyggutrúin greip menn.

Þó að Davíð og félagar hafi klúðrað málum svona svakalega þá er ekki þar með sagt að gamaldags vinstrimennska sé það sem við eigi að taka. Á sama hátt má segja að  þó Steingrímur og Jóhanna hafi klúðrað eftirleiknum líka  að þá sé bara rétt að taka aftur upp frjálshyggjusjálfstæðisflokksruglhugmyndirnar sem leiddu hér til hruns.

Bjarni Gunnlaugur 3.9.2012 kl. 19:15

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er merkileg staða sem komin er upp í íslenskum stjórnmálum. Hellsta gagnrýni á stjórnvöld koma frá ráðherrum og þingmönnum þeirra þriggja flokka sem að stjórninni standa, Samfylkingu, VG og Hreyfingu. Stjórnarandstaðan þegir þunnu hljóði og þegar einstaka þingmenn hennar láta til sín heyra, er eins og þeir séu einir á bát.

Það er ekki eins og skort hafi málefnin til að gagnrýna. Nánast hvert einasta verk stjórnvalda er gagnrýnvert. Það er því kannski von að stjórnarliðar gagrýn eigin verk, það er frekar þunnt að vera í pólitík ef engin gagnrýni kemur og ef stjórnarandstað stendur sig ekki, er ekki um annað að ræða en stjórnarlðar sjálfir sjái um þann þátt!

Ef stjórnarandstaðan ætlar sér að vinna næstu kosnngar út á getuleysi stjórnvalda, er hún á hættulegri braut. Stjórnarandstaðan á að vinna kosningarnar á eigin verðleikum, ekki aumingjaskap stjórnvalda. Hún á að koma fram með gagnrýni á öll þau verk stjórnvalda sem hægt er að gagnrýna. En það er þó ekki nóg að gagnrýna bara, með því setur stjórnarandstaðan sig á sama bekk og núverandi stjórnarflokkar voru, þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Gagnrýni ein sér er marklaus nema tillögur til bóta fylgi.

Með því að vinna þinkosningar út á óvinsældir sitjandi stjórnar, er stjórnarandstaðan að taka upp sömu vinnubrögð og núverandi stjórnvöld viðhöfðu fyrir síðustu kosningar.

Hitt er svo annað mál Jón, að ef vinstri afturhaldsöflin ná kosningu þjóðarinar í næstu kosningum, þarf ekki að óttast að vinstristjórn verði hér við völd í tvö kjörtímabil enn, ekki einu sinn eitt. Þessi ríkisstjórn verður búin að setja landið á hausinn löngu áður en næsta kjörtímabili lýkur, ef hún fær brautargengi þjóðarinnar.

Gunnar Heiðarsson, 3.9.2012 kl. 21:40

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er svolítil einföldun að segja að Davíð hafi komið þjóðinni á "fjárfestingafyllerý" með því að láta banka prenta peninga. Peningaprentun bankanna var ekki ástæðan og hún er ekki séríslenskt fyrirbyrgði, Danir voru að reyna að stemma stigum við því, svo dæmi sé tekið.

Að mestu leiti má segja að íslendingar voru að gera sömu mistökin og aðrar þjóðir, heimurinn var heltekinn af græðgi og hæpið er að kenna Davíð um hana. Það má segja að stemmingin í heiminum hafi verið snargalin, við erum vitanlega hluti af heiminum.

Lestu þér til um frjálshyggjuna, þá getur þú væntanlega útskýrt hvernig hægt er að útskýra þessa dellu sem átti sér stað, með því að kenna frjálshyggjunni um hana. Mér sýnist þú ekki þekkja þá stefnu, þótt þú kennir henni augljóslega um hrunið. Það sem sumir kalla "nýfrjálshyggju" á lítið skylt við frjálshyggju.

Jón Ríkharðsson, 3.9.2012 kl. 22:12

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt sem þú bendir á Gunnar, stjórnarandstaðan er því miður ekki að standa sig, ég get tekið undir allt sm þú nefnir og hef engu við þetta góða innlegg þitt að bæta.

Jón Ríkharðsson, 3.9.2012 kl. 22:14

11 identicon

Vissulega er frjálshyggjuhugtakið víða á reiki og má einu gilda hvort menn vilja kalla athæfið frjálshyggju eða nýfrjálshyggju.  Þ.e. veikingu ríksisvaldsins, afreglun fjármálamarkaða osv.frv. Menn bera fyrir sig frelsi einstaklingsins, en tala og starfa fyrir helsi markaðseinokunnar og fákeppni. Vissulega víðar en hér á Íslandi en athæfið er ekkert betra fyrir það.  Það var í raun baneitraður kokteill þeirra krata og sjálfstæðismanna, dekrið við Evrópusambandið og frjálshyggjuna sbr. eftirfarandi tilvitnun í rannsóknarskýrslu alþingis:

"Með aðild Íslands að EES-samningnum voru starfsheimildir íslenskra lánastofnana og þar með fjármálafyrirtækja rýmkaðar verulega. Þetta var gert samhliða því að tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn voru innleiddar í íslenskan rétt en þær tilskipanir fólu almennt í sér lágmarkssamræmingu á tilteknum atriðum sem snertu stofnun og rekstur lánastofnana ásamt meginreglunni um gagnkvæma viðurkenningu. Tilskipanirnar bönnuðu hins vegar aðildarríkjunum ekki að viðhalda eða setja sér strangari reglur en þar var kveðið á um gagnvart lánastofnunum í viðkomandi heimaríki enda væru þá uppfyllt ákveðin meginsjónarmið sem reglur Evrópusambandsins og EES-samningsins gera kröfu um. Úttekt á innleiðingu gerða samkvæmt EES-samningnum á sviði fjármálaþjónustu í íslenskan rétt var unnin fyrir rannsóknarnefndina og er birt sem viðauki 6 með rafrænni útgáfu skýrslunnar. Þar kemur fram að hér á landi var almennt ekki notað það svigrúm sem leiðir af gerðunum, þ.m.t. tilskipunum, til að setja strangari reglur um starfsheimildir fjármálafyrirtækja. Ljóst er af skýringum sem fram komu á Alþingi þegar framangreindar breytingar voru gerðar á lögum að þar réðu fyrst og fremst sjónarmið um að bæta samkeppnisstöðu íslensku fjármálafyrirtækjanna á Evrópska efnahagssvæðinu.

Rannsóknarnefndin athugaði sérstaklega hvernig starfsheimildir lánastofnana varðandi sjö tiltekin atriði hefðu breyst í kjölfar aðildar Íslands að EES-samningnum. Fyrsta breytingin fólst í auknum heimildum lánastofnana til að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, önnur í auknum heimildum til lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, þriðja í auknum heimildum til að fjárfesta í fasteignum og félögum um fasteignir, sú fjórða í auknum heimildum til að veita lán til kaupa á eigin hlutum, sú fimmta í minni kröfum um rekstrarfyrirkomulag verðbréfafyrirtækja, sú sjötta í auknum heimildum til að reka vátryggingarfélög og sú sjöunda í auknum heimildum til að fara með eignarhluti í öðrum lánastofnunum. Í öllum þessum tilvikum voru reglurnar rýmkaðar og athafnafrelsi lánastofnana aukið verulega. Lágmarkskröfur tilskipana Evrópusambandsins um starfsemi lánastofnana fjölluðu ekki beinlínis um þessar auknu starfsheimildir. Íslandi var því ekki skylt vegna EES-samningsins að auka starfsheimildir innlendra lánastofnana á þennan hátt, heldur var af samkeppnisástæðum talið nauðsynlegt að löggjöfin um þessi atriði yrði sambærileg löggjöfinni í helstu nágrannalöndunum.Athuganir rannsóknarnefndarinnar á starfsemi íslensku bankanna benda til þess að þessar auknu starfsheimildir hafi orðið til að auka verulega áhættu í rekstri bankanna."

Og lítið var gert til að vinna gegn hliðaráhrifum Kárahjúkaæfintýrisins,(þar má nú raunar fremur tala um eitraðan kokteil framsóknarmanna og sjálfstæðis, þ.e. forræðishyggju og sósialískar stórframkvæmdir í bland við frjálshyggju því það átti jú að selja svo allt heila klabbið). sjá rannsóknarskýrsluna :

"Þær stóriðjufjárfestingar sem ráðist var í vegna Fjarðaáls og Kárahnjúka voru mjög miklar í hlutfalli við verga landsframleiðslu og ljóst að verulega reyndi á stöðugleika efnahagslífsins á framkvæmdatímanum. Hér var um vel þekktan eftirspurnarskell að ræða sem ljóst var að yki verulega á þenslu ef ekkert væri að gert. Því hefði verið tilvalið að beita aðgerðum í ríkisfjármálum til mótvægis og draga úr opinberum framkvæmdum eins og mögulegt var á framkvæmdatíma stóriðjunnar og beita stýrivaxtahækkunum að auki þar sem umfang framkvæmdanna var svo mikið að frestun allra fyrirhugaðra opinberra framkvæmda hefði vart dugað til mótvægis. Engu að síður var það svo að minna fór fyrir mótvægi hins opinbera en efni stóðu til, þvert á móti voru ýmsar aðgerðir ríkisins til þess fallnar að auka enn frekar á þensluna."

Bjarni Gunnlaugur 4.9.2012 kl. 00:53

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það voru mörg mistök gerð í aðdraganda hrunsins Bjarni Gunnlaugur, m.a. vegna þess að það trúðu allir á mátt fjármálakerfisins. Vitanlega voru allir hópar samfélagsins veruleikafyrrtir að einhverju leiti, almenningur, viðskiptalífið og stjórnsýslan. Það er hægt að taka undir það sem þú segir að öllu leiti, þetta er allt saman rétt. En það er spurning hvernig maður nálgast málin.

Framtíðin er öllum hulin og allir reyna að gera sitt besta. Útrásarvíkingarnir nutu trausts í útlöndum og að vissu leiti aðdáunar. Okkur þótti það vitanlega merkilegt og enginn trúði því að allt færi á hliðina. Ef þú lest viðtal Frjálsrar verslunar við danska bankasérfræðinginn, ég man ekki hvort það hafi verið tekið árið 2010 eða 2011, þá sagðist hann hafa varað við harðri lendingu í íslensku efnahagslífi vegna mikillar skuldsetningar og of háu verði á hlutabréfum. En honum kom aldrei til hugar að bankakerfið myndi hrynja, það grunaði engan fyrr en það hrundi eins og spilaborg.

Við eigum að læra af þessum mistökum og bæta efnahagsstjórnina í framtíðinni, við eigum alltaf að leitast við að þroskast og gera betur.

Davíð gerði margt mjög gott og lengst af var hann óumdeildur leiðtogi, sennilega ein öflugasti leiðtoginn sem þjóðin hefur átt. En hann er mannlegur og sá ekki allt fyrir. Það er jafnvitlaust að segja hann alslæman og að segja hann algóðan.

En ef sagan er skoðuð, þá kemur í ljós að hann gerði fleiri góða hluti en slæma, það finnst mér ansi gott, Jóhanna hefur gert fleiri slæma hluti en góða. Enginn er fullkominn, við þurfum að muna það.

Jón Ríkharðsson, 4.9.2012 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband