Spuninn gengur ekki upp.

Spunameistarar vinstri flokkanna keppast við að sannfæra fólk um ágæti sitjandi ríkisstjórnar og nota þeir hin undarlegustu rök máli sínu til stuðnings.

Þeir nefna aukin jöfnuð til þess að bæta ímynd vanhæfustu ríkisstjórnar lýðveldistímans og telja stjórnvöld gera vel við þann hóp sem hefur lægstu tekjurnar.

Það hljómar frekar ósannfærandi að heyra um batnandi hag tekjulágra úr munni fólks sem hefur þokkalegar tekjur, á sama tíma og augljóst er að tekjulágt fólk finnur ekki fyrir bættum hag.

Aukin jöfnuður eru tölur á blaði sem nýtast lifandi manneskjum ekki. Ég þekki marga í tekjulægsta hópnum og þetta ágæta fólk kveðst ekki finna fyrir bættum hag, ef eitthvað er þá aukast áhyggjurnar vegna þess að það hefur allt hækkað svo mikið.

Svo læða þeir því stundum í umræðuna, að Jóhanna Sigurðardóttir sé góður leiðtogi, en það er ekki hægt að svara þessháttar bulli, hver getur svarað fólki sem heldur því fram að tveir plús tveir séu sex, vegna þess að plúsinn sé tvö strik og bæta þeim við tvo og tvo.

Þjóðin finnur ágætlega á eigin skinni hvernig þjóðarbúskapurinn gengur. Væri ríkisstjórnin að bæta hag þeirra sem höllum fæti standa, þá myndu hagsmunahópar þeirra styðja stjórnvöld með ráðum og dáð og gæta þess að hún yrði sem lengst við völd. En Hagsmunasamtök heimilanna og fleiri samtök fordæma verk ríkisstjórnarinnar, það segir sitt.

Álit og útreikningar prófessors á góðum launum endurspeglar ekki hagsmuni þeirra sem lægstar tekjur hafa. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áttar þú þig ekki á því hversu fíflalegur þú verður þegar þú sérð allt að hjá öðrum flokkum.. telur þá versta af öllu.. en sérð svo ekki að þinn eigin flokkur rústaði íslandi.

Þú getur ekki staðið uppréttur á meðan þú gælir við 4flokkinn... þú verður að hætta því eða virka sem hræsnari

DoctorE 4.9.2012 kl. 12:07

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér DoctoE, enn einu sinni staðfestir þú að ég er á réttri braut, raunar svo vel að ég gæti hæglega ofmetnast væri ég ekki svona jarðbundinn.

Jón Ríkharðsson, 4.9.2012 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband