Fimmtudagur, 29. nóvember 2012
Í hverju er vígamennskan fólgin?
Í kjölfar prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fór um síðustu helgi birti DV umfjöllun um vígaferli Jóns Magnússonar gegn Illuga Gunnarssyni og var Jón talinn einn helsti stuðningsmaður Guðlaugs Þórs.
Mér þótti undarlegt að sjá þessa umfjöllun í DV í ljósi þess að við Jón Magnússon tölum oft saman enda góðir vinir til fjölda ára.
DV hefur verið hrósað fyrir vandaða rannsóknarblaðamennsku og í ljósi þess fór ég að hafa áhyggjur af nafna mínum og vini. Þar sem enginn getur flúið aldurinn sem kemur með árunum, þá datt mér í hug, hvort minn góði vinur væri orðinn geðstirt gamalmenni sem hefði þörf fyrir að ráðast á flokksfélaga sína. Ég ákvað að hringja í hann og athuga hvort geðillska og þörf til mannvíga væri farinn að hrjá hann, en sem betur fer kom í ljós að Jón Magnússon var mjög jákvæður og hress, eins og hann er alla jafna. Sökum fjarvista og anna, þá höfum við nafnar lítið talað saman lengi en ég var ánægður að komast að því að minn góði vinur er ennþá nokkuð heill til líkama og sálar.
Það kom honum mjög á óvart að DV skuli hafa haldið þessu fram, því hann hefur alltaf brugðist hart til varnar fyrir Illuga, m.a. þegar á hann var ráðist vegna stjórnarsetu hans í sjóði 9.
Ekki kannaðist nafni við að hafa barist gegn Illuga í prófkjörinu og heldur ekki við að hafa verið í bandalagi með Guðlaugi Þór.
Gaman væri ef sá sem að skrifaði þessa frétt í DV myndi útskýra nákvæmlega í hverju þessi vígaferli eru eiginlega fólgin.
Athugasemdir
Ég sá nú ekki þessa frétt í DV en hún er sjálfsagt álíka gáfulegt og annað sem þar er að finna. Ég er hvorki geðstirður né gamalmenni nafni. Ég er pólitískur vígamaður það er sjálfsagt það eina sem er rétt í frétt DV og ég studdi Gulla sérstaklega vegna þess að mér finnst hann hafa verið einn vaskasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðunni. Stuðningur við einn er ekki endilega andstaða við annann eða það maður styðji ekki viðkomandi. Það er alveg rétt ég hef alltaf tekið málefnalega á ávirðingum sem að Illuga og Guðlaugi hefur verið beint og varið þá báða þar sem þeir eiga það skilið. Það er nú sannleikurinn í málinu. Sérkennilegt hvað DV hefur mikinn áhuga á mér. Ef til vill vegna þess að ég bloggaði um óhróðurinn sem þeir beindu að Gulla í heila viku stanslaust fyrir prófkjör.
Jón Magnússon, 29.11.2012 kl. 16:25
Ekki þekki ég neitt til Jóns Magnússonar en ég þekki til nokkuð margra sem hafa átt samskipti við hann á einn eða annan hátt. Allir þessir aðilar bera honum góða söguna og miðað við það sem þessir aðilar segja þá tel ég að ekki sé möguleiki á því að nokkuð sé hæft í þessum ásökunum..............
Jóhann Elíasson, 29.11.2012 kl. 16:34
Enda hef ég aldrei orðið var við geðillsku hjá þér nafni, vissi eiginlega ekki hvaðan á mig stóð veðrið þear ég las þessa frétt.
Ástæðan fyrir því að ég orðaði þetta á þennan veg er sú, að ég hef aldrei heyrt þig halmæla Illuga, vissi reyndar ekki um stuðning þinn við Gulla því við höfum ekki náð að spjalla saman allt of lengi. En ég er sammála því, Guðlaugur Þór er mjög öflugur þingmaður, um það deilir enginn og þú veist líka að við Guðlaugur Þór erum mjög góðir vinir, það er líka got á milli mín og Illuga þótt ég þekki hann ekki eins vel og Guðlaug Þór.
Þú ert síungur og fjarri því að vera gamalmenni. Ekki hleyp ég eins hratt upp öll fjöll landsins og þú og margir yngri menn hefðu ekki við þér,árin sem menn lifa segja ekki allt.
Ekki skil ég þankagang þeirra hjá DV og hvað fyrir þeim vakir, þessi frétt vakti athygli mína og þess vegna hrngdi ég í þig til að segja þér frá henni.
Jón Ríkharðsson, 29.11.2012 kl. 18:03
Ég hef þekkt Jón Magnússon í rúman aldarfjórðung og það er eitt á hreinu varðandi hann.
Nafni minn kemur alltaf hreint fram og hann kemur aldrei til með að ráðast á menn úr launsátri. Ef hann er ósáttur við menn þá segir hann það hreint út og það fer ekkert á milli mála.
Væri hann eitthvað á móti Illuga, þá hefði hann örugglega bloggað um það.
Þú fregur réttar ályktanir varðandi hann, þeir sem skíta hann út vita ekki hvaða mann hann hefur að geyma, en það veit ég.
Jón Ríkharðsson, 29.11.2012 kl. 18:07
Ég tel að Jón Magnússon sé með vandaðri mönnum. Það að taka upp hanskann fyrir einhvern sem á í vök að verjast, er ekki endilega árás á samherja hans. En þeir sem hafa gaman af að gera sér smjör úr slíku, lýsa best sjálfum sér og kunna ljósleg ekki að gera sér laxerolíu, hvað þá gott smjör.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.11.2012 kl. 18:20
Tekur einhver mark á DV. ?.
Sigi 30.11.2012 kl. 09:31
Tek undir það sem þú segir Hrólfur.
Jón Ríkharðsson, 30.11.2012 kl. 09:42
Veit ekki Sigi, ég hef aldrei gert það. Oft hef ég lesið fréttir sem standast ekki t.a.m. af landsfundum Sjálfstæðisflokksins sem ég hef setið.
Jón Ríkharðsson, 30.11.2012 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.