Sunnudagur, 16. desember 2012
Sögufölsun?
Sagnfræðinemar sem tilheyra félaginu Fróða virðast ekki mjög fróðir um væntanlegt starfsvið sitt, ef tekið er mið af ummælum þeirra varðandi "sögufölsun" hjá Sjálfstæðisflokknum. Í hverju var svo þessi sögufölsun fólgin?
Jú, tekin var út klausa þar sem fjallað var um aðdáun sjálfstæðismanna á útrásinni á hinum svokallaða góðæristíma sem ríkti fyrir hrun. Vitanlega var rétt að taka klausuna út, enda er hún klaufaleg og vitlaus, ekkert athugavert við það að laga til á heimasíðu flokksins til að gera hana áferðarfallegri.
Það vita það allir að sjálfstæðismenn flestir eins og fleiri voru staurblindir á raunveruleikann á meðan dansað var í kring um gullkálfinn og flestir voru á því að fjárstreymið mikla tæki engan enda.
Hægt er að finna mörg klaufaleg ummæli sjálfstæðismanna ef að er gáð, m.a. sagði fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins; "sjáið þið ekki veisluna drengir?". Ekki er þetta sagt honum til hnjóðs, heldur verið að benda á blinduna sem ríkti á þessum tíma.
Sjálfstæðismenn gerðu fjölmörg mistök sem við könnumst fyllilega við. Hækkun á lánshlutfalli íbúðarlána Íbúðarlánasjóðs var snargalin, mér og fleirum sjálfstæðismönnum þótti það bara flott á sínum tíma.
Hægt er að finna pistil á Pressunni sem Þorgerður Katrín skrifaði þann 17. apríl árið 2010, en þar lýsir hún ágætlega heimskunni sem ríkti í flokknum á þessum tíma og hún dregur ekkert undan.
Við sjálfstæðismenn vitum mjög vel að heimskan heltók okkur algerlega á þessum tíma, en heimskan er lævís bæði og lipur, hún leggst á alla jafnt ef fólk gleymir sér eitt andartak.
Að sjálfsögðu viðurkennum við ekki að hafa valdið hruninu, enda væri það út í hött. Hrunið var óhjákvæmileg afleiðing þess ástands sem ríkti og má lesa um í fyrsta bindi rannsóknarskýrslunnar.
Ef að heimasíða Sjálfstæðisflokksins er orðin aðalheimild sagnfræðinga framtíðarinnar, þá er illa komið fyrir þeirri stétt. En á þeirri síðu er engin fölsun á sögunni og heldur engar markverðar heimildir fyrir sagnfræðinga.
Athugasemdir
það varð ekkert Sjallahrun.
þetta var bara vondur draumur sem gerðist aldrei í raun.
Las það í Sjalla/LÍÚ-Mogga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.12.2012 kl. 01:35
Alltaf jafn flottur og hnyttinn í tilsvörum Ómar, en þú gleymdir einum góðum frasa.
Þú gleymdir að geta þess að ég væri innbyggi, en það er víst ekki hægt að muna allt.
Jón Ríkharðsson, 16.12.2012 kl. 03:26
Ég verð að játa að ég er svolítið efins um það þetta sé gott blogg hjá mér, DoctorE hefur ekki mætt til að hrósa mér, samt fjallaði ég svolítið um Sjálfstæðisflokkinn á jákvæðum nótum.
Hann er kannski að undirbúa jólin og hefur ekki tíma til að fylgjast með mér, það verður þá bara að hafa sinn gang.
Jú, jú, þetta er fínt hjá mér, doktorinn er annaðhvort lasinn eða upptekinn við að skoða önnur blogg um Sjálfstæðisflokkinn eða Guð, það skrifa margir um Guð á þessum tíma árs.
Jón Ríkharðsson, 16.12.2012 kl. 03:30
Jón það er ekkert annað en sannleikskorn í þessu hjá þér og hvergi að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sé í afneitun í dag að ég tel. Málið er hvað ætlum við að læra af þessu og hvernig...
Það er öllum ljóst að hrunið hér á landi er ekki bara bundið hruni á Íslandi heldur hruni út um allann heim svo hversu mikið Sjálfstæðismenn hér frá Íslandi eiga þátt í þessu annað en að spila með er erfitt að segja en ljóst að allir spiluðu með stóru myndinni...
Fyrir mér er málið hvað ætlum við að læra af þessu og hvernig getum við tryggt að svona gerist ekki svo glatt aftur...
Hvað olli þessu hruni í raun og veru annað en geggjuð græðgi á ávöxtun peninga sem fór algjörlega úr böndunum er erfitt að sjá en gæti verið punktur til að byrja á nýrri byrjun í hvernig við viljum og þurfum að hafa peningakerfið okkar...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.12.2012 kl. 08:35
Sé eigi tilganginn í því að taka fram sérstaklega að þú sért innbyggi.
þú ert aðallega að fjalla um sögufölsunaráráttu ykkar sjalla. það er vel vitað að sjallar víla ekki fyrir sér sögufalsanir og þeirra saga ein samfelld sögufölsun. þessvegna kemur ekkert á óvart sögufalsanir þeirra viðvíkjandi Sjallahruninu.
það sem kemur sífellt á óvart er óskamfeilt þvaður þeirra og hrottalygi sem þeir nota við að berja sögufalsanir sínar inní vesalings innbyggjara hérna með própagandarörum sérhagsmunaklíka. það er það sem vekur undrun. Ennfremur samviskuleysi þeirra og siðleysi þegar þeir í framhaldinu tæma alla sjóði og rústa reglulega þessu aumingjans landi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.12.2012 kl. 11:21
Þú ert eins og hver annar trúarnötti þegar það kemur að sjálfstæðisflokknum Jón. Ég er viss um að topparnir í flokknum hlægja að þér þegar enginn sér til
DoctorE 16.12.2012 kl. 12:38
Sammála þér Inga mín.
Jón Ríkharðsson, 16.12.2012 kl. 14:36
Flottur Ómar Bjarki, núna komstu með eitthvað kjarnyrt, fyrri athugasemdin var svo máttlaus.
Æ, það er íhaldssemin í mér að vilja sjá þig rita orðið "innbyggi", ég er jú íhaldsmaður að upplagi. Þú skrifaðir orðið og mér líður vel að sjá það, þetta orð er svona einkennandi fyrir þinn karakter og þu´mátt helst ekki klikka á því.
Jón Ríkharðsson, 16.12.2012 kl. 14:40
Mikið gladdir þú mig núna minn kæri DoctorE, mig langar næstum til að biðja Guð að blessa þig en þér er víst lítil þægð í því.
Þú hrósar mér alltaf svo mikið, núna segir þú að forystumenn flokksins hlægi að mér þegar enginn sér til.
Þeð bendir þá til þess að forysta Sjálfstæðsiflokksins dýrkar mig og dáir, tja þau hugsa vonandi hlýlega til mín, en það er ofmælt að segja þau dýrka mig.
En takk fyrir að bregaðst mér ekki, ég veit þá að ég er á réttri leið:)
Jón Ríkharðsson, 16.12.2012 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.