Sunnudagur, 16. desember 2012
Græðgin gerir fólk að þrælum.
Setningin "græðgi er góð" var skrifuð í handrit að bíómynd sem ber heitið "Wall street" og tilbúin persóna sem átti að vera blinduð af græðgi var látin mæla hana af vörum.
Ekki er að spyrja að heimskunni í þeim sem mest tjá sig um frjálshyggju, þeir trúa því að þetta sé æðsta boðorð frjálshyggjumanna.
Sá sem að þjáist af græðgi getur tæpast talist frjálshyggjumaður, því þeir sem aðhyllast frjálshyggju vilja búa við frelsi.
Raunar má segja að lesskilningur andstæðinga frjálshyggjunnar sé ekki upp á marga fiska, stundum tjá frjálshyggjumenn sig klaufalega og segja að græðgi sé góð. Ef heildarmyndin er skoðuð, þá er auðvelt að átta sig á hvað átt er við.
"Græðgi" táknar raunverulega metnað í skrifum margra frjálshyggjumanna.
Sá sem að þráir peninga heitast af öllu, hann getur ekki verið frjáls. Hann þarf stöðugt að hugsa um peninga og að lokum missir hann af öllu því fallega og góða sem lífið hefur upp á að bjóða.
Þeim sem langar til að kynna sér staðreyndir ættu að telja auðmenn í röðum frjálshyggjumanna, þeir eru ekki margir. Í USA er flokkur frjálshyggjumanna til og hann telst áhrifalítill jaðarflokkur.
Á Íslandi er til félag frjálshyggjumanna og þar eru m.a. ég sem hef verið verkamaður á sjó megnið af starfsævinni og ungir menntamenn.
Við frjálshyggjumenn viljum forðast græðgina því hún eyðileggur það sem er okkur svo dýrmætt.
Frelsið.
Athugasemdir
Sá sem að þráir peninga heitast af öllu, hann getur ekki verið frjáls. Hann þarf stöðugt að hugsa um peninga og að lokum missir hann af öllu því fallega og góða sem lífið hefur upp á að bjóða.
Í þessu er mikil speki fólgin Jón. Takk annars fyrir góðan pistil.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 11:45
Takk fyrir hlý orð í minn garð Ásthildr mín, sendi góðar kveðjur vestur á Ísafjörð:)
Jón Ríkharðsson, 16.12.2012 kl. 14:14
Áttu meir en sjö hluti, þá eiga hlutirnir þig.
Kínverskt máltæki.
V.Jóhannsson 16.12.2012 kl. 22:18
Takk Jón minn sömuleiðis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 22:25
flott
Málfundafélagið Óðinn, 28.12.2012 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.