Áhrifaríkasta lygi Íslandssögunnar.

Í kjölfar þess hruns, sem varð á fjármálamörkuðum heimsins fóru spunameistarar vinstri flokkanna á fullt að semja sannfærandi lygi, til þess að SF og VG kæmust loksins til valda, en þjóðin hafði að sjálfsögðu hafnað þessum flokkum eftir að hún fékk að kynnast því hvernig sjálfstæðisstefnan virkar í raun.

Það er afrek út af fyrir sig, að takast að blekkja stóran hluta þjóðarinnar þegar flestir hafa netaðgang og kunna að slá inn "Google" og lesa þær upplýsingar sem birtast þar. En leti fólks og trúgirni gerir það að verkum, að spunameistarar hafa frítt spil og segja má að forverar þeirra hafa dyggilega náð að sverta Sjálfstæðisflokkinn, þannig að eftirleikurinn er ekki flókinn.

Samfylkingin t.a.m. hefur náð að fela það nokkuð vel, að sá ágæti flokkur tók fullan þátt í því sem þau kalla "nýfrjálshyggju" í dag og þar kom Sjálfstæðisflokkurinn hvergi nærri. Á landsfundi SF árið 2007 var m.a.  gerð ályktun sem ber yfirskriftina "Traust og skapandi atvinnulíf".

Í 9. grein segir orðrétt: "Skapa hagstætt rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki í fjármálaþjónustu sem standist fyllilega samkeppni við það sem best gerist í öðrum löndum". Það er erfitt að skilja hvað jafnaðarmannaflokkur er að fara, þegar hann setur sér þá stefnu að vilja skapa hagstæðara rekstrarumhverfi fyrir fjármálafyrirtæki á tímum, þar sem fjármálageirinn skilaði methagnaði ár eftir ár. Nýfrjálshyggjan er nærtækasta skýringin, en samfylkingarfólk boðaði hana af meiri krafti árið 2007 en innblásinn trúboði boðar kristna trú.

Ráðherra bankamála dásamaði bankanna og útrásina í viðtölum, en hann kom úr vinstri armi flokksins, þannig að ekki fer á milli mála hvað nýfrjálshyggjan hafði sterk ítök í flokki jafnaðarmanna árið 2007.

Svo hrundu allir bankar árið 2008 og sparisjóðir flestir hrundu líka. Trúgirni fjöldans var slík, að spunameisturunum tókst að sannfæra marga um að hægt væri að kenna einkavæðingunni um. Ef einkavæðingin hefði valdið hruninu, þá er líklegt að eingungis tveir bankar á Íslandi hefðu hrunið.

En hverjar eru þá orsakir hrunsins?

Sagt er ágætlega frá því í skýrslu Rna, sem allir dásama en fáir hafa lesið. Ef flett er á bls. 58. í fyrsta bindi skýrslunnar, þá er auðvelt að átta sig á þeim. Gríðarlegt magn af fjármagni hafði myndast víða og leitaði ávöxtunar. Á sama tíma ríkti ofurtraust á mörkuðum því enginn stór banki hafði fallið ansi lengi. Í framhaldinu komu nýjar og áður óþekktar fjármálaafleiður ásamt undirmálslánunum í USA.

En er þá ábyrgð sjálfstæðismanna þá engin? Jú, hún er sannarlega mikil og því miður veru gerð mörg mistök, bæði afdrifarík og stór.

Frá árinu 1991 höfðu ríkisútgjöld aukist um hundruðir milljarða, hjá ríki og sveitarfélögum, báknið þandist út og opinberum störfum fjölgaði meira en góðu hófi gegndi. Flokkurinn stór ekki nógu vel við sína stefnu og lærði ekki af sínum merku frumherjum, sem þekktu lífið og heiminn í sínum tærustu myndum. Þeir gleymdu þeirri staðreynd, að þegar kemur mikil uppsveifla, þá kemur alltaf mikil kreppa, fyrirhyggjan var af skornum skammti.

En alltaf þegar sagan er skoðuð, þá standa sjálfstæðismenn sig ávallt best. Skuldir voru greiddar niður og það kom sér vel, einnig framkvæmdu sjálfstæðismenn, í samstarfi við marga, þá miklu snilld sem í neyðarlögunum felst. En það var ekki sjálfgefið að þau myndu standast en oft þarf að taka áhættu og hjá skynsömum mönnum heppnast áhættan oftast eins og síðar kom í ljós. Hægt er að segja að betra hefði verið að hafa ákveðið hámark á innistæðum sem tryggðar voru af ríkinu, en það gengur bara betur næst. Fáir eru svo lánsamir að geta tekið kórréttar ákvarðanir í óþekktum aðstæðum, sjálfstæðismenn eru jú mannlegir eins og hinir, en þeir hafa stefnuna framyfir aðra.

Ef aðferðir Jóns Þorlákssonar hefðu verið teknar til fyrirmyndar, en hann var einn af höfundum sjálfstæðisstefnunnar og hún var hans lífsstefna, þá stæðum við mun betur að vígi í dag.

Þegar Jón Þorláksson var fjármálaráðherra, þá skar hann niður í góðæri og fækkaði opinberum störfum. Þegar kreppti að var hægt að setja opinbert fé í framkvæmdir til að verja hagvöxt. Það er sjálfstæðistefnan í efnahagsmálum og óskandi að henni verði fylgt um ókomna tíð.

Þá þarf þjóðin engu að kvíða.

Kjósendur verða að lesa sér til og kynna sér staðreyndir. Um leið og þeir ná að sannfæra fólk um lygina, þá kemur vinstri stjórn og þjóðin hefur varla efni á að búa við fleiri ár með vinstri flokkanna í valdastólum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Jón minn; æfinlega !

Mér sýnist nú; sem þessarri flokks ónefnu, sem dirfist að kenna sig við Sjálfstæði - OG HEFIR ALLS EKKI EFNI Á ÞVÍ; hafi verið sér sjálfum hjálplegastur, að koma sér ofan í skíthaug þann, sem hann nú dvelur í, og mun lengi enn, gera, að óbreyttu.

Það er vanzi mikill; af þinni hálfu Jón, að reyna að klína óförum þessa flokks fjanda, á vinstri úrhrökin, því þau eru ekki gagnleg til þess, að merja undan öðrum - og ALLS EKKI sjálfum sér, án utanaðkomandi aðstoðar, fornvinur góður.

Við báðir; vitum betur en svo, Jón minn.

Vinstra drazlið; er vonandi eitthvað tímanlegt, sem hverfur úr okkar Sólkerfi, hið snarasta - því auðveldara, verður miðju- moðið þitt viðfangs reyndar; eftir það.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 26.12.2012 kl. 17:30

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll fornvinur kær og þakka þér fyrir að deila skoðunum þínum með mér.

Ég þekki þær flestar og virði, því illt væri ef allir hugsuðu eins.

Ég sé ekki, frekar en áður, tilefni til andsvara við þínum skoðunum. En vill nota tækifærið og óska þér gleðiríkra jólahátíðar með einlægri von um að þú eigir góðar stundir með þínu fólki.

Bestu kveðjur frá Grafarvogi austur fyrir fjall, sem jafnan/

Jón Ríkharðsson, 26.12.2012 kl. 17:40

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég mundi ekki segja að þeir hafa náð að "sverta" Sjálfstæðsiflokkinn. Hann mælist með langstærsta fylgi í skoðanakönnun. Meira en ríkisstjórnarflokkarnir tveir til saman.

Samfylkingin var ekki með nýfrjálshyggju á stefnuskránni. Hún aðhyltist Blairisma einsog allir vita.

En Sjálfstæðisflokkurinn aðhyltist frjálshyggju. Svo betur fer enda er það langbesta stefna sem stjórnmálaflokkur getur haft. Lækka skatta, minnka hið opinbera og þannig leysa kraftinn úr einstaklingum.

Sjáflstæðisflokkur er frjálshyggjuflokkur sem stiður einstaklingsfrelsi. X-D 2013. Eina vitið.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.12.2012 kl. 19:07

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En ég tek undir það að Sjálfstæðsiflokkurinn var ekki nógu frjálslyndur.

Báknið þanndist út... það eru stærstu mistök Sjálfstæðisflokksins.

Svo á að sjálfsögðu ekki að bjarga bönkunum með skattfé. Bankar geta farið á hausinn einsog önnur fyrirtæki... án þess að skuldaklafir færist yfir á almennings.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.12.2012 kl. 19:10

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir þitt innlegg Sleggja og hvellur. Ég hef það á tilfinningunni að við erum sammála að öllu leiti, varðandi þetta mál og greinilega erum við báðir mjög miklir frjálshyggjumenn en sjálfur er ég í frjálshyggjufélaginu og berst fyrir frjálshyggjunni í sinni tærustu mynd.

Ég er sammála því að ríkið á eki að ábyrgjast einkafyrirtæki og heldur ekki banka, en haustið 2008 sköpuðust sérstakar aðstæður sem kölluðu á snör viðbrögð. Ég efast um að annað hefði verið hægt en að setja peninga í bankanna og ábyrgjast innistæður, það hefði bara ekki átt að ábyrgjast allt, heldur setja þak á upphæðina sem hver innistæða fékk.

Varðandi Samfylkinguna, þá er það rétt sem þú segir með Blairismann, ég vissi það að sjálfsögðu. En þau hafa klínt þessari andskotans nýfrjálshyggju upp á Sjálfstæðisflokkinn, en nýfrjálshyggja er eiginlega ekki til sem stefna, eins og þú veist. Til að sýna fram á hræsnina í samfylkingarfólki eftir hrun, þá bendi ég stundum á að þeir hafi verið haldnir nýfrjálshyggju þvú þeirra ummæli, stefna og gjörðir á sínum tíma hljóma við þessa svokölluðu nýfrjálshyggju sem þau skammast hvað mest út í.

Það þarf að þróa fjármálakerfið þannig, að bankar útbúi sannfærandi innistæðutryggingarkerfi fyrir sína viðskiptavini og ríkið á hvergi að koma nálægt því. Bankarnir sjá svo um að öðlast traust hjá sínum viðskiptavinum og hinn almeni borgari passar sig svo á að velja rétta bankann. Ef hann fer á hausinn, nú þá hefur fólk bara valið vitlaust og fær væntanlega eitthvað bætt úr tryggingasjóðum bankanna. Ríkið getur ekki og á ekki að reyna að tryggja alla hluti.

Jón Ríkharðsson, 26.12.2012 kl. 20:14

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

víst þú ert í frjálshyggjufélaginu þá mæli ég með því að bæta vefþjóðviljan.

þetta er orðið einsog fulgahvísl vol 2. Bara verið að pöntast í ríkisstjórnina og bloggið þarna er á mjög lágu plani.

Ég les enga frjálshyggjuboðskap þarna... þó að bókabúð Andríkis sé mjög góð.

En reynið frekar að boða boðskap frjáhshyggjurnar t.d með að þýða greinaru uppúr Reason Magazine og linka á þætt með John Stossel. Þeir eru í heilu lagi á youtube...

Stundum þegar maðr er að lesa vefþjóðviljan þá veit maður ekki hvort maður er á AMX.is eða heimssýn.is

Sleggjan og Hvellurinn, 26.12.2012 kl. 21:22

7 identicon

Mér finnst alltaf gaman og uppbyggilegt að lesa pistlana þína Jón Ríkharðsson, þeir eru að mínu viti réttlátir og uppbyggilegir. Í þessum pistli hittir þú naglann á höfðið sem fyrr.

Það er fáránlegt hvernig þessi ríkisstjórn og viðhlægjendur hafa komist upp með klína öllu sem miður fer í heiminum öllum - og ekki síður sem hjá þeim sjálfum á Sjálfstæðisstefnuna og Sjálfstæðismenn.

Og hreint og beint ljótt hvernig þau hafa nýtt tækifærið meðan þjóðin þeirra er í nauðum að troða sínum langþráðu hugðarefnum að í nafni fyrstu - og líklega síðustu vinstri stjórnar sem hér ríkir væntanlega heilt kjörtímabil úr þessu. Illu heilli.

Það vill nefnilega svoleiðis til að ég þekki til í stjórnsýslunni og veit fyrir víst að þetta vinstra lið er ekki hótinu betra - verra ef eitthvað er. Það eru ráðnir vinir og ættingjar hægri vinstri án auglýsinga, milljörðum eytt í eigin hugðarefni og einstaklingar sem kenna sig við vinstri hugsjón ofar öllu heimta aukagreiðslur frá ríkinu fyrir minnsta viðvik. Og fá - umyrðalaust.

Ef það yrði annað hrun núna þá yrðu þau heldur betur gripin með buxurnar á hælunum. Og brygðust við eins og rugluð hænsni.

Sigrún Guðmundsdóttir 26.12.2012 kl. 21:52

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það á bara að minnka þetta ríkisbatterí. þeir eru bara að sjá um dómstóla og lögguna.

og þeir mega þá rífast alla daga um þá.

ríkið á að vera lítið og veikt

Sleggjan og Hvellurinn, 26.12.2012 kl. 22:31

9 identicon

"En alltaf þegar sagan er skoðuð, þá standa sjálfstæðismenn sig ávallt best"(!)

Ábyrga efnahagsstjórnin hans Geirs H. Haarde var sannarlega algjör snilld (les: djöfulsins snilld), J.R.R. Það er nákvæmlega sama hvernig blámenn reyna að barna Íslandssöguna, staðreyndin er einfaldlega sú að sjáLfstæðisFLokkurinn leiddi Hrunstjórnina. Ennfremur er það staðreynd að íslenska þjóðin tók sig til og henti vanhæfri ríkisstjórn út úr Stjórnarráðinu.

Hins vegar er það rétt athugað að stjórnarsamstarf sjálfspilltra og samspilltra lagði lokadrögin að Hruninu. Fyrir undarlega gráglettni örlaganna varð það hlutskipti samspillingarinnar að leiða "norrænu velferðarstjórnina." Sú staðreynd segir hins vegar meira um gagnsleysi og úrkynjun íslenska flokkakerfisins en vilja kjósenda. Íslendingar hafa nefnilega ekkert val - annað en fjórFLokkinn - þegar kemur að kosningum!

Hilmar Hafsteinsson 26.12.2012 kl. 23:55

10 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Hilmar stórfrændi minn Hafsteinsson !

Þó svo; ég vilji þekkjast góðar kveðjur Jóns stórvinar míns síðuhafa; mér og mínu fólki til handa, vil ég varpa áþekkum til hans, honum; og hans góðu fjölskyldu til handa, ekki síður, en til annarra, hér í umræðunni.

Hængur Jóns Ríkharðssonar; er sá hinn stærsti - að henn er gjörsamlega rökheldur, þá reynt er að leiða honum fyrir sjónir, hvers lags ''vini'' hann velur sér, í stjórnmálalegum skilningi, og því reyni ég ekki frekar, að tjónka við hann, í þeim efnum, Hilmar minn.

Ráðlegg þér; sem öðrum, sem leiða vilja Jón, af sinni glapstigu, að láta alveg vera, eftirleiðis.

Hann verður sjálfur; að fá augum litið skímuna - handan hinna dimmu ganga, Hilmar frændi, aldeilis.

Ekki síðri kveðjur; þeim hinum - og fyrri /   

Óskar Helgi Helgason 27.12.2012 kl. 00:23

11 identicon

Afsakið; innsláttarvillur nokkrar, sökum fljótaskriftar minnar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason 27.12.2012 kl. 00:44

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sleggja og Hvellur, það skemmtilegasta við frjálshyggjuna er, hvað frjálshyggjumenn hafa ólíkar skoðanir á henni.

Ég virði þínar, en er þokkalega sáttur við Vefþjóðviljann og er stjórnarmaður í Heimssýn. En ég þykist vita að þú hafir aðrar skoðanir á ESB málunum en ég. Ég hef gaman af AMX, finst þeir skemmtilega kjaftforir og frakkir. Oftast hafa þeir rétt fyrir sér, en fara stundum framúr sér eins og ögrandi fólk gerir gjarna.

En þú heldur endilega áfram að boða þína sýn á frjálshyggjuna og ég mína. Eitt það besta sem sagt hefur verið af frjálshyggjumanni sem flestir frjálshyggjumenn virða var sagt af Milton Friedman; "ólíkar skoðanir bæta heiminn". Menn eiga að skiptast á skoðunum, en ekki þræta og reyna að breyta skoðunum hvers annars, það er aldrei hægt og á ekki að gera.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2012 kl. 00:48

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð Sigrún og áhugavert innlegg. Ég get tekið undir allt sem þú segir og það merkilega er, að vinstri flokkarnir gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn fyrir margt í stjórnsýslunni sem þeir gera nákvæmlega eins og oftast verr.

Þú hefur oft komið eð góð komment á blogg hjá mér og hefur augljóslega ágæta þekkingu á því sem þú talar um. Ekki veit ég hvort þú ert á Facebook, en þar eru flestir. Ef svo er, þá hvet ég þig til að senda mér vinabeiðni því það eru oft ansi fjörugar umræður á síðunni minni þar og ég hef alltaf gaman af að fá skemmtileg komment þar líka.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2012 kl. 01:02

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hilmar, þú hefur sagt þínar skoðanir á þessum málum og þær koma ekkert á óvart.

Ekki nenni ég að bregðast frekar við þeim, setti mér það áramótaheit að forðast þrætur og ef menn sleppa því að ráðst á mína persónu, þá geta menn sagt hvað sem er.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2012 kl. 01:03

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Við eigum það víst sameiginlegt Óskar minn Helgi, að vera ansi stífir á meiningunni og það er vonlaust að breyta okkur.

Ef við hittumst á efsta degi og ef hann kemur yfirhöfuð, þá vitum við hvor hafði rétt fyrir sér í þessari umræðu.

En þetta var gott heilræði til frænda þíns, mínum skoðunum verður ekki breytt, nema þá helst að menn geti bent á skotheldar heimildir en slíkt er nær óþekkt á þessum umræðuvettvangi. Tifinngaleg rök vega ekki þungt.

En ég sendi þér að sjélfsögðu mínar bestu kveðjur eins og ávallt, því alvöru vinátta er hafin yfir pólitískar deilur og dægurþras. Við virðum hvern annan og það skiptir máli.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2012 kl. 01:07

16 identicon

Árið og friðinn, Óskar Helgi ættarsómi! Að sönnu er Nonni blámaður óforbetranlegur, en það breytir ekki því að ég tel bæði rétt og skylt að leiðrétta sjálfspilltu FLokkslygina sem vellur úr pennum fálkanna. Þessir Eimreiðarsnillingar sem hertóku gamla Sjálfstæðisflokkinn með nýfrjálshyggjurugli og ofsastjórn DO eiga það sannarlega skilið að þjóðin taki í hnakkadrambið á þeim og hristi úr þeim Hannesarlygina.

Nonni, stórvinur þinn, Ríkharði er bara enn eitt dæmið um bláeygan blámann sem er heltekinn af hjarðmennskunni og er tilbúinn að fylgja N-1 formanni FLokksins fyrir björg. Sér er nú hver Vafningurinn!

Megi sólin halda áfram að rísa upp yfir Árnesþingi kæri frændi. Þar ríða höfðingjar um héruð og misindismenn leggja frá sér vopnin, sjálfviljugir.

Hilmar Hafsteinsson 27.12.2012 kl. 11:42

17 Smámynd: Jack Daniel's

Ég hef nú sjaldan lesið meira kjaftæði en þessa svokölluðu grein þína.

Hverjir voru það annars sem seldu ríkisbankana vildarvinum sínum, lögðu niður eftilitsstofnannir sem komust ekki að sömu niðurstöðu og þáverandi forsætisráðherra?

Hverjir voru það sem breyttu lögum og reglum þannig að eigendum bankana var ekkert auðveldara en að búa til falsað hagkerfi sem velti þúsundum miljarða af peningum sem ekki voru til í formi hlutabréfa og falsaðra pappíra?

Að reyna að ljúga sig frá þessu með því að koma sökinnni á aðra en þá sem ábyrgðina bera sýnir bara skítlegt eðli og siðleysi þess sem þannig skrifar.

Helstefna Sjálfstæðisflokksins mun halda áfram svo lengi sem til eru heimskingjar sem trúa því sem frá flokknum kemur.

Jack Daniel's, 27.12.2012 kl. 14:35

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

J.D.

Var það ekki ákvæði í EES samningnum sem gerði það að verkum að bankar máttu ekki vera í eign Ríkisins?

Var það ekki ákvæði í EES samningnum sem auðveldaði eigendum bankana auðveldara að búa til falsað hagkerfi?

Voru það ekki jafnaðarmenn (Jón Balvin Hannibalsson) sem settu þrísting á stjórnmálakerfið til að koma Íslandi í EES?

Var það ekki Vigdís Finnbogadóttir sem kom í veg fyrir að almeningur fengi að kjósa um hvort Ísland samþykkti að EES ingangan næði fram að ganga?

Síðan ég man eftir mér þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei haft hreinan meirihluta, þannig að ekki getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað gert þetta nema með samþykki annara flokka Alþingis, eða sátu allir hjá í þessum bankasöluákvörðum nema þingmenn Sjálfstæðisflokksins?

Bara bull hjá þér og Sjálfstæðisflokks hatur því miður.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 27.12.2012 kl. 15:23

19 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir að taka af mér ómakið Jóhann minn. Ef þú ert á Facebook, endilega sendu mér beiðni, ég hef alltaf þörf fyrir fleiri góða vini á fésinu.

Satt að seja nenni ég ekki lengur að svara svona mönnum, það bíta engar staðreyndir á þá og þeirra réttur er að vera fastir í lyginni.

Sendi þér og þínum kærar kveðjur til Las Vegas, frá Grafarvogi í Reykjavík og óska þér gleðiríkra jóla.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2012 kl. 15:51

20 identicon

Það er haft eftir Einstein að ekkert sé óendanlegt nema himingeimurinn og mannleg heimska - reyndar bætti hann víst við að hann væri ekki viss með óendanleika himingeimsins!

Jóhann, blámaður, Kristinsson sýnir hér klárlega að Einstein hefur rétt fyrir sér. Bubbi blámannakóngur var sannarlega forsætisráðherra (sjálfspilltir + Kratar) þegar Ísland gekk í EES og hann hélt um stjórnartaumana í öðrum sambræðingi fjórFLokksins (sjálfspilltir + framsókn) þegar Ísland gekk í Schengen.

Við skulum halda því til haga að meirihluti þjóðarinnar var andsnúinn inngöngu í EES en vanhæfur forseti, Vigdís Finnbogadóttir, heyktist á að heimila þjóðaratkvæðagreiðslu um málið - enda var henni fjarstýrt af valdhöfum.

Í dag er það viðurkennt að inngan í EES hafi verið stjórnarskrárbrot, þannig að það er spurning hvort ekki sé ástæða til að ákæra DO fyrir landráð?

Hilmar Hafsteinsson 27.12.2012 kl. 16:03

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvernig virkar "sjálfstæðisstefnan" í raun?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2012 kl. 17:07

22 Smámynd: Jack Daniel's

Ég hef margan heimskingjan séð tjá sig á netinu en þetta sem þú segir Jóhann Kristinsson er svo steikt að maður skilur ekki hvernig hægt er að vera svona heimskur.
Jú við gengum í EES hvenær?  1991 eða 2 var það ekki?
Af hverju var þá ekki farið að einka(vina)væða bankana strax eftir inngönguna?
Af hverju að bíða með það til 2002?
Og voru ekki sjálfstæðismenn og Framsókn í stjórnarsamstarfi þegar þetta var framkvæmt?

Hefði verið einhver snefill af vitglóru í ríkisstjórnarmeðlimum á þeim tíma, hefði verið gengið frá lagasetningum sem hefðu komið í veg fyrir öll þessi dótturfyrirtæki, peningaþvætti, falsaða peninga sem hvergi voru til, krosstengsl, víxltengsl og hvað þetta heitir allt milli fyrirtækja, dótturfyrirtækja, banka og fjármálafyrirtækja.  Einnig sem hefði verið komið í veg fyrir þessi brjálæðislegu kúlulán með einfaldri lagasetningu.

En það var ekki gert vegna þess að það hentaði hinum háu herrum sem stjórnuðu landinu á þessum tíma að koma í veg fyrir allt þetta fjármálasvindl þar sem þeir stórgræddu á því sjálfir.  Skítt með það þó reikningurinn fyrir þessu öllu yrði sendur fólkinu í landinu, fyrirgefðu, skrílnum sem í fáfræði sinni og heimsku, (að mati DO og pótintáta hans) réðust með ofbeldi á alþingi, stjórnarráðið og seðlabankann og hröktu þessa dýrmætu stjórnmálavitringa frá völdum.  Svo ég tali nú ekki um Davíð Seðlabankastjóra, aðalsnillinginn í útrásarherferðinni þegar hann var búinn að gera Seðlabankann gjaldþrota.

Að svona gjallhausar eins og þið Jóhann og Jón sem sjáið ekki staðreyndirnar í þessum málum og hverjir í raun voru svikarar við þjóðina, seldu hana í hendur fjárglæframönnum sem stálu og rændu öllum fjármunum þjóðarinnar með leyfi Davíðs og Co og sendu okkur svo reikninginn skulið ekki skammast ykkar.  Skammast ykkar fyrir að gleypa lygarnar hráar og hrækja þeim svo með eigin viðbjóði framan í heiðarlegt og hugsandi fólk.

Það er til háborinar skammar að telja ykkur til almennings á íslandi því hundar eruð þið.  Varðhundar spillngar, lyga, yfirhylmingar þjófóttra landráðamanna.

Jack Daniel's, 27.12.2012 kl. 20:11

23 identicon

Hún er þrálát sú lygi að það hafi verið farið út í einkavæðingu vegna aðildarinnar að EES. Eigum við ekki bara að leyfa Davíð Oddssyni að hafa lokaorðið varðandi það atriði?

Einkavæðingin hefur nú staðið yfir í rúman áratug. Búið er að selja mikinn fjölda ríkisfyrirtækja á þeim tíma. Áður var t.d. allur fjármálamarkaðurinn bundinn af eignarhaldi ríkisins á viðskiptabönkunum. Nú hafa þeir allir verið seldir og verið er að undirbúa sölu á Landssíma Íslands. Engin krafa var gerð um einkavæðingu í samningnum um EES.

Og varðandi hvar ábyrgðin að inngöngu að EES liggur þá hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn sem var í stjórn þegar farið var út í það að bera þar mikla ábyrgð, alveg óháð því hversu mjög þáverandi flokksforysta (eða stuðningsmenn hennar, fyrir hennar hönd) þykist núna hafa verið á móti því. Er ekki Davíð sjálfur og margir fylgismenn hans einmitt núna að hamast á því að útmála VG sem svikara fyrir að hafa stutt umsóknaraðild að ESB? Þá hlýtur nú það sama að hafa gilt um Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma, eða hvað?

Bleiki pardusinn 27.12.2012 kl. 20:36

24 identicon

Hmmm.  ´Sífellt lengist listinn sem ber landráð upp á DO. Viðskulum ekki gleyma meðreiðasveinum og JÁ hópnum Framsókn. Dabbi og Dóri vildu vera stórir kallar á alþjóðavettvangi og gerðu íslensku þjóðina að meðsekri stríðsþjóð gegn olíuríki af þ´vi að Brandararíkjamenn vildu komst þar inn og framleiða fleiri vopn. Þá HEFÐI átt að drága þá báða fyrir dóm fyrir landráð. Svo getum við spáð í þau brot gegn stjórnarskránni sem eru  þrískipting valdsins. Einhver forsetinn kom á þeirri hefð að formaður þess flokks sem mest fylgi hefði fengi líka að mynda ríkisstjórn. Mig minnir að það hafi verið Eldjárn. Þetta voru auðvita lándráðs brot gegn stjórnarskrarinnar sem kveður skýrt á um þrískiptingu valdsins .  Það eru margar "hefðirnar" núna komnar í tilvist frá þessum stjórnarköllum. Geir Harði varð fúll fyrir þ´vi að hafa svo bara verið dæmdur fyrir að sinna ekki lögum stjóranarskrár við fundargerðir á ríkisstjórnarfundum.   enda alltaf gott að geta sagt, " það gleymdist bara að skrá þetta !" 

Við íslendingar búum við sennilega spilltustu stjórn á jörðinni ef frá eru taldar einhverjar 3 heims einsræðisherra og þaðan af verra  Sjáflstæðisflokkurinn hefur verið síðustu mánuði í óða önn að reyna að endurrita söguna með ótrúlegri frækni , jafnvel sögufölsun a þeirra eigin heimasíðu. Sem betur fer er ennþá hægt að finna upprunalegu upplýsingarnar á netinu. Og þeir eru greinilega með leigupenna og folk eins og Jón bloggara sem á þessa síðu í fullu starfi við að búa til nýjan sannleika sem hentar XD fyrir næstu kosningar.

Það eina sem þjóðina vantar er að fá hak á Kjörseðilinn sem gefur kost á þjóðstjórn utan flokka . Þannig gæti þjóðin sagt upp ykkur pólitíkusum og við farið að stjórna þessu ladni fyrir landið, ekki rassgatið og vasana á stjórnarpakki og vinagenginu.  Eg skora á þig Jón, að hætta núna.  ég get lofað þér að Árni Johnsen verður á undan þér að fá sæti í ríkisstjórn ef svo illa fer að XD komist til valda. Ég hugsa reyndar að BB muni ekki einu sinni eftir þér og flokksdýrkun þinni eftir næstu kosningar. Láttu endilega af þessum skrifum og haltu eftir smá sjálfsvirðingu fyrir sjálfum þér, þú ert ansi fjarri því að ávinna þér virðingu nokkurs manns með svona útúr kú og barnalegum skrifum..  Það sjá allir í gegnum þetta hjá þér .

Frelsarinn 27.12.2012 kl. 21:11

25 Smámynd: Jóhann Kristinsson

J.D.

Þegar menn segja að fólk séu heimskingjar þá vantar eitthvað í röksemd þess manns, en ekki dettur mér nú í hug að bera upp á þig að þú sért heimskur þó svo að ég sé á öndverðum meiði við þitt minni um hvað gerðist.

Ættli að það hafi nú ekki verið aðlögunarími að koma allri reglugerðini í framkvæmd, og svo var og er ESB bætt við reglugerðabáknið mánaðarlega.

En ef að Davíð Oddson hefur framið landráð þá væri Steingrímur J og Jóhanna Sig. löngu búinn að draga Davíð fyrir dóm. En fyrst þau gátu ekki drullast til að draga Davíð fyrir dón, af hverju gerðir þú það ekki sjálfur J.D?

Að vera með stóryrði um annað fólk hefur aldrei hjálpað neinum málstað.

Gleðilegt ár J.D. fylgist með fréttunum um ákæru á Davíð Oddson núna eftir áramótinn skjalfest af J.D.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 27.12.2012 kl. 22:23

26 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jóhann

Þau skötuhjúin Steingrímur og Jóhanna draga fólk ekki fyrir landsdóm heldur Alþingi.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.12.2012 kl. 00:00

27 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Var ekki Geir Haarde dreginn fyrir landsdóm af Steingrími J. og Jóhönnu Sig. eða var hann dreginn fyrir Alþingi?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.12.2012 kl. 01:21

28 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég nenni ekki að eltast við þvætting lengur, en verð að hrósa þeim sem kallar sig Frelsarann fyrir frumlegheit.

Oftast eru allir á hans plani með sama röflið, en að kalla mig leigupenna og segja XD hafa kallað mig til, það finnst mér mjög sniðugt.

Ekki ætla ég að taka áskoruninni um að hætta, heldur hvetur þetta mig áfram því greinilega er umræðan orðin sjúkari en ég hélt.

Ég get frætt þig um það kæri Frelsari, að fyrir nokru síðan ætlaði ég, því það var skoðrað á mig, að gefa kost á mér í framboð. En ég hætti við, því mér finnst nóg að takast á við asna eins og þig, annað slagið í frístundum og geta verið úti á sjó til að hvíla mig á ykkur bullukollunum.

Hafandi rætt við ýmsa í netheimum, þá gæti ég ekki hugsað mér að sitja á þingi og hafa atvinnu af, alla daga, að hlusta á svona lið, þvaðra tómar rökleysur.

Og ég ætla að segja eitt við þig að lokum Frelsari. Rannsakaðu mig eins vel og þú vilt og reyndu að sanna að ég sé leigupenni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef þér tekst það, en það er ómögulegt, þetta er ein sú fáránlegasta lygi sem ég hef heyrt til þessa, þó eru þær margar ansi skrýtnar, þá máttu eiga allan peninginn sem þú ímyndar þér að Sjálfstæðisflokkurinn borgi mér fyrir að blogga. Hvernig dettur þér í hug, að Sjálfstæðisflokkurinn, fari að kaupa háseta á togara til að skrifa fyrir sig?

Ekki þekki ég þig neitt, en þú gerir rétt í því að koma ekki undir réttu nafni og birta mynd af þér. Það bendir til þess að þú ert ekki alvitlaus.

Jón Ríkharðsson, 28.12.2012 kl. 01:23

29 identicon

Mín rök hafa enn ekki verið hrakin svo ég hafið séð. Vissulega er Sjálfstæðishatrið sterkt í mörgum en það breytir ekki því að flokkurinn gerði sitthvað sem hann hefur enn ekki viðurkennt, hvað þá beðist afsökunar á. Þvert á móti er afneitunin sterk eins og sést hjá athugsemdum margra hér. Þrátt fyrir að Samfó hafi stokkið í ból með þeim 2007, sirka korteri fyrir hrun, breytir það því ekki að Sjallar eru þeir sem bera langmesta pólítíska ábyrgð á því sem hér fór fram í aðdraganda hrunsins. Þeir meira að segja stærðu sig af þessu öllu saman fyrir hrun, sbr. ræðu Davíðs sem ég hlekkjaði hér á, en margir þeirra vilja ekkert kannast við sekt sína núna. Það er einna verst, að geta ekki horft í eign barm og tekið ábyrgð þar sem ábyrgð liggur. Þar til Sjálfstæðisflokkurinn gerir það af heilum hug sé ég enga ástæðu til að gefa honum nokkur einustu grið. Mitt er ekki að dæma um hvort um landráð sé að ræða, en sökin er engu að síður til staðar að mínu mati. Góðar stundir og gleðileg jól.

Bleiki pardusinn 28.12.2012 kl. 03:47

30 identicon

Tökum einn snúning á Jón Ríkharðssyni síðuhaldara.

Kappinn ritar um "áhrifaríkustu lygi Íslandssögunnar"(!):

"Í kjölfar þess hruns, sem varð á fjármálamörkuðum heimsins (ekkert Hrun á Íslandi?) fóru spunameistarar vinstri flokkanna á fullt að semja sannfærandi lygi, til þess að SF og VG kæmust loksins til valda, en þjóðin hafði að sjálfsögðu hafnað þessum flokkum eftir að hún fékk að kynnast því hvernig sjálfstæðisstefnan virkar í raun."

Hér bullar blámaðurinn út í eitt. Að sjálfsögðu varð Hrun á Íslandi 2008 og þurfti ekkert hrun á erlendum fjármálamörkuðum til. Bankar landsins voru lítið annað en innantómar skeljar eftir að hollvinir FLokksins höfðu látið greipar sópa (Björgólfs-feðgar, einkavinir FLokksins fengu Landsbankann á silfurfati, enda bankaráðsformaðurinn sérstakur "fixer" FLokksins, Glitnir var undir yfirráðum FLokksins og Kaupþing fékk að starfa samkvæmt samningi FLokksins og framsóknar).

Og blámaðurinn stígur ölduna: "Ef einkavæðingin hefði valdið hruninu, þá er líklegt að eingungis tveir bankar á Íslandi hefðu hrunið."(?)

Jón Ríkharðsson opinberar einbeitta fáfræði sína með þessum skrifum og hneykslast svo á því að menn andmæli ruglinu! Mætti ekki minna kappann að næturheimsókn DO í Glitni? Má ekki minna Jón Ríkharðsson á þá staðreynd að átrúnaðargoðið hans, sem var búið að skipa sjálfan sig Seðlabankastjóra(!), skildi eftir sig sviðna jörð. Brjálæði mannsins kostaði þjóðarbúið fleiri hundruð milljarða og eitt stykki þjóðargjaldþrot!

Og áfram ruglar sjóarinn síkáti:

"En alltaf þegar sagan er skoðuð, þá standa sjálfstæðismenn sig ávallt best"(!)

Þetta er ekki röksemdafærsla heldur rugl. Í besta falli barnaleg barnatrú, í versta falla ofsatrúboð. Fjórum árum eftir að FLokkurinn er barinn út úr Stjórnarráðinu af þorra almennings í landinu kemur þessi forstokkaði veðurviti og slær um sig með rugli og lygi - og hneykslast svo á því að menn hafi fyrir því að reka kjaftæðið ofan í hann!

Og blámaðurinn er ekki hættur:

"Þegar Jón Þorláksson var fjármálaráðherra..."(!)

Já, það var nú gósentíð í landinu þegar nafni var fjármálaráðherra. Andi Hannesar svífur hér yfir vötnum og leiðtogadýrkun Norður-Kóreubúa bliknar og blánar (eðlilega) í samanburðinum. Í þessu sambandi er rétt að minna nafna goðsins á þá staðreynd að sjálfstæðisFLokkurinn átti fjármálaráðherra í Hrunstjórninni og þáverandi forsætisráðherra hafði reyndar gegnt stöðunni áður. Ábyrga efnahagsstjórnin hjá FLokknum endaði nefnilega með Hruni.

Veðurvitar eins og Jón Ríkharðsson verða einfaldlega að sætta sig við það að vera teknir á beinið. Þegar menn eru berir að því að reynar að fúska með staðreyndir og sýna einbeittan brotavilja í þá veru að endurskrifa söguna þá duga engin vettlingatök.

Og þá dugar ekki að hlaupa í fýlu Jón Ríkharðsson og rífast og skammast yfir skelfilegum athugasemdum við skítaskrifunum.

Pólitík er dauðans alvara. Atburðir liðinna ára hafa sýnt þjóðinni það og sannað. Þegar ómálga veðurvitar með einbeitta FLokkstrú vilja upp á dekk í dag bíður þeirra napur raunveruleikinn.

Hilmar Hafsteinsson 28.12.2012 kl. 09:12

31 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Veistu það Hilmar, ég nenni ekki lengur að eltast við svona athugasemdir og í tilefni jólanna máttu vel grobba þig af því að hafa mátað mig algerlega.

Þú hefur þína skoðun og það er vissulega gott. En ég skil ekkert í hvers vegna þú kemur alltaf aftur og segir svipaða hluti. Hvað færðu þú út úr því? Ekki breytir þú minni skoðun né annarra.

Kannski á ég vont með að skilja þessa áráttu hjá þér, vegna þess að ég nenni aldrei að kommentera hjá þeim sem túlka sömu skoðanir og þú.

Ég veit að það hefur engan tilgang, en þú veist það greinilega ekki.

Þetta er einhevr andskotans þráhyggja í ykkur sem ég skil ekki.

Jón Ríkharðsson, 28.12.2012 kl. 15:53

32 identicon

Enn og aftur opinberar þú grunnhyggni þína Jón Ríkharðsson. Þú virðist halda að menn séu fæddir með ákveðnar "skoðanir" sem séu óbreytanlegar! Þú ert ekki einn um að þekkja sjósókn og mótauppslátt en þú virðist haldinn þeirri barnalegu bábilju að ekki sé leyfilegt að skipta um skoðun á Íslandi.

Það er eitt að menn séu grunnhyggnir og barnalegir Jón, hitt er svo annað þegar menn reyna að endurskrifa Íslandssöguna með lygum og falsi - og halda að þeir komist upp með það.

Til að fyrirbyggja allan misskilning Jón þá vil ég að það komi skýrt fram að ég er óflokksbundinn og hef alltaf verið. Reyndar tel ég að íslenski fjórFLokkurinn (SjálfstæðisFLokkur, Samfylking, framsóknarFLokkur og VG) hafi sýnt það og sannað að dagar hans eru taldir. 

Íslendingar eru að vakna upp við þá staðreynd að það er nákvæmlega sama hvaða angar fjórFLokksins rotta sig saman til að stjórna landinu, útkoman er alltaf misjafnlega skelfileg fyrir þjóðina.

Ég tel mig þekkja þokkalega vel til innviða íslenska fjórFLokksins og jafnframt tel ég mig nokkuð vel upplýstan um orsakir og afleiðingar Hrunsins 2008. Á meðan kjánar eins og þú leyfa sér að reyna að ljúga sig bláa á blogginu um staðreyndir og sveigja og teygja sannleikann í áttina að FLokkshollustuupphafningu þá er mér að mæta. Svo einfalt er það.

Hilmar Hafsteinsson 28.12.2012 kl. 16:18

33 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jóhann

sæll og blessaður...

ég geri ráð fyrir að þú ert fullorðinn maður og ættir að skilja eftirfarandi

Það er Alþingi sem samþykkir að kalla saman Landsdóm.

Steingrímur og Jóhanna hafa bara eitt atkvæði hvor.

Svo greiddi Jóhanna EKKI atkvæði með því að ákæra fyrir Landsdóm.

get your facts straight

Sleggjan og Hvellurinn, 29.12.2012 kl. 14:27

34 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Blessaður Sleggjan og Hvellurinn.

Ekki ættla ég að brigzla þér um barndóm og vanþekkingu, en kanski sérðu þú hlutina í öðru ljósi en ég, so to speak, og það er svo sem ekkert athugavert við það.

"Þau skötuhjúin Steingrímur og Jóhanna draga fólk ekki fyrir landsdóm heldur Alþingi." var skrifað í athugasemd 26 hér að ofan.

Ég verð að viðurkenna að ég hef búið erlendis síðan 3. janúar 1971, og kanski er íslenzkukunnáttan mín ekki eins góð og hún var fyrir 42 árum síðan, og þín islenzkukunnátta þetta mikið betri en mín.

En það sem ég les úr þinni athugasemd 26 hér að ofan; skötuhjúin Steingrímur J. og Jóhanna draga fólk fyrir Alþingi, en ekki fyrir Landsdóm.

Kanski hefur íslenzkan breist síðan ég fór af landinu, en svona skil ég þessa athugasemd þína. Svo getur verið að þú hafir misritað þetta og í staðin fyrir ..... heldur Alþingi, þar hafi átt að vera .... heldur gerir Alþingi það?

Svona þér að segja Sleggjan og Hvellurinn þá þarft þú ekkert að segja mér hvernig er farið að því að draga þingmenn fyrir Landsdóm.

Ég býst við að þú sért farinn að skylja hvernig Steingrímur J. og Jóhanna Sig. hafa stjórnað síðustu fjögur ár.

Það sem þau vilja verður gert, og það sem þau vilja ekki, verður ekki gert. Þau sem gátu ekki staðist ráðríki Jógrímu yfirgáfu Vinstri Græna og Samfylkinguna.

Þau hjúinn gátu stoppað þessa Landsdómsvitlaeysu hvenaær sem var meðan á því stóð, en Sjálfstæðisflokkshatrið er svo gýfurlegt að þau fóru út í þetta Landsdómsævintýri. Þetta kostaði þjóðina mikla peninga, þegar þjóðin hafði ekki efni á því. Og hver var uppskeran, enginn.

Þegar atkvæði voru greidd, ertu að segja að Jóhanna Sig. hafi greitt atkvæði á móti að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm eða sat hún hjá? Þar er mikill munur á. Spyr sá sem ekki veit.

Mér þykir líklegt að Jóhanna Sig. hafi farið að hugsa um sitt eigið rassgat þegar henni verður hent úr Ríkistjórn.

Munurinn er sá að ef að Sjálfstæðisflokkur verður með meirihluta í næstu Ríkisstjórn þá verður ekki farið út pólitískar ofsóknir á fyrrverandi ráðherra Ríkisins í stjórn Jógrímu, en væri samt af mörgu að taka.

Gleðilegt Ár Sleggjan og Hvellurinn.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.12.2012 kl. 16:34

35 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Niðurstaða rannsóknarskýrslu Alþingis var að kalla saman Landsdóm.

Hún er líklega ekki marktæk og stjónuð af Jóhönnu líka kannski?

Sleggjan og Hvellurinn, 29.12.2012 kl. 17:52

36 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Akúrat Sleggjan og Hvellurinn.

Niðurstaða rannsóknarskýrslu var að leggja til að kalla ákærðu ef það eru einhverjir(ar) fyrir Landsdóm, en það er forsætisráðherra sem stjórnar því með símum þingmeirihluta hvað og hvenær mál verða tekin fyrir Alþingi.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.12.2012 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband