Þriðjudagur, 8. janúar 2013
Forðumst múgæsing og reiði.
Í síðasta pistli sagði ég frá manni, sem sýndi einstaka ósvífni í sínum athugasemdum og lét þess getið að hann starfaði við kennslu barna.
Það tók mig langan tíma að skrifa þann pistil, ég komst að þessu með manninn fyrir nokkru síðan en ákvað að fjalla ekki um það, á meðan ég var reiður út í hann. Ég tel mig hafa valið skásta kostinn, eftir talsverða umhugsun, til þess að koma þeim skilaboðum áleiðis að ég vissi hver hann væri í þeirri von að hann léti það eiga sig að rita athugasemdir á síðuna mína í framtíðinni.
Það tók mig talsverðan tíma að fullvissa mig um hver maðurinn raunverulega væri, en með góðra manna hjálp tókst það að lokum.Ég hef myndað góð tengsl við marga í netheimum sem eru á öndverðum meiði við mig í pólitík. Mörgum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins blöskraði þessi athugasemd mannsins, tveir þekktu til hans og sögðu mér hver hann væri, ég googlaði mig líka áfram.
Annar þessara manna hvatti mig til að nafngreina manninn, en ég ákvað að gera það ekki og ég hvet alla til að hætta að hugsa um þennan mann. Ef hann lætur vera að tjá sig á síðunni minni, þá fyrirgef ég honum að sjálfsögðu og hvet alla til hins sama.
Margir urðu fórnarlömb reiðinnar í kjölfar hrunsins og þeir hata Sjálfstæðisflokkinn meira en allt annað. Sá sem er illa haldinn af hatri og reiði þarf ekki á meiri skaða að halda. Við munum öll eftir umfjöllun DV, um mann á Ísafirði sem framdi sjálfsvíg.
Við þekkjum það flest, að láta reiðina hlaupa með okkur í gönur og segja margt sem hefði betur ósagt verið. Þessi ágæti maður er blindaður af hatri, en getur verið prýðiskennari og sýnt öllum vinsemd og virðingu, sem ekki tengjast Sjálfstæðisflokknum.
Það er hlutverk okkar sjálfstæðismanna að lagfæra okkar ímynd, með því að hefja einlægt samtal við þjóðina.
Við þurfum að sefa reiðina, forðast múgæsing og læra að fyrirgefa hvert öðru. Ef við sýnum svona fólki reiði, þá fáum við meiri reiði í okkar góða samfélag og í versta falli, getur þetta fólk skaðað sjálft sig eða aðra og valdið sínum fjölskyldum óbætanlegan skaða.
Við eigum að bæta mannlífið en ekki skaða það.
Athugasemdir
Sæll þá ættum við að sjá sóma okkar í að fyrningar á kyrferðisbrotum heyri söguni til þar ættu allir sama í hvaða flokk þeir væru að taka höndum saman!
Sigurður Haraldsson, 8.1.2013 kl. 21:57
Sæll Siggi minn, kynferðisbrot er ekki hægt að fyrirgefa, þau eru svo alvarlegur glæpur og vitanlega eiga þau ekki að fyrnast.
Jón Ríkharðsson, 8.1.2013 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.