Miðvikudagur, 9. janúar 2013
Af gefnu tilefni.
Þótt mér sé það óljúft að hefta tjáningarfrelsi fólks, þá hef ég neyðst til að loka á tvo einstaklinga sem eru báðir mjög orðljótir og ómálefnalegir. Ég get hvorki boðið sjálfum mér né lesendum mínum upp á slíkan lestur.
Báðir þessir annars ágætu menn hafa sakað mig um sögufölsun, annar sagði mig hafa skítlegt eðli og hinum þótti sniðug hugmynd að grilla mig á Þingvöllum, auk annarra ósmekklegra ummæla.
Ég hef athugasemdarkerfið opið til þess að gefa fólki færi á að tjá sínar skoðanir og einnig leiðrétta mig, fari ég með rangt mál.
Sögulegar heimildir geta oft verið óáræðanlegar og það kostar mikla vinnu að rannsaka hvert mál ofan í kjölinn. Ég leita sannleikans í öllum málum og er opinn fyrir leiðréttingum, því ekki er ég óskeikull frekar en aðrir menn.
Oft hef ég lent í þrasgjörnum mönnum sem vilja hanka mig á einhverju og gera mig tortryggilegan. Það hefur farið mikill tími í samræður við þannig menn, því oft þarf ég að leita víða eftir heimildum til að geta svarað. Þess vegna bið ég menn um að vera nákvæmir ef þeir telja mig fara með rangt mál.
Héðan af mun ég loka á þá sem eru með ósæmilegan málflutning og dylgjur um mína persónu. Þessi síða á að vera vettvangur fyrir opnar og lýðræðislegar umræður og allar skoðanir hafa jafnt vægi. Öllum er velkomið að tjá sínar stjórnmálaskoðanir í athugasemdarkerfinu, jafnvel þótt þær hugnast mér ekki.
Ég hef ekki endilega réttu skoðunina, en ég fylgi minni sannfæringu því ég get ekkert annað.
Sumir tala um sögufölsun, ég get ekki túlkað söguna öðruvísi en með mínum augum. Það túlka hana ekki allir eins, vitanlega eru allir litaðir af sínum lífsskoðunum, við erum jú ólík.
En vonandi þarf ég ekki að loka á fleiri, mér þykir það leiðinlegt og fátt er hryggilegra en að standa í deilum við fólk, sem er þjakað af hatri og reiði.
Ég hef hvorki tíma né löngun til að lesa athugasemdir hugsjúkra einstaklinga, þeir verða þá að hatast út í mig á sínum síðum og það mun ég láta afskiptalaust.
Oft hefur fjölskyldan mín þurft að horfa á mig, sitja við tölvuna, pirraðan út í ómálefnalega kjána, heilu inniverurnar en þær eru ekki lengi að líða. Þá hef ég ekki getað sinnt þeim sem ég elska mest.
Fjölskyldan mín á betra skilið, hún á ekki að líða fyrir hatursskrif á þessari síðu. Þess vegna verður þeim snarlega eitt, því þær gefa engum neitt, hvorki þeim sem rita þær né þeim sem þær lesa.
Athugasemdir
En ef ég lofa að vera góður ?
Steingrímur Helgason, 9.1.2013 kl. 00:34
Þú ert alltaf góður Steingrímur og ég er ekki gjörsneyddur af húmor. Ég hef bara gaman af því þegar menn atast í mér ég hef hinsvegar ekki húmor fyrir rætni og hana tel ég ekki vera til staðar hjá þér.
Mínir bestu vinir skjóta fast á mig og ég til baka, það eflir vináttuna.
Jón Ríkharðsson, 9.1.2013 kl. 01:49
Í mínum augum eru skrif síðuhöfundar vönduð og vel ígrunduð og greinilega reynt að gæta réttlætis. Það kann ég að meta.
En það er líka hollt og eðlilegt að vera ekki alltaf sammála og skiptast þá á skoðunum eins og fólk, bara gaman að því. En svona rætni, reiði og hatur eins og birtist hjá téðum barnaskólakennara (sem ég vildi ekki sjá nálægt mínum börnum eða barnabörnum) er ekki boðleg og í raun verst fyrir manninn sjálfan.
“You will not be punished for your anger, you will be punished by your anger." - Buddha.
Sigrún Guðmundsdóttir 9.1.2013 kl. 10:50
Þú hittir naglann á höfuðið Sigrún, ég reyni að vanda mig eins mikið og kostur er og gæta réttlætis. Mig langar nefnilega til að bæta samfélagið sem við lifum í og sem betur fer er ég ekki einn um það.
Fólk getur aldrei verið sammála í öllum málum og ég tek það ekkert nærri mér þótt einhver sé mér ekki sammála. En þegar menn fara að dylgja um einhvern vafasaman tilgang minn með mínum skrifum, þá er mér eiginlega nóg boðið.
Ég er miðaldra sjómaður og ég hef nóg fyrir mig og mína, mig skortir ekki neitt auk þess skulda ég ekki mikið. Til hvers ætti ég þá að fara að skrifa til að þóknast einhverjum háum herrum?
Ég hef enga menntun og á enga möguleika á háum stöðum hjá hinu opinbera, ég ákvað að gefa kost á mér í framboð og fróðir menn töldu mig eiga mikla möguleika. Ég hefði getað kostað framboðið sjálfur og líklega hlotið viðunandi kosningu. En ég vildi beita mér á öðrum vettvangi.
Það er einmitt fólk eins og þú Sigrún, sem lesið bloggin mín og komið með komment, sem gerið það þess virði að blogga. Ég veit að hinn hópurinn er hávær og fámennur, þess vegna held ég áfram og loka á fólk sem mér leiðist. Það getur þá tjáð sig á öðrum síðum.
Jón Ríkharðsson, 9.1.2013 kl. 11:43
Sæll Jón.Ég er náttúrulega sammála þessu og tek undir orð Sigrúnar.Og þetta mættum við öll hafa að leiðarljósi.En ég rakst nú hingað inn af "gefnu tilefni".Þannig er að ég skrifaði færslu í gærkvöldi um ráðagerð Ólínu Þorvarðardóttur að stofna samtök til að koma á starfstjórn.Færslan heitir Einmitt"Af gefnu tilefni vegna....".En þetta er nú útúrdúr.
Jósef Smári Ásmundsson, 9.1.2013 kl. 12:48
Þakka þér innlitið og ábendinguna Jósef. Það er mikilvægt fyrir okkur á blogginu að lesa hjá hvert öðru.
Ég kíki á síðuna þína og skoða bloggið um Ólínu, það er alltaf gefandi fyrir mig að lesa það sem aðrir skrifa. Við eigum að fá innblástur hvert hjá öðru, þannig lærir maður og þróast í umræðunni.
Jón Ríkharðsson, 9.1.2013 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.