"Lygi, bölvuð lygi og tölfræði".

Jón vinur minn Magnússon ritaði góða grein í Morgunblaðið, þar sem hann m.a. vitnaði til orða fyrrum forsætisráðherra Breta, Benjamin Disreli: "lygi, bölvuð lygi og tölfræði".

Samkvæmt tölfræði þeirri sem vinstri flokkarnir setja fram, með dyggri aðstoð Stefáns Ólafssonar þá hefur jöfnuður aukist og kaupáttur lægstu tekna batnað til muna.

En finna hinir lægst launuðu það á eigin skinni? 

Fyrir hrun sýndi Stefán Ólafsson það með tölfræði að fátækt færi vaxandi, en hvað sagði raunveruleikinn?

Vissulega vitum við í dag, að góðærið var að mestu byggt á froðu, en froðan virkaði á þeim tíma sem raunveruleg verðmæti. Það vantaði allstaðar fólk í vinnu og möguleikar fyrir dumikla verkamenn voru óþrjótandi.

Á þessum tíma vann ég við húsbyggingar og góðir verkamenn gátu krafist hærri launa en nokkru sinni fyrr.

Að fátækt skuli aukast á tíma sem eftirspurn eftir vinnuafli var í hámarki, það stenst enga skoðun.

Stefán hefur eining bent á það í tölfræðinni að skattar hafi hækkað. Á launaseðlum mínum kemur fram að skattarnir mínir lækkuðu á þessum tíma og hagur minn stórbatnaði. Ég hafði meiri tekjur í landi en á sjó, það hafði aldrei gerst áður.

Allavega var það þannig, að á meðan tölfræði Stefán sýndi versnandi hag alþýðunnar, þá batnað hagur hennar í raunveruleikanum. Best er að skoða fréttir frá þessum tíma og rifja hann upp, til að átta sig á sannleiksgildi orða Benjamins Disreli, tölfræðin getur verið mesta lygin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er fræðínga siður margra að reikna tölfræðilega út í haginn fyrir þá stefnu sem þeir aðhyllast.  Þeir eru ekki að segja endilega sannleikann heldur nota aðferðir til að reikna hvað kemur sínum herrum best, þess vegna tek ég undir þessi orð Benjamíns lygi bölvuð lygi og tölfræði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2013 kl. 13:39

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sumir þekkjast af verkum sínum en aðrir af orðum, Jón.

Stundum geta þau orð verið ljót og sennilega á núverandi alsherjarráðherra Íslandsmet í ljótu orðfæri á Alþingi, þó sumir lærisveinar hans fylgi honum fast eftir.

Það er kannski best að sjá hvort er betra fyrir þjóðina, stóryrðin eða verkin, með því að setja upp línurit yfir kaupmáttaraukningu launþega frá miðri síðustu öld til dagsins í dag. Bera síðan það línurit saman við hverjir voru við stjórnvölinn á hverjum tíma. Það er sláandi að sjá hversu þetta línurit fylgir vel stjórarskiptum í landinu. Eins og gefur að skilja er þetta línurit uppávið nánast allan tímann, þó nokkrum sinnum komi einhver kengur í það og það verður flatt. Í hvert einasta skipti sem vinstri flokkar komust inn í stjórnarráðið kom upp slíkur kengur og síðan þegar þeir voru hrraktir þaðan út aftur, jókst kaupmátturinn aftur.

Það er því með ólíkindum að nokkur launamaður skuli láta sér detta í hug að kjósa vinstri flokkana, skuli endilega vilja skerða tekjur sínar.

Að nokkur maður skuli vilja frekar hafa orðháka við stjórnvölinn í stað þeirra sem láta verkin tala er alveg magnað.

Gunnar Heiðarsson, 9.1.2013 kl. 14:51

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála þér Ásthildur mín, það er merkilegt hvað við erum oft sammála þótt við séum ekki í sama flokki. Enda kannski ekki langt á milli FF og Sjálfstæðisflokksins, svona í grunninn.

Jón Ríkharðsson, 9.1.2013 kl. 14:57

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Get tekið undir allt sem þú segir Gunnar, þú kemur alltaf með áhugaverða punkta. Ég les alltaf bloggin þín reglulega, en er latur við að kommenta. Ég fer að taka á því, það skiptir okkur væntanlega öll máli að fá viðbrögð við færslunum okkar.

Jón Ríkharðsson, 9.1.2013 kl. 14:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að við séum oft sammála, það mættu vera fleiri sjálfstæðismenn eins og þú, miðbæjaríhaldið og fleiri hjartahreinir menn, þá væri ekki þessi gagnrýni á flokkinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2013 kl. 15:05

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég held að menn séu ekkert með óhreinna hjarta en gengur og gerist í Sjálfstæðisflokknum, en þeim gengur oft illa að koma hlutunum rétt til skila, eru oft klaufskir í orðavali.

Mér finnst hæpið að nokkur einstaklingur gefi kost á sér í pólitík með vafasaman ásetning að leiðarljósi. Það er þá mjög heimskur einstaklingur, því stjórnmálamenn eru undir stöðugu kastljósi fjölmiðla og pólitískra andstæðinga. En skoðanir og upplifanir fólks eru mjög mismunandi, ég álít t.a.m. Jóhönnu og Steingrím J. velviljað og heiðarlegt fólk, það er bara stefnan þeirra og skortur á heilbrigðri skynsemi sem hefur slæm áhrif á þeirra störf.

Jón Ríkharðsson, 9.1.2013 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband