"Græða á daginn og grilla á kvöldin"

Margir vitna í ummæli Hannesar Hólmsteins, er hann sagði að sjálfstæðismenn vildu frekar græða á daginn og grilla á kvöldin til þess að sverta ímynd Sjálfstæðisflokksins.

Þeir sem vitna í þessi ummæli og segja þau lýsa græðgi sjálfstæðismanna, saka sjálfstæðismenn gjarna um að vilja falsa söguna. En með túlkun sinni á ummælum Hannesar falsa þeir sjálfir söguna.

Hannes sagði þetta í þætti hjá Sigmundi Erni, þeir sem leita sannleikans geta farið á Youtobe og fundið þáttinn. Staðreyndin í þessu máli er sú, að Hannes var að lýsa muninum á hægri og vinstri mönnum.

Hann sagði vinstri menn hafa mikinn áhuga á að ræða öll mál og þræta, væru mikið pólitískari í eðli sínu en hægri menn. Hann hugsaði sig aðeins um og sagði í hálfkæringi að hægri menn vildu frekar "græða á daginn og grilla á kvöldin".

Þeir sem vilja leita sannleikans gætu skoðað Hannes og hans lífshlaup, það er aðgengilegt á netinu og víðar. Hefur hann , þrátt fyrir öll sín tengsl við hina ýmsu menn auðgast mikið? Hefur hann verið í hópi hæstu skattgreiðenda landsins eða sópað til sín miklum eignum?

Ef hann væri mjög fégráðugur væri á líklegt að hann veldi sér kennslu að aðalstarfi og þvældist út um allan heim í ýmiskonar fræðagrúski. Er fræðimennska líkleg til auðsköpunar þeirra sem ástunda hana?

Ég held að flestir í hópi þeirra sem saka sjálfstæðismenn um sögufölsun ættu að skammast sín, þeir falsa söguna eins og þessi pistill sannar með óyggjandi hætti.

Þegar Hannes sagði þessi orð, þá átti hann við áhugaskort hægri manna á pólitískri þátttöku og ef menn kunna að lesa á milli línanna, þá þýðir hugtakið "að græða" í þessu samhengi "að vinna dagleg störf" og "grilla á kvöldin" þýðir einfaldlega að slaka á eftir vinnudaginn með fjölskyldunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Jón; æfinlega !

Líkast til; er Hannes Hólmsteinn Gissurarason, eitthvert það viðurstyggilegasta manngerpi, sem nú er á dögum - síðan þeir voru og hétu; Smiður Andrésson (á 14. öld) og Jón Gerreksson (á 15. öld), fornvinur góður.

Fremur klént Jón minn; að vera að hefja þenn slöttólf að óverðugu, til skýjanna, síðuhafi góður - hafa íslenzkir skattgreiðendur ekki borðið þetta flón á herðum sér, alla hans óheilla Kráku tíð að óverðugu, misminni mig ekki ?

Engin ástæða til; finnst mér - að spilla þessum ágæta Janúar hlákudegi, með því að minnast þessa frjálshyggju gopa, svo sérstaklega.

Mér er til efs; að H.H. Gissurarson, þekki muninn á Keilu og Þorski - fremur en Lambhrút og Kálfi, Jón minn.

Í Guðanna bænum; veldu þér geðfelldara viðfangsefni en þetta næst, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason 9.1.2013 kl. 18:16

2 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Hvar; ég setti mína fyrri athugasemd  hér innn fyrir, í Rökkurskímu nokkurri, slæddust villur fram, í texta mínum.

Biðja vil ég forláts; á því.

Hilmar Þór; frændi !

Endilega; virtu fjarvistarbeiðni Jóns Sæfara, þér til handa - ekki kynni ég við, að gerast boðflenna neins staðar, þar sem nærveru minnar, væri ekki óskað, frændi sæll.

Þér; að segja.

Hins vegar; á Hannes Hólmsteinn - og ég ítreka, sér öngvar málsbætur, í ljósi hans viðurstyggilega ferils í íslenzku þjóðlífi, á nokkurn handa máta.

Það; er þó óumdeilanlegt, hygg ég vera, að beztu manna yfirsýn.

Sízt lakari kveðjur; öðrum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason 9.1.2013 kl. 20:33

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Óskar minn Helgi og þakka þér innlitið.

Þér má að sönnu vera illa við Hannes Hólmstein, en það er ekki verið að hefja hann til skýjanna, það geri ég eki við nokkurn mann.

Ég var bara að leiðrétta ákveðnar rangfærslur varðandi þessi ummæli hans.

Jón Ríkharðsson, 9.1.2013 kl. 22:40

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Fyrirgefðu fornvinur kær, ég gleymdi að geta þess, að sjálfsögðu sendi ég þér mínar bestu kveðjur af SV miðum.

Jón Ríkharðsson, 9.1.2013 kl. 22:41

5 Smámynd: Elle_

Jón og Óskar Helgi.  Persónulega verð ég að segja að ég skil alls ekki alla illskuna gegn Hannesi í landinu.  Maðurinn er varla glæpamaður, en miðað við illt umtalið úr ýmsum áttum, mætti halda það.

Elle_, 9.1.2013 kl. 23:30

6 Smámynd: hilmar  jónsson

http://snjolfur.blog.is/users/13/snjolfur/files/blus_0.mp3

hilmar jónsson, 9.1.2013 kl. 23:34

7 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Jón minn !

Ekkert að fyrirgefa; gangi ykkur vel, í Suð- vestrinu.

Elle; fornvinkona mæt !

Hvar hefir þú verið; undanfarna þrjá áratugina, liðlega ?

Hannes Hólmsteinn; er svona viðlíka Davíð Oddssyni, og klíku hans - og Mikhaíl Kalínin reyndist vera Stalín genginu í Sovétríkjunum, á sínum tíma.

Svona; til upprifjunar, Elle mín.

Sízt lakri kveðjur; þeim - hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 9.1.2013 kl. 23:50

8 Smámynd: Elle_

Óskar minn Helgi, hvar heldur þú að ég hafi verið?  Nú er ég samt engu nær.  Kjaftasögur og múgsefjun eru hættuleg fyrirbæri og ekki minn tebolli. 

Elle_, 10.1.2013 kl. 00:13

9 identicon

Komið þið sæl; aftur !

Elle !

Ekki; ekki snúa út úr orðum mínum - það sem ég átti við, var / og er, frjálshyggju Kapítalízk niðurrifsstarfsemi H.H. Gissurarsonar, á undanförnum árum, eftir kokkabókum Hundingjans;; Miltons Friedman - og annarra áþekkra.

Kapítalisminn; er okkur jafn fjandsamlegur - sem og Kommúnisminn var, Elle mín.

Geri ráð fyrir; að þú skiljir mína meining - þó tvílestur þinn, þyrfti til.

Með sömu kveðjum; sem þeim seinustu /  

Óskar Helgi Helgason 10.1.2013 kl. 00:19

10 Smámynd: Elle_

Óskar Helgi, það er ekki minn stíll að snúa út úr.  Get verið með kaldhæðni gegn blekkingamálflutningi, en það á ekki við þarna, eða við þig.  Nei, ég meinti það, ég var ekki í landinu og ekkert að fylgjast með honum eða umræðu um hann og Davíð, þegar hann átti víst að hafa valdið hinum mikla skaða.  Og skil ekki hvaðan það vald hans ætti að hafa komið.

Persónulega tel ég samfylkingarfólk (og Katrínu Jakobsdóttur og Steingrím), hina svokölluðu jafnaðarmenn, vera það skæðasta af öllu.

Elle_, 10.1.2013 kl. 17:01

11 Smámynd: Elle_

OK, svo þú meinar stefnuna sem hann boðaði, ef ég skil þig?  OK, vond boðuð stefna getur verið skaðleg.  Þorvaldur Gylfason með sína siðvillu í öllum miðlum og RUV, og Jóhönnuráðinu, er að mínum dómi stórskæður landi og þjóð.

Elle_, 10.1.2013 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband