Það þarf ekkert að spá í skuldavanda heimilanna.

 Ríkisstjórnin hækkaði framlög til listamanna á kjörtímabilinu, því hætt var við að tekjur þeirra lækkuðu sökum þess að færri keyptu þeirra afurðir. Erlendir vogunarsjóðir fengu að njóta afslátta af lánasöfnum sem heimilin í landinu hefðu haft not fyrir.

En gleymdu þau heimilunum? Nei, það væri ofmælt að halda því fram.

Árið 2011 var ákveðið að verja 11.2. milljónum króna í að greina skuldavanda heimilanna. Sú upphæð er ekki há en hefði líklega dugað að einhverju leiti til að skilgreina vandann og finna einhverjar lausnir.

Af einhverjum ástæðum var ákveðið að nýta ekki þessa peninga til að fara yfir skuldavanda heimila. Varla hefur hagsýni ráðið för því þetta er mjög lítil upphæð fyrir ríkissjóð.

Framganga ríkisstjórnarinnar bendir til þess að þeim finnist engin ástæða til að spá í lausnir fyrir skuldsett heimili. Hún hefur lítið frumkvæði sýnt í þessum málum, það hefur þurft dómsstóla til.

Á sama tíma og sparaðar eru nokkrar milljónir til greiningar á mesta vandamáli þjóðarinnar, þá eru þúsund milljónir settar í að umbylta stjórnarskrá þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Flokkur fær ekki atkvæði af því að aðrir flokkar eru svo slæmir, heldur verður flokkurinn að sýna fram á að stefna flokksins sé betri en annara flokka.

Það gerir flokkurinn með því að kynna stefnuskrá sína fyrir kjósendum með reistu höfði en ekki hangandi hendi.

Því miður fyrir (S) þá glopraði flokkurinn stórum möguleika að stórauka fylgið með því að hafa hagsmuni heimilana að aðalstefnu, en ekki hagsmuni auðmanna elítunar.

1. Þjóðaratkvæðisgreiðsla og Evrópustofu vísað úr landi ekki seinna en október 2013.

2. Afnema verðtryggingu ekki seinna en 31. desember 2013, til að bjarga því sem bjargað verður sem eftir er af rústum heimilana.

Svo einfallt var þetta, ef þetta hefði verið sett fram svona í stefnuskrá Landsfundar (S) þá væri (F) ekki að auka fylgi sitt og fylgishrun (S) væri ekki eins og það er í dag.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.3.2013 kl. 21:23

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er á þeirri skoðun að best sé að afnema verðtrygginguna og ekki sá eini í Sjálfstæðisflokknum. En það er skiptar skoðanir um það og þeir sem vilja halda í hana eru ekki endilega auðmenn.

Ég fylgdist vel með þessum umræðum á landsfundinum, áberandi var að eldri menn, sem þekktu tímanna þegar allt brann upp, vildu halda verðtryggingunni og þeir óttuðust að sparnaðurinn brynni upp á verðbólgubáli.

ESB aðild vil ég ekki sjá og flestir í flokknum eru á þeirri skoðun.

Jón Ríkharðsson, 13.3.2013 kl. 23:39

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er einmitt þetta sem ég var að benda á, það þarf að upplýsa kjósendur um stefnu flokksins, en sleppa frekar að tala um það sem hinir flokkarnir gera illa.

Þar sem þessir gömlu jálkar sem eru í skuldlausu húsnæði eru í raun og veru að segja er að þeir fengu sín húsnæði fyrir lítið í verðbólgubáli, en unga fólkið á borga endalaust og koma aldrei til með að eignast skuldlaust húsnæði með vertryggingu á lánum. Þetta er sjálfselska.

Það er svona hugsunarháttur sem er að gera (S) að smáflokki í fylgishruni og flokkurinn verður sennilega í stjórnarandstöðu næstu 4 ár.

Já Jón minn ég hef fylgst með þínum pistlum og ég veit að þú er með tvö aðal málin á hreinu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.3.2013 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband