Ég ætla að afþakka réttlætið þeirra.

Þau sem að Dögun standa eru svo elskuleg að bjóða kjósendum upp á réttlæti sitt, en í ljósi skilnings þeirra á hugtakinu þá líst mér ekkert á það.

Tvö úr hópi þungavigtarfólks flokksins hafa ástundað réttlætið sitt í fjögur ár og eiginlega er það frekar ranglátt réttlæti, allavega fyrir minn smekk.

Þeim fannst mjög sniðugt að draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm og ekki var annað að heyra á Margréti Tryggvadóttur í Kryddsíldinni árið 2011, að hann yrði örugglega dæmdur sekur.

Fyrir íhaldsmann eins og mig, sem aðhyllist sígilda og góða meginreglu réttarríkisins að enginn sé sekur uns sekt sé sönnuð, þá er frekar dapurt að heyra kjörinn fulltrúa brjóta þessa góðu reglu í beinni útsendingu. Einnig hefur félagi hennar, Þór Saari oft talað fjálglega um spillingu án þess að sanna mál sitt.

Satt að segja hugnast mér betur réttlæti sem nær til allra og kýs því Sjálfstæðisflokkinn sem hefur hagsmuni allra stétta að leiðarljósi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir, það er þeim sem líkar blái liturinn.

Óli Már Guðmundsson 9.4.2013 kl. 22:11

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er þá bara þín skoðun Óli Már, en mér finnst að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum.

Jón Ríkharðsson, 10.4.2013 kl. 01:10

3 identicon

Nákæmlega eins og það sem þú ert að segja er þín skoðun :)

Það eiga allir að vera jafnir fyrir lögum en það er ekki svoleiðis. Þeir ríku hafa efni á því að kaupa sér þjónustu allra færustu lögfærðinga landsins á meðan þeir fátækustu eiga efni á einum. Þeir ríku eyða tíma og fé ríkisins með því að vera að fara með allt í dómstóla sem ekki hugnast þeim.

Finnst þér Geir H Haarde og Davíð Oddson hafa framkvæmt réttlátan hlut að lána KB Banka 500.000.000 Evrur og helmingur tapað fé í dag. 

Finnst þér réttlæti að ælta að lækka skatt af fjármagnstekjum? Finnst þér réttlæti að ælta að lækka skatta og skera niður þjónustu við almenning. 

Það sem er réttlæti er svo afstætt. Þitt réttlæti eru allt færri að samþykkja en einnig eru fáir að samþykkja hvað Dögun finnst réttlæti. 

Brynjólfur Tómasson 10.4.2013 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband