"Húsnæði fyrir alla".

Gamalt og sígilt slagorð Sjálfstæðisflokksins er enn í fullu gildi, okkur finnst það nauðsynlegt að sem flestum verði gert kleyft að eignast eigið húsnæði.

Það kemur sér vel fyrir aldraða að geta búið í skuldlausri eign og þurfa ekki að borga leigu. Vinstri flokkarnir skilja það ekki, þeir berjast fyrir leigumarkaði sem verður til þess að aldraðir þurfa að borga leigu fram í andlátið.

Sjálfstæðisflokkurinn sýnir viljann í verki með því að bjóða ungu fólki skattaafslátt ef það leggur inn á sérstakan sparnaðarreikning sem nýttur verður til húsnæðiskaupa.

Nýlátin er járnfrúin breska en hún er dæmi um stjórnmálamann sem ber hag sinnar þjóðar mjög fyrir brjósti.

Hún stóð ekki í loforðaslag við ístöðulitla stjórnmálamenn sem gældu við eyru kjósenda og notuðu peninga þeirra til að fjármagna lamandi fyrirheit.

Margaret Thatcher var göfug kona og hún vildi gera sem flesta að húsnæðiseigendum. Hennar aðferð var sú að gefa fólki skattafrádrátt vegna fyrstu 30.000. pundanna af lögmætum veðlánum til íbúðarkaupa.

Nigel Lawson var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Thatcher, honum ofbauð kostnaðurinn við skattaafslættina og hann benti járnfrúnni á að margir keyptu sér fleiri fasteignir en eina.

Stjórnmálaskörungar eru stórir í sniðum og með göfugt hjartalag. Fátt gladdi Margaret Thatcher eins mikið og framtakssemi fólksins, hún skellti skollaeyrum við ábendingum Lawson og sagðist vilja að allir nýttu afsláttinn til hins ýtrasta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu

 Hvar get ég lesið meira um þessa hugmynd um sparnaðarreikninginn ?

Guðmundur Ingi Þorsteinsson 19.4.2013 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband