Hvar er hægt að finna einangrunarsinna?

ESB sinnar fara oft mikinn og tala þá gjarna um einangrunarsinna en það er hópur sem enginn kannast við.

Á netinu má sjá margar furðulegar skoðanir en einangrunarhyggja, það fyrirbæri finnst hvergi.

Tja, það skyldi þá aldrei vera að verið sé að reyna aðferðir sófistanna í Grikklandi til forna? Þeim tókst mjög oft að gera andstæðinga sína tortryggilega með ýmsum blekkingum, en það voru blekkingar sem erfitt var að sjá í gegn um.  En að tala um einangrunarsinna þegar ekki finnst neinn nógu vitlaus til að vilja einangra landið, því það þýðir endalok þjóðarinnar, það er mjög lélegur sófismi, telst varla almennilegur útúrsnúningur.

Þetta er svo ódýr brella vegna þess að allir vita hvað samtök okkar aðildarandstæðinga heita, fyrir þa´sem ekki vita þá heita þau Heimssýn og það er ekki að ástæðulausu. Við viljum hafa viðskipti og góð samskipti við öll ríki veraldar, Evrópu að sjálfsögðu líka. Og svo er önnur brella, þeir þeim er ekki viðbjargandi í orðræðunni.

Þeir segja að við sem viljum ekki aðild gleðjumst yfir efnahagserfiðleikum Evrópu. Erfiðleikarnir á Evrusvæðinu eru mjög íþyngjandi fyrir íslendinga, við stórtöpum á því. Þess vegna vilja allir íslendingar sem hugsa um þjóðarhag að Evruríkin rétti úr kútnum sem fyrst.

Nú ef þeir hafa þá rétt fyrir sér og þekkja einhvern sem vill einangra okkur frá umheiminum eða gleðst yfir erfiðleikum Evruríkjanna, þá er líklegt að fjölmiðlar sláist um að fá viðkomandi í viðtal.

Þannig að þeir ættu þá að nefna amk. eitt nafn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ágæt grein hjá þér Jón.

Þó verður að segja að á einu atriði flaskar þú, það eru vissulega til einangrunarsinnar á Íslandi, sennilega nálægt 20% þjóðarinnar geta talist til þess hóps. Það eru þeir sem vilja einangra landið frá umheiminum og festa það innan ESB. Þar eru hinir einu sönnu einangrunarsinnar.

Við hin, sem viljum vera utan þessa sambands viljum halda áfram ágætu samstarfi við öll lönd Evrópu, hvort sem þau eru innan eða utan ESB, auk þess viljum við auka okkar samskipti við öll lönd utan Evrópu. Vart getur það talist til einangrunarhyggju.

Gunnar Heiðarsson, 21.8.2013 kl. 07:14

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Gunnar, gaman að fá komment frá þér eftir talsvert hlé, en ég var orðinn leiður á ýmsum kommenturum og ákvað að taka mér gott frí frá blogginu.

Það er hægt að lesa það úr pistlinum að ég hafi flaskað á því sem þú nefnir, en ég hef nú bent á þetta sem þu nefnir í nokkur skipti, m.a. í grein á Evrópuvaktinni þar sem ég líkti ESB sinum við Bjart í Sumarhúsum og sagði að þeir ættu það sameiginlegt með Bjarti að sjá ekkert annað en ESB, en hann sá bara heiðarbýlið sitt.

En staðreyndin er vitanlega sú að þeir vilja ekki einangra okkur frá öðrum þjóðum vilja amk. einangra okkur við tuttugu og sjö ríki, þannig að við verðum þá ekki ein.

En við sem viljum ekki aðild erum víðsýnari, við viljum hafa samskipti við hvert einasta ríki sem þekkist í veröldinni ef það hentar okkar hagsmunum og ef það er á löglegum nótum.

Jón Ríkharðsson, 21.8.2013 kl. 11:50

3 identicon

Heimssýn, eru það ekki samtökin sem hafa heimasíðu, blogg o.fl. þar sem eingöngu eru neikvæðar fréttir og pistlar um Evrópu? Þar sem fjallað er um erfiðleika Evrópuríkja, ímyndaða og raunverulega, af mikilli gleði og ánægju?

Aðildarandstæðingar eru réttilega kallaðir einangrunarsinnar vegna þess að hugmyndin sem þeir hafa um samskipti er að þurfa ekki að taka neitt tillit til annarra og fá að ráða öllu sjálf. Þeir telja viðskipti og góð samskipti við öll ríki veraldar felast í því að traðka á öðrum. Þeir trúa því innilega að allir í heiminum séu á móti Íslendingum vilji bara svíkja þá og stela frá þeim. Þeir eru eru réttilega kallaðir einangrunarsinnar vegna þess að stefna þeirra og lífssýn leiðir til einangrunar.

Nafngiftin Heimssýn er frábært öfugnefni á þessum Evrópuhatandi samtökum ofsóknarbrjálæðinga.

Hábeinn 21.8.2013 kl. 15:24

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú ruglar saman orðræðu í pólitískri umræðu við veruleikann Hábeinn, það þarf að skilja þar á milli.

Fúslega skal ég viðurkenna að íslensk umræðuhefð er slæm og orðræða þeirra sem er með og á móti einkennist af gífuryrðum á báða bóga, enginn er alveg saklaus af því og væntanlega ég ekki heldur.

En í raunveruleikanum eru íslendingar ekki að traðka á öðrum þjóðum. Þótt við vildum, þá höfum við ekkert bolmagn til þess og viðskipti á milli þjóða ganga ekki út á það.

Trúir þú því að stærri þjóðir létu það viðgangast að við tröðkuðum á þeim? Það væru þá meiri vesalingarnir. Og eru allir í heiminum á móti íslendingum?

Að sjálfsögðu ekki. Ef þú vísar í Icesave deiluna, sem Bretar og Hollendingar voru grimmir við okkur, þá er ekki hægt að segja að þessar þjóðir séu vondar við okkur. Það reyna allar þjóðir að halda sínum hagsmunum á lofti og það gerðu Bretar og Hollendingar að sjálfsögðu.

Gordon Brown setti ekki hryðjuverkalögin því honum var illa við okkur. Hann var að bjarga eigin skinni í pólitík og menn reyna oft ýmislegt til þess. Þannig er nú pólitíkin.

Við höfum haft ágæt samskipti við okkar viðskiptalönd og þau hafa ekki stolið frá okkur, ekki kannast ég við það. Og svíkja? Hver hefur svikið okkur?

Stefna okkar og lífssýn, að vera utan ESB hefur virkað ágætlega til þessa. Okkur hefur gengið þokkalega og ekkert bendir til annars en við skrimtum áfram, þótt við megum eiga von á erfiðleikum, en þeir hverfa og betri tímar taka við.

Jón Ríkharðsson, 21.8.2013 kl. 17:41

5 identicon

Það er ósköp auðvelt að gera þau mistök, ef það eru þá mistök, að telja ykkur einangrunarsinna og Evrópuhatandi ofsóknarbrjálæðinga. Þannig komið þið fyrir. Þið stimplið ykkur inn í umræðuna sem einangrunarsinna og Evrópuhatandi ofsóknarbrjálæðinga. Það er ekki við aðildarsinna að sakast þó fundið sé uppnefni sem hæfir hegðuninni. Og að hegðunin sé tekin sem merki um innrætið.

Þetta heitir víst að glíma við ímyndarvanda. Og það þarf eitthvað meira en einmannalegt blogg "við erum í alvörunni ekki svona, þetta var allt í plati" til að sannfæra mig.

Hábeinn 21.8.2013 kl. 19:28

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég var heldur ekki að sannfæra þig heldur svara þér Hábeinn.

Mörg vitleysan hefur mér nú dottið í hug og eflaust á ég eftir að fá margar skrítnar hugmyndir í framtíðinni.

En að sannfæra fólk sem er á annari skoðun? Svoleiðis della hefur mér aldrei hugkvæmst, þannig að ég er þá ekki alvitlaus eftir allt.

Ég glími ekki við neinn ímyndarvanda. Á meðan enginn geðlæknir tekur mig úr umferð vegna beiðni frá mínum nánustu og mér tekst að skila mínum verkefnum það vel, að ég verð ekki rekinn úr vinnunni, þá er ég nokkuð sáttur.

Ég tek ekkert mark á misvitrum mönnum í netheimum sem þykjast geta þekkt fólk án þess að hafa séð það í eigin persónu.

Jón Ríkharðsson, 21.8.2013 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband