Gjaldkeri Samfylkingar veður á súðum.

Frosti Sigurjónsson stofnaði hóp á Facebook til að hafa eftirlit með hlutleysi RÚV. Hópurinn hefur farið fyrir brjóstið á Samfylkingunni enda margir af helstu stuðningsmönnum stofnunarinnar í þeim flokki.

Samfylkingin er ekkert sérstaklega hrifin af staðreyndum, enda geta þær rústað fylginu. Ætli þetta sé ekki fyrsti flokkurinn í veraldarsögunni sem kemst til valda eftir að hafa tilkynnt þjóðinni að þeim skorti sjálfstæða hugsun á meðan þau tóku þátt í að stjórna landinu?

Eflaust hefur forystu flokksins borist það til eyrna að RÚV tæki ekki jafnmikið tillit til allra skoðana og talið að stofnunin væri staðreyndafælin eins og þau. Rann þeim þá blóðið til skyldunnar og sendu gjaldkerann til að rugla umræðuna á síðu hópsins "Eftirlit með hlutleysi RÚV".

Aðeins hef ég tekið þátt í umræðum síðunnar og viðraði þá skoðun mína, ekki í fyrsta skiptið, að hægri menn mættu gjarna vera grimmari að leiðrétta ýmsar rangfærslur og svara fyrir sig almennt. Þá kom sérstætt svar frá gjaldkera flokksins: "Því má vitaskuld bjarga með leðurstígvélum, vopnaðri lögreglu og réttum innanríkisráðherra og hreinsunum á RÚV".

Í nokkur skipti hefur gjaldkerinn gefið í skyn að ég og félagar mínir aðhylltumst fasisma og m.a. sagði hann á einum stað: "Á svo að pússa leðurstígvélin og horfa á eina Jerry Brucheimer mynd í kvöld? Þær eru spennandi og fullar af föðurlandsást".

Hann sleppir nú stundum að ræða leðurstígvélin en örvæntingin er ávalt sú sama: "Markmið þeirra sem vilja RÚV feigt er ekki að spara peninga, ég get lofað ykkur því", svo sagði hann að við sem höfum efasemdir um að rétt sé að ríkið reki fjölmiðil viljum stjórna umræðunni, sennilega íklædd leðurstígvélum með skammbyssur til að hafa fulla stjórn á því sem sagt er.

Er gjaldkerinn  sá eini sem er upptekinn af leðurstígvélum og skotvopnum í stjórn flokksins, eða ætli þetta sé algengar fantasíur á Hallveigarstígnum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Einhvern veginn kemur alltaf önnur skammstöfun úr samtímanum upp þegar minnst er á leðurstígvél og byssur, heldur en RUV. Skammstöfun sem stendur Samfylkingunni nærri og reyndar eina skammstöfunin sem sá flokkur virðist kunna.

Gunnar Heiðarsson, 24.8.2013 kl. 07:03

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ekki vil ég taka svo djúpt í árinni að líkja ESB við nasismann, en sambandið er ansi stjórnlynt og virðist vilja færa sig stöðugt meira upp á skaftið.

Jón Ríkharðsson, 24.8.2013 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband