"Uss, ekki viljum við menntun, brjóstvitið er best".

Mér þóttu ummæli gjaldkera Samfylkingar úr fjörugum umræðum geta virkað sem ansi grípandi fyrirsögn og það er sama hvaðan gott kemur. Ég hef mjög gaman af stráknum enda áhugasamur um kynlega kvisti.

En ég er sammála því sem hann sagði, brjóstvitið er best og virtustu háskólar veraldar kenna engum brjóstvit. Það er einfaldlega meðfætt og ómetanlegt þeim sem fá það í vöggugjöf. Og fari þeir ekki dult með það, þá nýtist það samborgurunum, í besta falli heiminum öllum.

Winston Churchill er gott dæmi um mann sem  hafði frábært brjóstvit en takmarkaða menntun. Það var vegna þess að honum var ómögulegt að standast kröfur menntakerfisins. En brjóstvitið sagði honum hvað Hitler ætlaðist fyrir og það hjálpaði honum einnig að leiða þjóð sína til sigurs.

Fræðimaðurinn og háskólakennarinn Stefán Ólafsson bloggar mikið og sýnir þar takmarkað brjóstvit. Af mörgu er að taka, hann segir frjálshyggjumenn hafa viljað viðhalda þrælahaldi til að verja eignarétt þrælahaldara. Það var mjög klaufalegt því frjálshyggjan er ekki vinsæl hjá öllum en hún bannar alfarið að fólk sé þvingað til einhvers gegn þeirra vilja.

Svo segir hann á einum stað að Hannes Hólmsteinn reki Evrópuvaktina ásamt vinum sínum. Það hefur hvergi komið fram og háskólakennari sem kemur með svona fullyrðingar sýnir ekki mikið brjóstvit.

En allir sem notast við gagnrýna hugsun öðlast dýrmæta menntun,ekki endilega úr skólum. Þannig að þetta getur verið villandi. Við gerum of mikið úr skólamenntun á kostnað brjóstvits. Það er leti nútímans, það nennir enginn að hugsa og það er einfaldast að benda á gráður úr virtum skólum. Þá þykir viðkomandi mjög klár, jafnvel þótt hann hafi takmarkað brjóstvit en gangi vel að muna það sem lesið er.

Það er ekki nóg að þekkja fræðin, til að þau nýtist þarf að skilja þau. Stjórnendur bankanna fyrir hrun og helstu gerendur á fjármálamörkuðum heimsins höfðu flestir gráður úr skólum, en brjóstvitið var ekki nægt til að stöðva græðgina.

En hvað með gott brjóstvit og langskólamenntun? Slíkir einstaklingar eru vitaskuld til og slatti af þeim. Þeir eru vitaskuld mjög dýrmætir þegnar allra þjóða.

Þetta var rétt hjá gjaldkeranum, brjóstvitið er alltaf best.

Oft ratast kjöftugum satt orð á munn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

En við hugsum reyndar með höfðinu(heilanum) en ekki brjóstinu.Þurfið þið ekki að fara að lesa ykkur svolítið til?

Jósef Smári Ásmundsson, 24.8.2013 kl. 13:28

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón. Það er víst margt undarlegt í kerfinu. Það er eitthvað mikið að í menntakerfinu, þegar fólki er kennt að afneita sínu eigin sálar-sjálfi og meðfæddum hæfileikum, sem eru víst staðsett víðar í orkukerfinu okkar heldur en í heilanum einum og sér.

Best er ef allir fá að rækta sína styrkleika og hæfileika, og fá viðeigandi menntun í samræmi við áhugamál. Annars verður fólk bara viljalaus og kúguð verkfæri.

Það eru of mörg dæmi til um þannig skólaskyldu-kúganir, með hörmulegum afleiðingum. Það er hreint og klárt andlegt ofbeldi. Af tvennu illu er andlegt ofbeldi skaðlegra en líkamlegt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.8.2013 kl. 13:51

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er ekkert athugavert við að notast við forna málhefð Jósef, þótt það viti allir um hlutverk heilans.

Jón Ríkharðsson, 24.8.2013 kl. 14:10

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mikið til í þessu Anna Sigríður.

Jón Ríkharðsson, 24.8.2013 kl. 14:10

5 identicon

Ja oft er það nú svo að fólk veit að 2 + 2 eru 4 og eru ekkert langskólagengnir til að fá það svar. Svo eru það hagfræðingar o.fl háskólamenntaðir menn sem þvæla þessu sama reiknidæmi fram og aftur og fá kanski útkomuna 11. Þetta sér maður nú á Íslandi í dag.

margret 24.8.2013 kl. 15:54

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Skemmtilegt innlegg hjá þér Margrét og alveg hárrétt. Það er ekki sjálfgefið að skilja það sem lært er í skólum. Sumir læra eins og páfagaukar:)

Jón Ríkharðsson, 24.8.2013 kl. 16:30

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mikið rétt enda ekkert illa meint af minni hálfu.En varðandi menntunina þá má ekki gera lítið úr henni.Maður hefur heyrt allt of mikið af fullyrðingum um "vitleysingana"úr háskólunum.En öll menntun er af hinu góða að mínu viti hvaðan sem hún kemur.Þetta er held ég bara spurningin hvort menn hafa verið vakandi eða sofandi í tímunum eða skipsrúminu.Og páfagaukar geta ekkert lært.Þeir hafa ekki einusinni brjóstvit.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.8.2013 kl. 17:12

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hættu í bjórnum Jósef ;>)

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 24.8.2013 kl. 17:33

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Tók því heldur ekkert illa Jósef, ákvað bara að skjóta létt til baka.

Það kom líka fram hjá mér að menntun er góð og skólamenntun nauðsynleg til að samfélögin geti gengið.

Ég var bara að benda á nauðsyn gagnrýnnar hugsunar, ekki meta fólk eftir gráðum heldur skoða það aðeins nánar. Og einnig að benda á að eðlisgreindin er alltaf dýrmætust af öllu. Þá eru mönnum flestir vegir færir.

Jón Ríkharðsson, 24.8.2013 kl. 17:53

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hvað segirðu Jóhann, er hann á kafi í bjórnum drengurinn?

Kveðja til Las Vegas úr Reykjavík:)

Jón Ríkharðsson, 24.8.2013 kl. 17:53

11 identicon

Það er stundum mikill misskilningur í gangi á Íslandi hvað menntun varðar.

Þegar menn eru búnir í háskóla, þá eru þeir allt í einu orðnir fræðimenn í öllu.

Þegar Stefán Ólafsson skrifar um Hannes, þá er það ekki fræðilegt og hefur ekkert með háskólagráður að gera.

Hann skrifar einnig mikið um hagfræði, en hann er ekki útskrifaður hagrfæðingur og er því jafn mikill amatör á því sviði eins og þeir sem ekki hafa lært hana.

Hannes Hólmsteinn er stjórnmálafræðingur en er alveg klár á því af hverju hrunið varð á Íslandi.  Hann er einnig amatör í hagfræði.

Þeir sem fylgjast með skrifum þeirra eru að fylgjast með deilum amatöra.

Þeir eru því að skrifa þetta úr frá sínu brjóstviti eins og þú kallar það.

Stefán 24.8.2013 kl. 18:13

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta eru talsvert flókin mál Stefán. Þórólfur Matthíasson er prófessor í hagfræði, þannig að hann er sérfræðingur í þeirri grein. Hann fullyrti að allt færi fjandans til ef við samþykktum ekki Svavars-samninginn, en þetta efni tengdist jú efnahagsmálum og hagfræðin fjallar um þau.

Ég get nefnt dæmi um mann sem enga háskólamenntun hafði en honum tókst að reka útgerð í kreppunni hinni fyrri og komast í gegn um hana af útsjónarsemi. Það var Tryggvi Ófeigsson, hann var menntaður sem skipstjóri en kunni vel að reka fyrirtæki.

Jón Ríkharðsson, 24.8.2013 kl. 18:43

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei ég segi nú svona Jón minn, bara slá á létta strengi, hann er sennilega í Noregi hann Jósef.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 24.8.2013 kl. 19:30

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég var nú líka að grínast Jóhann minn, geri ráð fyrir að Jósef kunni fótum sínum forráð í bjórnum.

Það er ágætis tilbreyting að fíflast aðeins í umræðunni, hún er oft frekar alvöruþrungin og döpur.

Kveðja úr Grafarvogi.

Jón Ríkharðsson, 24.8.2013 kl. 21:09

15 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það þarf nú ekki mikið að skoða ummæli helstu fræðimanna sem hliðhollir voru"Velferðarstjórn" Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessir snillingar sem þú nefnir og fleiri voru dregnir fram af RUV hvað eftir annað og sönnuðu það vel þar, að ekki fer alltaf saman langskólanám og góð menntun.

Hreinn Sigurðsson, 25.8.2013 kl. 03:01

16 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Heyrðu Jóhann minn,þó ég hafi verið að kíkja inn á bloggsíðuna hjá honum Magnúsi Björgvinssyni þýðir það alls ekki að ég hafi verið að smakka á bjórnumhjá honum.Ég er nú aðallega í sveppunum,það er að segja þessum venjulegu matsveppum.Ertu nokkuð í háloftunum eða ertu lentur í Las Vegas.

Kveðja úr ríkinu. Jósef.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 05:34

17 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hreinn.Fræðimenn hafa siðareglur.Þær felast í því að láta fræðimennskuna og vísindaleg sannindi(þetta eru vísindamenn) ráða ferðum við álitsgjafir.Það liggur í raun blátt bann við að leyfa eigin pólitísku skoðunum eða skoðunum á öðrum málefnum að komast að.Ef menn brjóta þessa reglu eiga þeir að sjálfsögðu að missa skírteinið.Nám og skírteini fela í sér ábyrgð að mínu mati.Í raun er þjóðin að mennta þessa menn til að afla sér sérfræðiþekkingar.Hún á rétt á því að þeir skili því til baka sem þeir voru kostaðir til.Kannski þarf að skerpa á þessum áherslum með því að leyfi þurfi frá ráðuneyti til að stunda fræðimennsku og álitsgjafir fyrir fjölmiðla,eins konar löggildingu.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 05:47

18 identicon

Er málið ekki frekar þannig vaxið að menn fara í gengum nám á páfagauknum og svo þegar alvaran tekur við þá vinna menn eftir illa uppbyggðu brjóstvitinu.
Svo er margur maðurinn einfaldlega í "röngu" námi, að baxa við að læra eitthvað sem hann/hún hefur engan áhuga á og getur því alls ekki orðið góð í, hefur bara áhuga á peningum/völdum sem námið gefur möguleika á.

DoctorE 25.8.2013 kl. 10:55

19 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er hægt að taka undir allt sem þú segir DoctorE, mikið til í þessu hjá þér.

Jón Ríkharðsson, 25.8.2013 kl. 11:27

20 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála Hreinn.

Jón Ríkharðsson, 25.8.2013 kl. 11:31

21 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér með sveppina Jósef, þeir eru góðir.

Og einnig rétt hjá þér, varðandi fræðimennina. Þeir eiga að setja sínar pólitísku skoðanir til hliðar þegar verið er að fá þá til að fjalla um málefni sem tengjast þeirra fræðum.

Ég skoða stundum bloggin hjá Stefán Ólafssyni og mér finnst þau ekki fræðilegs eðlis, heldur er hún eins og síða flestra bloggara, endurspeglar hans skoðanir og oft kemur hann með rangfærslur sem allir ættu að sjá í gegn um.

Jón Ríkharðsson, 25.8.2013 kl. 11:34

22 Smámynd: Jens Guð

  Menntun,  þ.e. nám í skóla,  er eins og hvert annað hjálpartæki á borð við vasareikni,  reglustiku,  orðabók og þess háttar.  Hversu löng sem skólagangan er þá breytir hún fæstum í vélmenni.  Hver sem fræðigreinin er þá nálgast hver og einn viðfangsefnið út frá sínum forsendum (í mismiklum mæli eftir fræðigreinum).  Þess vegna eru allir fræðimenn aldrei algjörlega sammála um allt.  Það er kostur þegar upp er staðið.  Það býður mönnum upp á að velta fyrir sér hlutunum.  

  Þegar ég var við nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands kom fyrir að nemendur væru felldir í önn.  Tvær felldar annir á vetri þýddi að viðkomandi komst ekki upp um bekk það árið.  Þurfti annað hvort að fara í sama bekk næsta vetur eða hætta í skólanum.  Fleiri tóku seinni kostinn.

  Það voru fáir sem lentu í þessari stöðu.  En flestir þeirra kenndu skólanum um.  Skólinn hefði eyðilagt myndlistahæfileika þeirra,  gelt þá með því að "steypa alla í sama mót".  

  Þetta viðhorf var ágæt friðþæging fyrir þá sjálfa.  En ekki rétt.  Þessir nemendur notuðu ekki námið sem hjálpartæki heldur settu sjálfa sig í hlutverk þess sem málar eftir númerum.  Það sýnir enginn getu né framfarir í myndlist sem velur þá aðferð.  

  Hitt er annað mál - og ég hallast æ meir að því eftir því sem árum mínum sem skrautskriftarkennara fjölgar:  Að það séu ekki til lélegir nemendur heldur misgóðir kennarar.      

Jens Guð, 25.8.2013 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband