Sunnudagur, 25. ágúst 2013
Er Páll Steingrímsson, Ragnhildur Kolka og Skafti Harðarson einn maður?
Gjaldkeri Samfylkingarinnar, hann Vilhjálmur Þorsteinsson hefur farið mikinn í hópi áhugafólks varðandi hlutleysi eða hlutdrægni RÚV. Ég hef nefnt hann áður og ekki hægt annað en nefna hann aftur.
Svona kynlegir kvistir eru gullnáma fyrir mann eins og mig, sem er hugfanginn af fólki sem hugsar ekki eins og fjöldinn.
Núna er hann hættur í bili að tala um vopnaða menn í leðurstígvélum sem eiga að stjórna umræðunni.
Það nýjasta er að segja að Skafti Harðarson bregði sér í allra kvikinda líki til að hafa áhrif á umræðuna.
Stundum heitir Skafti Páll Steingrímsson og þegar hann vill breyta til þá heitir hann Ragnhildur Kolka.
Þetta virðist ótrúlegt, en er samt satt og ef ég þekkti ekki ágætlega til þeirra þriggja sem um ræðir, þá myndi ég trúa gjaldkeranum, svo sannfærandi er hann.
Óhætt er að segja að Samfylkingin geymir marga kynlega kvisti, eins og allir flokkar, en enginn kemst í hálfkvist við hann Vilhjálm Þorsteinsson, gjaldkera og lífskúnstners með meiru.
Athugasemdir
Sæll Jón !
Þess má geta Vilhjálmur Þorsteinsson þessi var sá sem var með margauglýstan fund sem boðaður hafði verið með löngum fyrirvara í húsakynnum Samfylkingarinnar við Hallveigarstíg sama kvöld og ICESAVE dómurinn féll í janúarmánuði síðast liðnum.
Vilhjálmur hafði verið ötull talsmaður allt frá upphafi um að Ísland yrði gert ábyrt og semdi og greiddi allar kröfur Breta og Hollendinga vegna ICESAVE málsins.
Hann var líka alveg viss um að við myndum skíttapa dómsmálinu sem ESB sjálft höfðaði gegn okkur ásamt Bretum og Hollendingum.
Þess vegna var hann tilbúinn með fyrirlestur og mikið glæru "show" þar sem að það átti heldur betur að kætast yfir því að ESB apparatið hefði haft okkur undir og um leið jafna um okkur ICESAVE andstæðinga og alla þá sem að höfðu eyðilagt þetta ICESAVE mál fyrir Samfylkingunni.
En í miklu flemtri og flýti var fundurinn blásinn af á síðustu stundu þegar það lá ljóst fyrir að Ísland haft algeran sigur í málinu.
Tilbúnar ástæður voru uppgefnar að um húsnæðisvandræði væri að ræða.
Þess má geta að formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur Jón Ingi Gíslason var fljótur að bjóða Vilhjámi og Samfylkingunni salarkynni sín við Hverfisgötu undir fundinn.
Þessi mannlúpa ætti að skammast sín og fara með veggjum.
Við þurfum svo sannarlega að halda nafni þessara ICESAVE uppgjafar- og úrtölumanna til haga í Íslandssögunni.
Gunnlaugur I., 25.8.2013 kl. 20:17
Sæll Gunnlaugur.
Man vel eftir þessu sem þú nefndir og sannarlega má þjóðin ekki gleyma þeim sem unnu gegn hagsmunum hennar í Icesave
Ég hef nú samt gaman af Vilhjálmi, en hann hefur ekki skynsamlegar skoðanir á ýmsum málum.
Jón Ríkharðsson, 25.8.2013 kl. 20:47
Hæ, hæ
Vilhjálmur gjaldkeri Samfylkingarinnar og mig minnir Arnar Guðmundsson héldu fyrra Icesave - námskeiðið á Hallveigarstígnum. Get ekki sagt að þeir félagar hafi fært fram trúverðug rök fyrir því að samþykkja ætti samningana, heldur reyndu þeir að sýna fram á fjárhagslegt tap þjóðarinnar hvern þann dag sem ósamið væri um Icesave - kröfurnar. Þá hvöttu þeir gesti námskeiðsins til þess að nota "maður" á mann aðferðina t.d. nota tækifæri í veislum til þess að sannfæra vini og fjölskyldur um ágæti Icesave - samninganna.
Gróa 25.8.2013 kl. 21:06
Mannlúpa er orð við hæfi yfir þennan mann. Hann heimtaði að ríkissjóður/þjóðin borgaði ólögvarið ICESAVE. Hann varði bankana og falskt gengið sem þeir stýrðu með eins miklum kjafti og klóm og hann heimtaði ICESAVE fyrir Breta og Hollendinga. Maðurinn er óþolandi og ég hef ekki gaman af honum, Jón.
Elle_, 25.8.2013 kl. 22:02
Vilhjálm Þorsteinsson barasta les ég ekki. Maðurinn er svo spilltur að mér verður óglatt.
Sandkassinn 25.8.2013 kl. 23:20
það er mannskemmandi að lesa eithvað eftir eða um þennann Vilhjálm ...svo ruglaður er hann .
rhansen, 26.8.2013 kl. 01:44
Jón minn, ekki vera að reyna að botna í Vilhjálmi, hann er ekki móralskur maður og við skiljum sem betur fer ekki slíka menn. Þetta er maðurinn sem líklega gerði fylgi Samfylkingarinnar að engu með nærveru sinni, hann gerði Steingrím J og Jóhönnu Sigurðar að hlaupatíkum fyrir Björgólfana sem hann hleypur fyrir sjálfur og þegar hann þurfti að kaupa rafmagn þá kom hann sér í vinnu hjá iðnaðarráðuneytinu og barasta seldi sér strauminn sjálfur. Það mætti fylla heila blaðsíðu af afrekum þessa kafbátaforingja.
Sandkassinn 26.8.2013 kl. 07:13
Vilhjálmur er burðarás í Samfylkingunni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.8.2013 kl. 09:36
Sæl Gróa, ég man eftir þessu hjá honum.
Jón Ríkharðsson, 26.8.2013 kl. 13:08
Ég hef gaman af svona fuglum Elle, hann hefur engin áhrif á umræðuna. Þú sérð að það taka fáir undir þau mál sem hann hefur barist fyrir.
Jón Ríkharðsson, 26.8.2013 kl. 13:09
Gunni minn, ég les ekki pistla sem hann hefur skrifað en komst ekki hjá að lesa athugasemdir sem hann beindi til mín. Ég reyni ekkert að botna í honum, enda ekki með menntun til þess og engan áhuga heldur.
Hef bara gaman af honum, hann er alveg stórundarlegur strákurinn, sá skrítnasti sem ég hef vitað um til þessa.
Jón Ríkharðsson, 26.8.2013 kl. 13:12
Heimir, ég er nú sjálfstæðismaður eins og þú veist og í mikilli andstöðu við Samfylkinguna og hef oft skrifað pistla til að benda á skoðanir mínar varðandi þann flokk.
Ég tel Samfylkinguna vanhæfa að flestu leiti og nægir að benda á úrslit síðustu kosninga. En ég get ekki hugsað mér að segja hann einhvern samnefnara fyrir fólkið í forystunni. Þar leynast kynlegir kvistir eins og við vitum, en enginn eins og Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri, hann er sú mesta lágkúra sem komist hefur til áhrifa í stjórnmálaflokki á Íslandi.
Jón Ríkharðsson, 26.8.2013 kl. 13:15
Gunnlaugur J. Talandi um að fara í mannin en ekki boltann. En þessi fullyrðing þín um Vilhjálm er haugalygi. Kvöldið sem Icesave dómurinn féll var Vilhjálmur frummælandi á fundi um það mál hjá Samfylkingafélaginu í Kópavogi í húsnæðí félagsins í Hamraborg. Sá fundur hafði verið boðaður með góðum fyrirvara. Hann var vel sóttur og kom fullt af fólki úr Reykjavík á þann fund. Af gleiði yfir niðurstöðu dómsins splæsti Samfylkingafélagið í Kópavogi í bjór og skáluðu fundargestir þar með talið Vilhjálmur fyrir þessari niðurstöðu sem var mun betri en nokkur fundargesta hafði átt von á. Það er því tómt kjftæði að einhver fundur hafi verið afboðaður vegna þess hvernig málin þróuðust. Vel má vera að einhverji þingmenn flokksins hafi viljað ráðfæra sig við Vilhjálm um hvernig ætti að bregðast við dómnum ef hann færi illa en ekki talið þörf á því þar sem fullnaðarsigur vannst.
Það er einni orðin ansi þreytt þessi mýta um að við sem vildum samþykkja seinasta semninginn höfum með því verið að taka hagsmuni Breta og Hollendinga fram yfir hagsmuni Íslendinga. Það fólks gríðerleg áhætta í því að láta málið fara fyrir dóm og við vorum einfaldlega ekki tilbúnir til að taka þá áhættu. Niðurstaðan hefði hæglega getað orðið sú að ivð þyrfum að greiða margfalt meira en samningurinn kvað á um.
Mitt mat á þessu á sínum tíma var það að engin málefnanleg rök væru fyrir því að nauðsynlegt hafi verið að mismuna innistæðueigendum eftir því í hvaða útibúi þeir ættu sína peninga til að forðast enn meira hrun hér á landi en ella hefði orðið. Allavega hef ég ekki enn heyrt rök fyrir því sem halda vatni.
Þess vegna taldi ég útilokað að við gætum unnið þann hluta málsins þar sem vísað var til ólöglegrar mismununar milli innistæðueigenda. En vegna mistaka í málsókn ESa komumst við hjá því að láta reyna á þann hluta málsins. Mistök ESA fólust í því að vísta til þessarar mismununar á grundvelli innistæðutryggingarinnar en ekki bara mismununar almennt. Það gerði það að verkum að dómstóllinn gat ekki tekið tillit til neins sem gerðist í því efni áður en bankinn hafði verið lýstur ógreiðsluhæfur og þar með myndast krafa á innistæðutryggignarsjóð. Það að skipta þrotabúunum upp í innlendan og erlendan hluta var gert áður en bankinn var lýstur ógreiðsluhæfur og krafa þannig mynduð á innistæðutryggingasjóð. Það voru því engir íslenskir innistæðueigendur eftir í þrotabúinu þegar þar var komið og því var þeim hluta málsins vísað frá dómi.
Við sluppum því við það að sá hluti málsins sem mesta áhættan var í fyrir okkur kæmi til efnislegrar meðferðar hjá dómnum. Þetta náðist bæði fyrir heppni vegna mistaka ESA við málshögðunina og einnig vegna góðs lögfræðiteymis sem við vorum með og hafði mjög öflugan bakhjarl hér á landi. Þessi bakhjarl var hópur sem Árni Páll Árnason myndaði þar sem hann ákvað að hóa saman bæði þeim sem höfðu verið með og á móti samningum til að fá sem flest sjónarmið í því skyni að hámarka líkurnar á góðri niðurstöðu úr dómsmálinu. Össur Skarphgéðinsson réði síðan þá bestu lögfræðinga sem hann gat fengið til að fara með málið.
Það er því út í hött að tala um að þingmenn og aðrir forystumenn Samfylkingarinnar hafi vonast eftir slæmri niðurstöðu. Það lögðust allir á árarnar að tryggja sem besta niðurstöðu.
Það er einnig ekkert annað en ómerkilegt skítkast þegar talað er um okkur sem vildlum ekki taka áhættu fyrir dómstólum að við höfum verði að taka erlenda hagsmuni fram yfir íslenska hagsmuni. Okkar afstaða réðist af því að við töldum áhættuna af því að fara með málið fyrir dóm of mikla og höfðum ekki mikla trú á að út úr því kæmi betri niðurstaða en í samningum. Vissulega vissum við að það var alltaf möguleiki en það var líka hætta á margfallt verri niðurstöðu. Fullyrðingar um að þetta hafi alltaf legið ljóst fyrir og niðurstaðan fyrirsjáanleg stenst enga skoðun. Það far fullkominn óvissa um niðurstöðuna allan tíman. Við Íslendingar ákvaðum að gambla í þessu máli en fengum vinninginn. Það segir ekki að þeir sem ekki vildu taka þá áhættu hafi haft rangt fyrir sér.
Sigurður M Grétarsson, 26.8.2013 kl. 20:33
Sigurður M. Magnússon, rangfærslunar hjá þér eru svo margar að maður nennir ekki að gera veður út af þeim öllum. Hvað varðar mismunun á innistæðueigendum þá skilur þú það mál augsýnilega ekki. Það var ekkert mismunað innistæðueigendum heldur neituðum við að ábyrgjast innistæður banka sem reknir voru erlendis, við höfðum ekki látið greiða iðgjöld af þeim innistæðum og höfðum því ekki skapað okkur skaðabótaskyldu í því máli. Þetta var alla tíð ljóst frá hausti 2008.
Þitt mat sem og annarra félaga þinna í Samfylkingunni að meðtöldum kafbátnum Vilhjálmi Þorsteinssyni, var annað og rangt með öllu. Þar mælti Vilhjálmur og fleiri fyrir því að ríkið tæki á sig skuldir sem því bar alls ekki og var þar hrein skamtíma-hagsmuna-pólitík á ferðinni.
Það var engin sérstök hætta á ferðinni og þurfti einungis að fá álit sérfræðinga frá Franska Seðlabankanum sem vann direktivið til að byrja með til þess að átta sig á því, þið bara vilduð ekki hlusta enda vinir ykkar í bankamafíunni að bíða eftir hækkuðu lánshæfismati. Bull bull og meira bull frá Vilhjálmi og félögum.
Eitt sinn gaf hann út í flýti skuldaþolsáætlun varðandi hugsanlegar greiðslur af Icesave. Þetta flýtti hann sér að gera nokkrum klukkustundum áður en Seðlabankinn gaf út nýja skuldaþolsstöðu nokkrum tímum seinna sem var mun verri en sú fyrri og það vissum við. Við biðum allir eftir þeirri niðurstöðu en Vilhjálmur vildi endilega nota gamlar tölur. Svona lagað er ekki heiðarlegur framgangur um málefni ríkisins og mér er nokk sama hvað þú hefur að segja um málið félagi.
Sandkassinn 26.8.2013 kl. 21:27
Grétarsson
Sandkassinn 26.8.2013 kl. 21:27
Sigurður, það er óskiljanlegt að þú skulir verja Vilhjálm og skæða Samfylkingu í þessu ógeðsmáli gegn ríkinu og þjóðinni. Hvað ætlarðu að halda lengi fram þeirri rangfærslu að samningur um ICESAVE kæmi í veg fyrir dómsmál? Það var vitað að samningar kæmu aldrei í veg fyrir dómsmál og ótal sinnum rökstutt. Minni þig á eftirfarandi:
ÍSLENDINGAR SKULDA EKKERT: Alain_Lipietz
Þarf aldrei ad greida?: 7 hæstaréttarlögmenn:
Brynjar Níelsson hrl.
Björgvin Þorsteinsson hrl.
Haukur Örn Birgisson hrl.
Jón Jónsson hrl. hrl.
Reimar Pétursson hrl.
Sveinn Snorrason hrl.
Tómas Jónsson hrl.
Þorsteinn Einarsson hrl.
Og commentin þarna: Össur spilar póker með þjóðarhagsmuni
Elle_, 26.8.2013 kl. 22:44
Hæstaréttarlögmennirnir að ofan voru 8 svo það komi fram.
Elle_, 26.8.2013 kl. 22:49
Það má líka minna á þetta á vef Þjóðarheiðurs - samtaka gegn Icesave (thjodarheidur.blog.is):
26.3.2013 | 18:45
Þau studdu hinn ömurlega Icesave-II-samning og líka Icesave-III-samninginn!
Það er full ástæða til að rifja upp, hvaða fólk þetta er, því að enn eru sumir þar að bera blak af Icesave-svikasamningunum, og ýmsir í hópnum telja sig enn þess umkomna að hafa vit fyrir þjóðinni í ESB-umsóknarmáli Samfylkingarinnar og stefnuskrár-svíkjandi Vinstri grænna. En skoðið þetta:
Sumir virðast ekki sjá myndina af auglýsingu Andríkis, sem pistilshöf. sér þó úr sinni tölvu. Undarlegt. Þá er það helzt til ráða í bili að birta hér innihald þeirrar auglýsingar. Þar er efst yfirskriftin: Þau studdu hinn ömurlega Icesave II samning sem þjóðin felldi með 98% atkvæða Þá koma myndir í fjórum röðum, fjórar í hverri, ásamt nöfnum viðkomandi, þessum: Friðrik Már Baldursson, Gylfi Arnbjörnsson, Gylfi Magnússon, Gylfi Zoëga, Indriði H. Þorláksson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson [fv. fjármálaráðherra og fv. stjórnarform. FME], Már Guðmundsson, Margrét Kristmannsdóttir, Ólafur Þ. Stephensen, Steingrímur J.þ Sigfússon, Svavar Gestsson, Vilhjálmur Egilsson, Vilhjálmur Þorsteinsson [forstj. CCP, evrókrati og fv. stjórnlagaráðsm.], Þórólfur Matthíasson, Össur Skarphéðinsson. Undir myndunum stendur: Og nú vilja þau Icesave III -- Undir er svo merki Andríkis ásamt uppl. í smáu letri um hvernig kostnaður við þessa auglýsingu (í dagblöðum) hafi verið greiddur.
Jón Valur Jensson.
Jón Valur Jensson, 27.8.2013 kl. 00:30
Og þetta var aths. (tilvísun raunar) undir greininni:
http://static.andriki.is/vt/myndir11/icesaveIIogIII.pdf
Þorsteinn (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 14:53
Jón Valur Jensson, 27.8.2013 kl. 00:34
Um icesave sagði fyrrverandi formaður Famsóknarflokksins Jón Sigurðsson:"Það tókst að telja meirihluta landsmanna trú um að málið snerist virkilega um að það ætti að láta almenning borga bæði höfuðstólinn og vextina. Þetta er eitthvert merkilegasta afrek í pólitískum áróðri á síðari árum." Hér hlekkurinn fyrir fróðleiksfúsa en reyndar á ég ekki von á að viðkomandi vilji sleppa þessu haldreipi sem hefur verið svo notadrjúgt í áróðrinum. http://www.pressan.is/pressupennar/LesaJonSigurdsson/eftir-dominn-um-icesave?Pressandate=20090416+and+user%3d0+and+1%3d1%2fleggjumst-oll-a-eitt%2fleggjumst-oll-a%2fl%2fleggjumst-oll-a-eit%2f
Bergur 27.8.2013 kl. 13:19
Gunnar Waage. Þér ferst að ásaka aðra um rangfærslur og ferð síðan með tómt kjaftæði sjálfur. Þú ert þarna að rugla saman annars vegar Kaupþingi og Glitni sem voru með sína erlendur bankastarfsemi í formi dótturfyrirtækja sem voru þar með ekki íslendkir bankar og greiddu ekki í íslenska tryggingainnistæðusjóðinn heldur í innistæðusjóði þeirra landa sem þeir störfuðu í og hins vegar Landsbankanum sem var með sína reikninga erlendis í útibúum frá íslenska bankanum og greiddi af þeim í íslenska innistæðutryggingajóðinn. Þessi munur gerði einmitt það að verkum að það voru aðeins erlendu reikningar Landsbankans sem urðu að milliríkjadeilu en ekki hinna bankanna.
Það var aldrei ágreiningur um það í Icesava málinu að íslenski innistæðutryggingasjóðurinn bæri ábyrgð á lágmarkstryggingunni heldur aðeins hvort ríkið bæri ábyrð þar sem eignir hans og þrotabúsins hrykkju ekki til til að greiða lágnmarstryggingu innistæðna. Enda snerust þjóðaratkvæðagreiðslurnar um það eitt hvort samþykkt væri ríkisábyrð á lanum sem innistæðutryggingasjóður tæki til að greiða lágmarkstryggingarnar. Sá vandi sem við erum núna í vegna Icesave reikninganna er einmitt vandi við að skipta eignum þrogabúsins og innistæðutryggingasjóðs í gjaldeyri til að greiða kröfuhöfum bankans það sem þeir eiga þar inni sem er að mestu greiðslur til þeirra sem eiga Icesave skuldirnar.
Hitt varðandi mismununina hvað varðar þá var ekki um að ræða banka sem reknir voru erlendis í tilfelli Landsbankans því þetta voru útibú sem þar með voru rekin á sömu íslensku kennitölunni og íslensku útibú bankans. Það var því engin efnismunur á því að ríkið ákvað að ábyrgjast bara innistæður í íslenskum útibúum bankans eins og ef ríkið hefði ákveðið að ábyrgjast bara innistæður í útibúum bankans á Norðurlandi og hvergi annars staðar. Þar var um að ræða mismunun sem hefði að öllum líkindum hvorki staðist jafnræðisreglur EES samningsins mér jafnræðisreglu íslensku stjórnarskrárinnar ef á það hefði reynt fyrir dómstólum. En sem betur fer þá reyndi aldrei á það fyrir dómstólum og er ólíklegt að það muni gera það þó vissulega sé ekki hægt að útiloka frekari málaferli í þessu máli.
Ekki ætla ég að tjá mig um útreikninga Vilhjálms á skuldaþoli landsins en það er hins vegar og var alltaf á tæru að það fælist gríðarleg áhætta í því að láta málið fara fyrir dómstóla. Hvorki þeir sem voru með eða á móti samningum voru að taka afstöðu gegn íselnskum hagsmunum. Þetta snerist einfaldlega um msimunandi mat á því hvað væri hagstæðast að gera út frá íslenskum hagsmunum.
Þess vegna er það ekkert annað en aumt og lágkrúulegt skítkast að væna þá sem vildu samþykkja samningin um svik við íslenska hagsmuni. Slík ummælis segja meira um þá sem láta slíkan sora frá sér heldur en um þá sem honum er beint að.
Hvað varðar það að möguleiki hefði verið á málaferlum þó samningurnn hefði verið samþykktur þá var vissulega hætta á að þeir sem ekki nutu innistæðutrygginga eins og góðgerðafélög og sveitafélög ásamt innistæðum umfram 100 þúsun Evrim í Hollandi færu í mál til að fá sitt greitt. Þetta var þó aðeins lítið brot af heildarupphæðinni og því voru aldrei mjög stórir hagsmunir þar í heildardæminu þó vissulega hafi það verið stórar upphæðir. En varðandi góðgerðarfélögin og sveitafélögin þá áttu þau sama rétt og aðrir varðandi greiðslur úr þrotabúi bankans þó þau nytu ekki innistæðutryggngar og því ljóst að þar stæði aðeins lítill hluta þeirra upphæða útaf. En áhættan varðandi þau málaferli jukust við það að hafna samningnum.
Sigurður M Grétarsson, 27.8.2013 kl. 22:39
Æj greyið mitt láttu Vilhjálm bara svara fyrir sig sjálfan, ég bara nenni ekki að fara ofan í þetta hjá þér. Ef þú vilt þá geturðu örugglega reddað Vilhjálmi fleiri ríkisábyrgðum en hann hefur náð sér í nú þegar í tengslum við Verne, enda eru ríkisfjármál stórt áhugamál hans, peningar sem hann á ekki.
Sandkassinn 27.8.2013 kl. 23:34
Sælir! Var fyrst að sjá þessa færslu og athugasemdirnar núna. Þakka Sigurði M. Grétarssyni skeleggt framlag. Frásögn hans er rétt. Að kvöldi 28. janúar þegar Icesave-dómurinn var kveðinn upp var haldinn fjölmennur fundur hjá Samfylkingarfélagi Kópavogs í Hamraborg þar sem ég var frummælandi. Ég rakti sögu Icesave-málsins, fór yfir efnisatriði dómsins og fagnaði niðurstöðunni. Ég þakkaði sérstaklega grasrótarsamtökum, samninganefndunum, lögfræðiteyminu og stjórnvöldum sem héldu utan um málið, fyrir eljuna og þátt þeirra í að ná bestu mögulegu lendingu fyrir Ísland. Uppi voru hugmyndir um að endurtaka fundinn á vegum Samfylkingarfélagsins í Reykjavík en frá því var fallið m.a. vegna undirbúnings landsfundar Samfylkingarinnar sem átti að hefjast nokkrum dögum síðar, sem leiddi til þess að húsnæði flokksins í Reykjavík var upptekið, og vegna þess að ég þurfti að fara til útlanda í millitíðinni. Sá fundur hefði verið með nákvæmlega sömu framsögu og fundurinn í Kópavogi. Þeir sem vilja kynna sér helstu atriðin í framsögunni geta lesið nýtt blogg mitt hér: http://blog.pressan.is/vthorsteinsson/2013/08/28/gert-upp-vid-icesave/
Vilhjálmur Þorsteinsson, 30.8.2013 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.