Mánudagur, 26. ágúst 2013
Rannsóknarblaðamaður Stjórnlagaráðs.
Nú er það ljóst að stjórnlagaráð hafði innan sinna raða rannsóknablaðamann í frístundum sem heitir Vilhjálmur Þorsteinsson, en pilturinn er athafnasamur mjög.
Hann hefur stundum haldið því fram að AMX léti mig skrifa fyrir sig og sendi mér ýmsar heimildir í tölvupósti. Ástæðuna fyrir því sagði hann vera kenningu sem hann nefndi. Kenningin sagði honum að ólíklegt væri að sjómenn læsu sjö ára gamlar skýrslur heima hjá sér á kvöldin, hvað þá á sjónum, en ég vitnaði í skýrslu á einum stað.
Sálkönnuðurinn taldi Ragnhildi Kolka vera hugarfóstur Skafta Harðarsonar því stílbrögðin bentu til þess.
Eftir talsverða rannsóknarvinnu tókst honum að komast að því að Ragnhildur er raunveruleg kona en ekki hugarfóstur Skafta Harðarsonar, nefndi hróðugur að hún væri fædd árið 1942, sem staðfesti þá miklu vinnu er hann hafði lagt í.
Er ekki komið nóg af pistlum um gjaldkera Samfylkingarinnar og stjórnlagaráðsmanninn Vilhjalm Þorsteinsson?
Það kann vel að vera, en ég get ekki hætt, maðurinn er óborganlega fyndinn:)
Athugasemdir
Mér hefur aðallega fundist hann HLÆGILEGUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Jóhann Elíasson, 26.8.2013 kl. 17:46
Sjaldan - ef þá einhverntíman - hefur nokkur maður í opinberri umræðu hér á landi verið niðurlægður jafn hrottalega og Vilhjálmur Þ. þegar hann aflýsti í miklu fáti Icesave-fundinum illræmda sökum "húsnæðiseklu".
Reyndar sá hann alveg sjálfur um að niðurlægja sig í það skiptið, eins og öll hin, og því svosem ástæðulaust að vorkenna anganum ... en samt finnst manni hálf ljótt að gera grín að Vilhjálmi ... hann er nefninlega svo óskaplega "easy target".
En skemmtilegt er það, vissulega, og þegar um er að ræða svona kafbát í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi sem hefur tengingar út um all, er greinilega sífellt plottandi og potandi bak við tjöldin, og er jafnframt með hræðilega vondar og hættulegar skoðanir ... tjah, þá er það nánast borgaraleg skylda sérhvers manns að spotta hann, oft og rækilega.
Birgir 26.8.2013 kl. 18:04
Það væri gott ef hann væri bara fyndinn, en staðreyndin er sú að þetta er hættulegur maður í viðskiptalífinu sem misnotar aðstöðu sína við öll tækifæri.
Sandkassinn 26.8.2013 kl. 23:39
Hann er óskaplega óheppinn með sannfæringu blessaður kallinn Jóhann, það er svo hlægilegt við hann.
Jón Ríkharðsson, 27.8.2013 kl. 00:55
Það er alltaf ljótt að gera grín að fólki, sérstaklega á opinberum síðum eins og þessari og hafa ber í huga það sem Einar Ben sagði; "aðgát skal höfð í nærveru sálar".
En Vilhjálmur verðskuldar að fá smá umfjöllun fyrir ummæli sín og ég sé enga ástæðu til að hlífa honum. Maður sem vill láta taka sig alvarlega og sakar mig og fleiri um fasisma verðskuldar að ekki sé farið með það sem trúnaðarmál.
Við þekkjum öll hörmungar fasismans, það er viðbjóðsleg stefna og frekar ógeðslegt að vera bendlaður við hana. Hann hefur sýnt þá mestu lágkúru sem ég hef séð til þessa, þá meina ég í ljósi stöðu hans í þjóðfélaginu.
Jón Ríkharðsson, 27.8.2013 kl. 01:00
Þá er um að gera að afhjúpa manninn Gunni, í ljósi framgöngu hans og ummæla, þá sé ég ekki ástæðu til annars. Allar tilvitnanirnar sem ég hef komið með varðandi hans ummæli eru sannar og hver sem er getur séð þær á síðunni "Eftirlit með hlutleysi RÚV". Væri ég flinkari í tölvumálunum þá myndi ég vísa í ummælin, en ég bara kann það ekki, því miður.
Jón Ríkharðsson, 27.8.2013 kl. 01:02
Þetta er jú vinstri maður! VIð hverju búist þið?
Vilhjálmur Eyþórsson, 27.8.2013 kl. 01:08
Munið þið eftir 10 umsóknum um ríkisborgararétt sem bárust til allsherjarnefndar. Þetta voru fjárfestar sem ætluðu að fjárfesta í gagnahýsingu fyrir allt að 1.800 milljarða, vel yfir íslenskri landsframleiðslu.
Þegar ég skoðaði lögfræðistofuna sem sá um umsóknirnar og neitaði að gefa neinar upplýsingar út, þá voru þetta allt fyrrverandi starfsmenn söludeildar CCP en yfirmaður deildarinnar var enginn annar en umræddur kafbátur, Vilhjálmur Þorsteinsson.
Þetta mál gufaði síðan upp úr umfjöllun fjölmiðlanna, Róbert Marshall var formaður allsherjarnefndar og svaraði því til að málið yrði tekið til athugunar, ég man ekki eftir að hafa heyrt um lyktir af því.
Sandkassinn 27.8.2013 kl. 01:47
Um hvað ertu að tala Gunnar? Ég kannast ekki við orð af því sem þú segir. Taktu nú lágmarks staðreyndatékk áður en þú skrifar svona bull.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 30.8.2013 kl. 15:30
Nei enda efast ég um að þú kannist við sjálfan þig nema í myrkri Vilhjálmur.
Sandkassinn 30.8.2013 kl. 19:54
Einmitt það. En það er varla satt orð í þessum furðulega texta hjá þér. Og hvorki ég né CCP (þar sem ég var stjórnarformaður, ekki yfirmaður söludeildar) tengdumst þessu ríkisborgaramáli nokkurn skapaðan hlut. Hvernig þér dettur svona tilbúningur í hug er ofar mínum skilningi, hvað þá að láta sér detta í hug að birta hann á veraldarvefnum. Er annað sem þú lætur frá þér jafn ígrundað og áreiðanlegt?
Vilhjálmur Þorsteinsson, 30.8.2013 kl. 20:14
Vandamálið ert þú sjálfur Vilhjálmur og hvað þú skilur eða skilur ekki held ég að sé nú geðþóttamál hjá þér eins og venjulega. Það sem ég er að segja er allt satt og rétt. Hitt er annað mál að þér er augsýnliega brugðið og pakkar í vörn. Þetta er bara þitt vandamál Vilhjálmur, nú er laugardagskvöld og annað og merkilegra á dagskrá en samtal við spilltan stjórnmála/bissness kafbát sem sýgur sig fastan á Íslenska ríkið eins og haugsuga. Gangi þér vel.
Sandkassinn 30.8.2013 kl. 20:29
Það fyndna er einnig að þú skulir væna mig um að ljúga því sem kom skýrt fram í fjölmiðlum á sínum tíma.
Ætlar þú kannski að neita því að Sturla Sighvatsson hafi verið starfsmaður þinn í söludeild CCP ?
Eða vilt þú sjálfur bara sverja af þér tengsl við söludeild CCP sem að Sturla starfaði við ?
Ætlar þú kanski að sverja af þér gott aðgengi að allsherjarnefnd á þessum tíma ?
Ekkert af því sem ég er að segja er ekki bara beint upp úr fjölmiðlum þannig að þú ræðir því hvort þú trúir fjölmiðlum eða ekki karlinn minn.
Sandkassinn 30.8.2013 kl. 21:33
Ég gúglaði þennan Sturla Sighvatsson sem ég hafði aldrei áður heyrt af (nema alnafna hans í Íslandssögunni). Hann var framkvæmdastjóri fyrirtækis sem heitir Northern Lights Energy þegar þetta ríkisborgaramál var í gangi. Frá desember 2003 til júní 2005 vann hann hjá CCP, í 19 mánuði, en það er löngu áður en ríkisborgaramálið kom upp. Í öllu falli tengist þetta ríkisborgaramál hvorki mér né CCP með neinum hætti, svo það sé ítrekað.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 31.8.2013 kl. 15:37
Þú ert sem sagt fyrst núna að átta þig á að Sturla var starfsmaður þinn, merkilegt að þér skuli ekki hafa borist það til eyrna hjá CCP á sínum tíma því þetta var hávaðamál. Annað er að Sturla var meira en símastrákur hjá ykkur, hann ferðaðist hingað og þangað um heiminn og starfaði fyrir CCP. Fyrir utan þetta þá voru fleiri starfsmenn hjá Northern Lights á þessum tíma sem einnig komu úr söludeild CCP, lucky for you, þá er þá ekki lengur að finna á heimasíðu fyrirtækisins.
Sandkassinn 31.8.2013 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.