"Þessi fullyrðing þín um Vilhjálm er haugalygi".

Undanfarið hef ég vakið athygli á hegðun gjaldkera Samfylkingarinnar er hann tjáir sig í hópnum "Eftirlit með hlutleysi RÚV", sem er á Facebook.

Ekki er óalgengt að fjörugar umræður skapist á þessari síðu og fyrsta athugasemd við eina umfjöllunina um gjaldkerann hugumstóra var frá Gunnlaugi Ingvarssyni, félaga mínum í Heimssýn. 

Gunnlaugur sagði frá því þegar Vilhjálmur gjaldkeri Samfylkingar og stjórnlagaráðsmaður boðaði til opins fundar á vegum Samfylkingarfélags Reykjavíkurvarðandi niðurstöðu dómsins um Icesave og líklegt er að hann hafi búist við hinu versta. 

Eftir að í ljós kom að Ísland vann fullan sigur í málinu ákvað Vilhjálmur að aflýsa fundinum, hafandi misst af góðu tækifæri til að rakka niður Sjálfstæðisflokkinn. Ástæðan var sögð sú, að um plássleysi var að ræða vegna undirbúnings landsfundar flokksins.

Félag framsóknarmanna í Reykjavík brást skjótt við og bauðst til að lána Vilhjálmi húsnæði án endurgjalds, til að hann gæti fjallað um samninginn. En svo viss var Vilhjálmur, að hann gleymdi að semja ræðu um hugsanlegan sigur í málinu og hefur ekki haft tíma til að semja nýja.

Nú, þessi ummæli Gunnlaugs voru ekki síður sönn en sú staðreynd að það haustar á hverju ári.

En á þessa síðu mætir þrautþjálfaður fótgönguliði Samfylkingar, hokinn, ef ekki kengboginn af reynslu, við að réttlæta ýmsar þvælur sinna forystumanna.

Hann hundskammar Gunnlaug, segir hann sýna Vilhjálmi óbilgirni og fullyrðir að þetta sé haugalygi.

Hinn duglegi varðmaður Samfylkingarinnar benti á máli sínu til stuðnings, að Vilhjálmur hafi talað á fundi Samfylkingarfélags Kópavogs og þar hafi menn verið mjög glaðir með niðurstöðuna. 

En ljóst er að Gunnlaugur var aðeins að tala um opna fundinn, menn utan flokksins hafa enga hugmynd um bjórdrykkju og fagnaðarlæti Samfylkingarfólks í Kópavogi, enda ekki hægt að ætlast til þess.

Eftir stendur að Gunnlaugur hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér og fótgönguliðinn gerði klaufalega tilraun, að hætti Samfylkingar, til að dreifa umræðunni.

Þessi Samfylkingarrökfræði er ósköp döpur, enda sjáum við árangurinn í síðustu kosningum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þú ert góður að vanda, Jón.....!

Ómar Bjarki Smárason, 29.8.2013 kl. 10:48

2 identicon

jafnan magur málflutningur skrímslasveitanna.

Sandkassinn 29.8.2013 kl. 12:56

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ætli kratar í Kópavogi séu skynsamari en gengur og gerist meðal krata?

Það ku vera gott að búa í Kópavogi - ætli þetta sé ein ástæðan...

Kolbrún Hilmars, 29.8.2013 kl. 13:36

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Takk fyrir það Ómar:)

Jón Ríkharðsson, 29.8.2013 kl. 14:24

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Gunni minn, frekar slakur og merkilegt að fólk skuli ekki hafa séð í gegn um þessar ódýru brellur fyrir löngu.

Jón Ríkharðsson, 29.8.2013 kl. 14:25

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Tja, ekki þori ég að fullyrða um það min kæra, eflaust er hægt að finna slatta af skynsömu fólki í Samfylkingunni og ég hef nú spjallað við þokkalega greint fólk í þeim flokki.

En þeir virðast fara með veggjum í umræðunni, það eru asnarnir sem tjá sig mest.

Jón Ríkharðsson, 29.8.2013 kl. 14:26

7 identicon

Gott er það Jón að þú skulir benda okkur á þetta.  Ekki það að löngu er vitað að þínir menn eru þeir góðu og síðan verða menn og skoðanir verri eftir því sem lengra er farið frá hinni réttu hugsun.   Spilling og rangar ákvarðanir er eingöngu að finna á vinstri vængnum.  Þá er spurningin.  Getum þið ekki sem hafið ávalt rétt fyrir ykkur ekki reynt að hjálpa þessu ógæfusama fólki sem hefur orðið viðskilja við hina réttu hugsun.

Brynjar 29.8.2013 kl. 15:53

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eru sannir kratar allir á vinstri vængnum?  Það held ég að sé umdeilanlegt. 

Ekki er ég heldur viss um að sannir vinstri menn kæri sig nokkuð um leiðsögn hægri manna. 

Þó eru þeir vissulega margir nokkuð ruglaðir í ríminu um þessar mundir eftir stjórnarsamvinnu VG og Samfylkingar.  Bara spurning hverjum ber að aðlaga þá hugsjóninni aftur. 

Kolbrún Hilmars, 29.8.2013 kl. 18:31

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þá kemur einn bessewiserinn sem ekki hefur fyrir að kynna sér málin, en það er langt síðan þið hafið mætt Brynjar.

Ef þú vilt tjá þig um mínar skoðanir, þá er betra að lesa talsvert af pistlum eftir mig til að átta þig á mínum skoðunum. Það hefur þú ekki gert, en ég skal gjarna útskýra mitt sjónarmið, en aðeins einu sinni. Ég hef það fyrir sið í seinni tíð að þrasa ekki við fólk sem bullar út í loftið.

Ég hef trú á hægri stefnunni, það er rétt og ég er sjálfstæðismaður. En hægri stefnan geymir engan algildan sannleik, þess vegna þurfum við stöðugt að leita hans.

Spiling og rangar ákvarðinir eru hluti af mannlífinu og enginn maður er laus við að taka rangar ákvarðanir og enginn okkar getur talist óspilltur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið fullt af röngum ákvörðunum, en hann hefur reynst betur en vinstri flokkarnir, um það deilir enginn.

Þegar fólk hefur myndað sér sterkar skoðanir, þá breytir þeim enginn nema einstaklingurinn sjálfur. Það breytir mér enginn í vinstri mann og ég breyti engum í hægri mann. Þetta ætti að vera augljós staðreynd, en greinilega er hún það ekki í allra augum.

En það sem er sameiginleg með hægri og vinstri mönnum er að báðir hópar vilja gera sitt besta til að búa til gott samfélag. Svo greinir okkur á um leiðir, en enginn maður hefur ennþá höndlað sannleikann.

Jón Ríkharðsson, 29.8.2013 kl. 18:49

10 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Sælir! Var fyrst að sjá þessa færslu og athugasemdirnar núna. Að kvöldi 28. janúar þegar Icesave-dómurinn var kveðinn upp var haldinn fjölmennur fundur hjá Samfylkingarfélagi Kópavogs í Hamraborg þar sem ég var frummælandi. Ég rakti sögu Icesave-málsins, fór yfir efnisatriði dómsins og fagnaði niðurstöðunni. Ég þakkaði sérstaklega grasrótarsamtökum, samninganefndunum, lögfræðiteyminu og stjórnvöldum sem héldu utan um málið, fyrir eljuna og þátt þeirra í að ná bestu mögulegu lendingu fyrir Ísland. Uppi voru hugmyndir um að endurtaka fundinn á vegum Samfylkingarfélagsins í Reykjavík en frá því var fallið m.a. vegna undirbúnings landsfundar Samfylkingarinnar sem átti að hefjast nokkrum dögum síðar, sem leiddi til þess að húsnæði flokksins í Reykjavík var upptekið, og vegna þess að ég þurfti að fara til útlanda í millitíðinni. Sá fundur hefði verið með nákvæmlega sömu framsögu og fundurinn í Kópavogi. Þeir sem vilja kynna sér helstu atriðin í framsögunni geta lesið nýtt blogg mitt hér: http://blog.pressan.is/vthorsteinsson/2013/08/28/gert-upp-vid-icesave/

Vilhjálmur Þorsteinsson, 30.8.2013 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband