Þegar Ragnhildur Kolka lokaði bloggsíðunni.

Hafandi fylgst með gjaldkera Samfylkingar í nokkra daga, vaða á súðum í hópnum sem vill veita ríkismiðlinum aðhald, þá er erfitt að skilja linkind minna góðu vina í forystusveit Sjálfstæðisflokksins. En þeir eru vonandi að vakna og margt bendir til þess.

Líklegt er að Vilhjálmur sé einn af spunameisturum vinstri manna, hvorki betri né verri en aðrir í þessum vafasama hópi.

Ég hef áður sagt frá því þegar Vilhjálmur kvað Skafta Harðarson skrifa undir nafninu Ragnhildur Kolka, en við sem þekkjum hana og höfum fylgst með hennar skrifum vitum betur. Rökin sem gjaldkerinn og stjórnlagaráðsmaðurinn kemur með eru furðuleg, eins og röksemdir spunameistara yfirleitt.

Vilhjálmur talar reyndar eins og hugsanlega fleiri skrifi í nafni Ragnhildar og rökin eru þau að skrifin endurspegli marga ólíka stíla. Skýringin á því er einföld. Ragnhildur er góður penni og lærður bókmenntafræðingur, en þetta eru ekki fáránlegustu rökin hans í þessu máli.

Þau eru varðandi það, þegar Ragnhildur átti að hafa lokað bloggsíðunni, því hún vildi ekki gefa upp rétt nafn. Máli sínu til stuðnings vísar spunakallinn í blogg Ragnhildar þann 31. desember árið 2008.

Hann kveðst undrast það að hún vilji ekki gefa upp rétt nafn og kennitölu, en það er rangt. Sannleikurinn er sá að hún vildi ekki geta millinafns sem hún hefur aldrei notað.

Blogginu hennar var aldrei lokað, hvorki af henni né stjórnendum moggabloggsins.

Hvers vegna er ég ennþá að skrifa um Vilhjálm Þorsteinsson? 

Til þess að afhjúpa rætna spunameistara vinstri flokkanna sem hafa stjórnað umræðunni allt of lengi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eg hef aldrei reynt að opna Bloggsiðu hennar,en finn sterkan liðsauka þegar kröftugt nafn hennar birtist i athugasemdum.

Helga Kristjánsdóttir, 31.8.2013 kl. 02:11

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Helga, það er mjög auðvelt að komast á bloggsíðuna hennar eins og mína. Hún hefur ekki bloggað lengi, en ef þú googlar hana þá ertu komin og getur lesið fullt af bloggum frá henni, Ragnhildur er frábær penni og góð kona.

Jón Ríkharðsson, 31.8.2013 kl. 02:23

3 identicon

Hann veit vel hver Ragnhildur Kolka er, þetta er aftur á móti bara viss ruddaskapur og yfirgangur í honum. Það er verst fyrir hann sjálfan því hann er með margt óhreint í pokahorninu sem hann getur ekki svarað fyrir eins og sást en einu sinni í gærkvöldi.

Sandkassinn 31.8.2013 kl. 05:10

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

En hugsaðu þér Gunni, hann mætir sjáfur í eigin nafni og með mynd af sér og reynir að réttlæta þvæluna.

Jón Ríkharðsson, 31.8.2013 kl. 06:23

5 identicon

Já það er hans stíll, að gera hlutina beint fyrir framan nefið á mönnum eins og ekkert sé.

Sandkassinn 31.8.2013 kl. 07:46

6 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Það voru mistök af honum að koma með mynd af sér alla vega hvað mig varðar því áður en ég hafði lesið nokkuð eða heyrt á tal Vilhjálms þá fékk ég hálfgerða skömm á honum, kannski hefur það verið vegna þess að þegar ég sá myndina þá vissi ég hvaða flokk hann tilheyrði.

En Jón ég hvet þig áfram á sömu braut.

Þórólfur Ingvarsson, 31.8.2013 kl. 17:39

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hann telur það klókt Gunni, en ég er ekki sannfærður um að það sé rétt mat hjá honum.

Jón Ríkharðsson, 1.9.2013 kl. 23:41

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka hvatninguna Þórólfur, mér finnst löngu kominn tími til að afhjúpa þessa svokölluðu spunameistara, þeir hafa fengið að vera í friði of lengi.

Jón Ríkharðsson, 1.9.2013 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband