Geta sjálfstæðismenn hvílt sig á Reykjavík?

Ef marka má umræðu síðustu ára þá virðast sjálfstæðismenn lítið hafa út á stjórn borgarinnar að setja. Ástandið minnir að vissu leiti á pólitíkina árið 1999 þegar vinstri menn reyndu að berjast við að hanka Sjálfstæðisflokkinn en ekkert gekk, það var allt í þokkalegu standi.

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hefur haft sig lítið í frammi á síðasta kjörtímabili og heyrst hefur að amk. einn úr þeirra hópi sé nokkuð kátur með verk Besta flokksins og Samfylkingar og lítið hafa aðrir sjálfstæðismenn mótmælt því.

Kosningabaráttur eru kostnaðarsamar og þær útheimta gríðarlega vinnu grasrótar flokksins, en þeir sem tilheyra henni eru í vinnu og eiga flestir fjölskyldur sem þarf að sinna.

Sé það skoðun borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna að mál borgarinnar séu í þokkalegu standi og lítil ástæða til að breyta um stjórn, þá þarf takmarkað púður í næstu kosningar, kannski koma örfáum fulltrúum að til aðhalds og þá getur flokkurinn einbeitt sér að öðrum málum.

Því miður hef ég lítinn tíma til að skoða borgarmálin, en úr fjarlægð þykir mér Jón Gnarr ekki traustvekjandi stjórnmálamaður, en hvað finnst þeim sem vinna í návist hans allt árið? Mér virðist að kostnaður við yfirstjórn borgarinnar sé óeðlilega mikill og á sama tíma er skorið niður í þjónustu við íbúanna. Það lítur ekki vel út, einhverjir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa bent á þetta, en hópurinn í heild hefur litla athygli vakið á þessu. 

Ég frétti það líka frá einum sem þekkir til, að PR maður borgarstjórnarflokksins hafi sagt að það sé óheppileg taktík að ráðast á Jón Gnarr, hann nýtur svo mikillar samúðar.

Ef þetta er rétt, þá ættu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að fá sér betri ráðgjafa. Að sjálfsögðu á aldrei að hlífa pólitískum andstæðingum, hvað þá æðsta yfirmanni höfuðborgar landsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður einföld kosningabarátta

Flugvöllinn áfram - Gísli M getur bara farið aftur til Glasgow

Barnaleikvöllinn af Hofsvallagötunni

Enga ísbirni

Grímur 12.9.2013 kl. 16:35

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Einföld kosningabarátta? Ísbjörn á Flugvellinum og Glasgow við brautarenda og með Barnaleikvöllinn í Gróttu og stórar dælur fyrir stórflóðin sem koma óreglulega á flugbrautina með sinn einn og hálfa metra af sjó á innfluginu. Og þar á að smíða flottar byggingar undir Klíkuna sem fer þá reglulega undir sjó þegar stórflóðin koma og vera þá með bátinn bundinn við Póstkassa. Er þá gott að hafa Flugvöll til að ferja innbúana í Mýrinni með öll sín listaverk sem metin eru á 90 miljónir á hverja "normal" fjölskyldu hjá "flugvallar bassanum. Sjálfur ætla ég að kjósa ósynda heiðingja sem aldrei hafa séð flugvöll eða "vatnsþolið listaverkasafn" nema þá hellst frá Blönduósi eða prútthestinn sem stóð í Vatnsmýrinni og á vera gefinn RVK frá Listamanninum sjálfum og það vogar enginn að brjóta það skilorð!! eða er það??

50 cal.

Eyjólfur Jónsson, 13.9.2013 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband