Er þetta rétt hjá borgarstjóranum?

Jón Gnarr borgarstjóri sagði frá einelti sem faðir hann þurfti að þola frá hendi sjálfstæðismanna.

Faðir hans var lögregluþjónn og sósíalisti og að sögn borgarstjóra fékk hann engan frama af þeim sökum. Jón sagði frá því að það hefði kostað fjölskyldu sína mikinn tekjumissi.

Til að komast að því hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi mikið verið að reka og halda niðri sósíalistum í gamla daga ákvað ég að þefa uppi föður æskuvinar míns, en hann var skrifstofumaður hjá hinu opinbera áratugum saman. Kallinn er frekar til vinstri, en ekki mjög fanatískur og þolir vel að spjalla við sjálfstæðismenn.

Hann tók vel í erindi mitt eftir að hafa spurt um mína hagi, ég hef ekki heyrt í honum í amk. þrjátíu ár. 

Hann sagði að það hefði verið mikil samstaða hjá öllum stjórnmálamönnum í gamla daga. Þeir gátu rifist á fundum en voru svo bestu vinir á eftir. Ekki kannaðist hann við að stjórnmálaflokkar hefðu beitt sér gegn mönnum úr öðrum flokkum, þeir vissu að það gat verið hættulegt.

Á þessum árum var pólitíkin öðruvísi en í dag, stjórnmálaflokkar höfðu það hlutverk að hjálpa fólki að fá ýmsa fyrirgreiðslu, atvinnu líka. Ef sjálfstæðismaður hefði rekið eða komið illa fram við sósíalista, þá gat hann átt von á því að sósíalisti myndi gera slíkt hið sama við sjálfstæðismann.

Svo sagði hann mér sögu af samskiptum Bjarna Benediktssonar eldri og sjálfstæðismanns sem vantaði lán. Bjarni sagði honum að kvóti sjálfstæðismanna væri búinn, en kratarnir hefðu kannski svigrúm. Bjarni hringdi í einhvern forystumann Alþýðuflokksins og reddaði þannig láni.

Svona unnu stjórnmálamenn í gamla daga að sögn manns, sem nálgast nírætt og vann allan sinn starfsaldur hjá hinu ríkinu.

Gaman væri ef hægt væri að finna gamlan starfsbróður föður Jóns, sem varpað gæti ljósi á eineltissögu borgarstjórans í föðurins garð.

Ég þekki reyndar einn fyrrverandi lögregluþjón sem kominn er fast að sjötugu. ætla að hringja í hann fljótlega og hlera hvað hann hefur að segja.

Við viljum leita sannleikans, ekki satt? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi þessu alveg, þetta eru ekki allt kórdrengir Jón minn.

Sandkassinn 22.9.2013 kl. 03:29

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvort sem sagan af föður Jóns sé sönn eða uppspuni, þá vaknar upp hjá manni sú spurning hvað það komi nútímanum við.

Er þetta hin nýja pólitík sem við munum verða vitni að, að draga upp áratugagamlar sögur og sögusagnir?

Er málstaður Gnarrista ekki betri en svo að sækja verður rök gegn sjálfstæðisflokk áratugi aftur í tímann, í formi sögusagna?

Eða er Jón kannski að boða svipaðar aðferðir og hann segir Sjálfstæðisflokk hafa beytt um miðja síðustu öld?

Gunnar Heiðarsson, 22.9.2013 kl. 07:11

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann vill meina að að "ÖLL" axarsköft, sem hann hefur framið í borgarstjóratíð sinni, sé um að kenna: EINELTI, TOURETTE, ADHD og einhverju fleiru.  Nú dregur hann upp einhverjar sögur, úr smiðju Gróu á Leiti, hvað býður hann upp á næst til að vekja athygli á sér (því ekki vekur hann athygli á málefnum borgarinnar)??????

Jón viltu hringja í mig í 565-1192 og ef ég skyldi ekki svara í þann síma þá 896-4292. 

Jóhann Elíasson, 22.9.2013 kl. 08:57

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sannarlega veit ég að þessir kallar voru eins langt frá því að vera kórdrengir og hugsast gat Gunni minn.

En þeir höfðu margar óskráðar reglur sem var alltaf fylgt, samkvæmt frásögn mannsins sem ég vitnaði í. Hann sagði margt fleira, við spjölluðum saman í klukkutíma, vonandi hef ég ekki gengið frá kallinum, hann verður níræður fljótlega.

Hann sagði hinsvegar að hægt væri að finna mörg dæmi frá einkafyrirtækjum sem forstjórar vildu hafa áhrif á starfsfólkið og ráku stundum pólitíska andstæðinga. En hann kannaðist ekki við neitt dæmi hjá opinberum stofnunum, enda voru það óskráð lög að menn virtu stuðningsmenn hvers annars.

Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 10:29

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er alveg rétt Gunni H. raunverulega skiptir litlu máli hvað var gert í fortíðinni, en ágætt að hafa hana til hliðsjónar og læra af henni.

Hann hefur ekki verið í hópi rökföstustu stjórnmálamanna, hann nafni minn Gnarr.

Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 10:31

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Geri það Jóhann.

Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 10:31

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jón! það þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann til að finna einelti. Ég veit um mörg dæmi þar sem menn fengu ekki yfirvinnu ef þeir voru ekki í réttum lit, og ýmislegt fleira, til dæmis ef þú gerir ekki eins og við viljum, skal ég sjá til þess að þú verðir rekinn, og mörg fleiri dæmi sem ganga enn í dag. Og þá skiptir ekki máli hvaða flokkur er við stjórn. En hvað Borgarstjórann varðar,þá legg ég það ekki á mig að pæla í honum, en þó verður maður stundum forviða. Og ég varð ennþá meira forviða á hvað kom út úr síðustu skoðunarkönnun.

Eyjólfur G Svavarsson, 22.9.2013 kl. 11:15

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mér skilst Eyjólfur, að það hafi frekar átt við einkafyrirtæki, kannski Sambandið, en mórallinn hjá opinberum stofnunum var ekki svona samkvæmt frásögn mannsins sem ég ræddi vel, en hann þekkir sögu stjórnsýslunnar áratugi aftu í tímann.

Mér finst þetta sannfærandi hjá honum, við höfum jú heyrt um samtryggingu stjórnmálamanna, hún var sannarlega til staðar og þeir stóðu saman, þvert á flokka.

Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 11:49

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þetta er án efa raunsönn lýsing á íslensku klíkusamfélagi fyrri tíma.

En það segir mér enginn að klíka Sjálfstæðismanna hafi ekki verið sýnu öflugust. Framsóknarflokkurinn svo þar næstur, kratar ávallt minni og sósíalistar meira og minna utangarðs í klíkuveldinu.

Skeggi Skaftason, 22.9.2013 kl. 11:59

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

hann kannaðist ekki við neitt dæmi hjá opinberum stofnunum, enda voru það óskráð lög að menn virtu stuðningsmenn hvers annars.

Það þarf nú ekki að fara langt aftur í tímann til að sjá að þetta passar nú ekki alveg. Lítið á ÍLS, sem Framsóknarflokkurinn hefur "átt". Klíkuskapur hefur auðvitað ekki bara haft eitthvað að segja um ráðningar í allra hæstu stöður og EKKERT í aðrar stöður. Það er naívt að halda það.

Skeggi Skaftason, 22.9.2013 kl. 12:03

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta með íbúðarlánasjóð sannar ekkert einelti á pólitíska andstæðinga Skeggi, heldur nákvæmlega það sem ég var að benda á.

Flokkarnir bjuggu til ákveðið kerfi og skiptu á milli sín öllum gæðum, stofnunum osfrv.

Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 12:50

12 identicon

Sæll Jón. Skemmtilegar pælingar. Ekki veit ég hvort þessi frásögn nafn þín átti við rök að styðjast. Á almenna vinnumarkaðnum var þetta svo sannarlega svona. Þekkti það af eigin raun.

Bankastjórar voru t.d. frá hverjum flokki eða hliðhollir þeim og lánuðu frekar sínum en ekki eingöngu.

Annað  sem átti sér stað í stjórnsýslu að frímúrarar (menn vita almennt hvaða flokki þeir tilheurðu), hvort sem þeir voru réttu mennirnir eða ekki.

Má vera að þeir hafi fengið meiri yfirvinnu og frekari frama en aðrir sem minnkaði auðvitað yfirvinnu annarra og frama.

Sjálfur kynntist ég þremur sem voru algjörlega óhæfir til vinnu vegna alkóhólisma en fengu ávallt sín tækifæri.

Nafni þinn segist sjálfur hafa orðið fórnarlamb eineltis. En hvort stjórnsýslan átti hlut í máli föður hans þarf ekkert að vera rétt. En heldur ekki röng.

Hafþór Baldvinsson 22.9.2013 kl. 13:19

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Hafþór.

Ég hef lítið annað en frásögn þessa manns sem ég nefndi. Hann vill ekki láta nafns síns getið, kominn fast að níræðu og kærir sig ekkert um athygli. Mér er alltaf illa við nafnlausa heimildarmenn, því það virkar ósannfærandi.

En ég var heimagangur hjá honum í æsku og veit að þessi maður fer ekki með fleipur. Hann var starfsmaður ráðuneyta allan sinn starfsaldur og þekkir þessi mál betur en aðrir.

Hann sagði mér að á í gamla þurfti almenningur að treysta á stjórnmálaflokka, einnig bent hann á að vinátta stjórnmálamanna í ólíkum flokkum hafi verið mjög algeng á þessum árum, þá sönn og náin vinátta. Þeir voru með ýmsar óskráðar reglur og skiptu á milli sín opinberum fyrirtækjum og stofnunum.

Þeir hjálpuðu skjólstæðingum hvers annars hægri vinstri og virtu svæðin undantekningalaust, eftir því sem þessi ágæti maður sagði. Einn flokkur átti þessa stofnun og enginn hjólaði í það.

Gamli maðurinn fór að hlæja þegar hann sagði að þetta hafi virst flókið fyrir utanaðkomandi, en fyrir hann og fleiri var þetta mjög einfalt. Ef þú tengdist einhverjum stjórnmálaflokki, sama hvað hann hét, þá fékkstu fyrirgreiðslu á öllum stöðum þótt aðrir flokkar hafi ráðið þar ríkjum.

Eflaust vilja margir ekki svona system í dag, en ég veit ekki hvort það er verra en pólitíkin sem samtíminn býr við.

Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 13:57

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

En Hafþór, gamli maðurinn sagði mér að pólitískar ofsóknir hafi verið algengar í einkageiranum. Þá misnotuðu eigendur fyrirtækja aðstöður sínar og leyfðu ekkert nema skoðanir sem þeim hugnuðust.

En í opinbera geiranum gilti það sem hann sagði og ég sé enga ástæðu til að rengja það.

Það var gaman að spjalla við kallinn, hann fylgist vel með öllu og hefur áhugaverðar skoðanir á málefnum samtímans.

Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 14:01

15 Smámynd: Elle_

Háttsettur fullorðinn maður (í ríkisembætti í 40 ár) fullyrðir að næstum útilokað hafi verið að fá bankalán nema vera skráður sjálfstæðismaður.  Og að almennt miklar klíkur hafi verið og séu enn í sambandi við vinnu.

Elle_, 22.9.2013 kl. 14:17

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Elle, það þurfti enginn endilega að vera sjálfstæðismaður en það hjálpaði að þekkja menn á réttum stöðum á þessum tíma.

Það var hægt að fá fyrirgreiðslu, óháð flokkum, ef þú þekktir t.a.m. framsóknarmann, krata eða sósíalista. Þá hafði viðkomandi samband við þann sem réði og lánið kom um hæl.

Svona voru þessir tímar, sumt var betra þá og annað verra.

Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 14:54

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón,

það vantar í þessa röksemdafærslu þína að men sem voru stimplaðir kommar áttu fáu að. Þeir "áttu" ekki sína bankastjóra og stofnanir líkt og helmingaskiptaflokkarnir. þannig var nú það.

Skeggi Skaftason, 22.9.2013 kl. 15:08

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Pabbi kaus alltaf kratana þó svo að hann væri ekki flokksbundinn og var verkamaður allt sit líf, en hann gat fengið lán í Landsbankanum til að kaupa íbúð. Þannig að ekki held ég að flokkareglan hafi verið í algleiming í den tid.

Kveðja frá Medína Sádi Arabíu.

Jóhann Kristinsson, 22.9.2013 kl. 15:19

19 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það fer eftir því hvort þú ert að tala um sósíalista eða beinlínis kommúnista Skeggi.

Sósíalistar höfðu klárlega áhrif, þótt þeir hafi kannski ekki átt stofnanir eins og hinir flokkarnir. Einar Olgeirsson og Ólafur Thors t.a.m. voru mjög góðir vinir og líklegt að einhverjir hafi notið góðs af því í röðum sósíalista.

En kommúnistar voru vissulega á jaðrinum, enda fæstir í þeim hópi áhugasamir um tengsl við banka og stjórnendur þeirra.

En varðandi föður Jóns, þá sagði mér gamall lögreglumaður að hann hafi verið góður félagi og hress, man ekki eftir að hann hafi kvartað yfir neinu og hann virtist ekkert hafa þolað verri framkomu en aðrir.

Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 15:38

20 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Í landsbankanum störfuðu stjórar úr minnsta kosti 3 flokkum samtímis þannig að allir áttu að geta fengið fyrirgreiðslu, þó svo að þeir væru misjafnlega hátt settir. En það óð enginn í bankann og labbaði út með hundruð miljóna nema vera vel merktur!

Eyjólfur G Svavarsson, 22.9.2013 kl. 16:44

21 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Jóhann minn víðförli, alveg gleymdi ég að svara þér.

Þetta eru fínir punktar, vitaskuld má segja að allt sem maður segir er einföldun á raunveruleikanum, hann er svo margbrotinn sem betur fer.

Auðvitað er hægt að finna dæmi um fólk sem tengdist engum flokkum en tókst samt að redda sér. Eflaust hefur faðir þinn verið traustvekjandi og komið vel fyrir. Slíkir menn fá oftast fyrirgreiðslur hvar sem er.

Bið að heilsa til Medína og hafðu það sem best.

Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 17:26

22 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Bankastjórinn var oftast framsóknar eða sjálfstæðismáur Eyjólfur minn, svo voru stjórnarmenn úr öllum flokkum.

Eflaust er það rétt að það fékk enginn háar upphæðir nema að hafa annaðhvort mikla persónutöfra eða vera vel merktur.

Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband