Sunnudagur, 22. september 2013
Jón Gnarr kúgar minnihlutann.
Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur þorir ekki að hjóla í borgarstjórann af ótta við almenningsálitið, en því miður eru allir stjórnmálamenn meira og minna hræddir við það.
Borgarfulltrúar minnihlutans hlusta á skrítnar ræður þar sem borgarstjórinn segir sögur af sjálfum sér í hinum ýmsu aðstæðum og enginn þorir að benda á þá staðreynd að lífsreynslusögur æðsta yfirmanns borgarinnar bæta ekki hagsmuni borgarbúa.
Haft hef ég spurnir af PR maður borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafi eindregið varað þau við að gagnrýna borgarstjórann, það vekur upp samúð kjósenda og getur hugsanlega veikt þau umtalsvert.
Það er gallinn við almannatengla, þeir hlera stemminguna en hafa engar lausnir til að breyta henni.
Vitaskuld tekur það á að þurfa að hjóla í mann sem er uppfullur af sjálfsvorkunn og segir stöðugt frá einelti sem hann þoldi í æsku, svo ekki sé talað um athyglisbrestinn og hvatvísina.
Minnihlutinn þarf að hrista af sér meðvirknina, sá sem er í pólitík þarf að vera tilbúinn fyrir harða og óvægna gagnrýni.
Pólitíkin í borginni líður fyrir meðvirkni og vorkunnsemi borgarfulltrúa.
Varla virkar það vel á ímynd höfuðborgar íslensku þjóðarinnar?
Athugasemdir
Já þetta er rétt hjá þér Jón, þetta er svona 'klaga í mömmu' vælukúgun, einhver. Ótrúlegt að þetta skuli virka meðal fullorðinna. Það þarf virkilega nýjan meirihluta í borginni, mér sýnist Gulli vera að gera sig kláran, hann væri flottur.
Sandkassinn 23.9.2013 kl. 02:20
Ég er viss um að einhverjir tóku nú ákvörðun um að kjósa Jón eftir að hafa lesið bloggin ykkar um hann. Í stað þess að vera að væla um hann þá skulið þið tala um þá sem þið styðjið og kosti þeirra, þeir eru kannski engir og því látið þið eins og þið látið
DoctorE 23.9.2013 kl. 07:57
Sammála Doctornum. Og Besti flokkurinn fær örugglega 100 atkvæði fyrir hverja bullgreinina og vitleysuna sem ritstjórinn í Hádegismóum lætur frá sér fara. Það eru nefninlega allir nema örfáir heittrúarmenn í Sjálfstæðisflokknum búnir að fá nóg af þeim manni. Tek það fram að ég hef ekki minnstu trú á Jóni Gnarr sem borgarstjóra. Held að honum sé flest betur gefið en að vera í stjórnmálum.
Þórir Kjartansson, 23.9.2013 kl. 08:25
Sammála því Gunni, við þurfum öflugan meirihluta í borginni.
Jón Ríkharðsson, 23.9.2013 kl. 09:26
ÞAð getur oft verið vandlifað í þessum heimi DoctorE, en miðað við þín rök þá ættir þú að hvetja einhverja til trúar með þínum skoðunum.
En ég skil hvað þú átt við, andsefjun er þekkt fyrirbæri og á sér stað hjá veiklunduðu fólki. Sá sem þarf mig eða aðra til að segja hver hvað hann á að kjósa ætti að athuga sjálfan sig vandlega.
Og varðandi Sjálfstæðisflokkinn, þá get ég ekkert fjallað um hans stefnu strax. því miður er borgarstjórnarhópurinn okkar frekar ósamstæður og þarf að vinna í sínum málum til að vera trúverðugur kostur.
Jón Ríkharðsson, 23.9.2013 kl. 09:29
Þórir, ég get sagt svipað við þig og DoctorE. Sá sem lætur mig eða Davíð Oddsson hafa áhrif á hvern hann kýs þarf að fara í alvarlega sjálfsskoðun því hann getur greinilega ekki myndað sjálfstæða skoðun.
Davíð hefur alltaf verið umdeildur en hann skiptir ekki máli í þessu samhengi. Ég hefði sjálfur kosið að nota hófstilltari orð en hann gerir oft, en ég er oftar sammála honum en ósammála.
Ég held að það geti enginn sagt það af sannfæringu að Jón Gnarr sé góður stjórnmálamaður, en hann er frábær leikari og það fleytir honum langt.
Jón Ríkharðsson, 23.9.2013 kl. 09:32
Jón. Það er ekki einleikið hvað sumum Sjálfstæðismönnum er illa við Jón Gnarr og hreinskilnina hans. Ég er ekki að verja allt sem hann hefur gert, enda væri óeðlilegt að vera sammála öllu sem kemur frá öðru fólki. En hann hefur ekki staðið sig verr en aðrir, svo mikið er víst.
Það er látið í það skína núna, að fyrir borgarstjóratíð Jóns Gnarr hafi ekki verið neitt að í borgarstjórninni.
Það var nú skipt um borgarstjóra á 100 daga fresti og kannski oftar á tímabili. Ég man þetta ekki nákvæmlega. Allt var stjórnlaust, og kostnaður við eftirlaun tilrauna-borgarstjóra hafa án efa kostað borgarbúa mikið. það voru allir að springa úr valda-fíkn og eineltis-sjúkleika-tilburðum, til að ná völdum.
Þetta gat ekki talist eðlilegt hegðunarmynstur hjá ábyrgum einstaklingum, og hljóta þessir skiptinema-borgarstjórar að hafa verið með einhver alvarlegri einkenni en ADHD-einkenni. Græðgi háir yfirleitt ekki ADHD-fólkið. En hreinskilni þeirra háir stundum þöggunar-klíkum í valdaembættum.
Siðferðisvitund sumra gamalla, rótgróinna og spilltra pólitíkusa og embættismanna er afskaplega tæp, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Þeir kunna sumir ekki að rökræða við yngra fólkið, og koma með einræðis-skoðanirnar óræddar á endastöð umræðunnar. Þetta gildir reyndar um fleiri flokka-einræðis-háttarlag.
Þú ert greinilega vandaður Sjálfstæðisflokks-maður Jón Ríkharðsson, en því miður verður ekki það sama sagt um marga aðra í þeim flokki. Það er mislitur hópur í öllum flokkum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.9.2013 kl. 13:36
Ef þetta er rétt sem þú skrifar, þá er að mínu áliti þessi minnihluti ekki starfi sínu vaxinn og þarf þá að skipta all snarlega út fólki sem þorir og hefur vit til.
Magnus Tor magnusson 23.9.2013 kl. 16:40
Mér er ekki illa við hreinskilni Jóns Gnarr Anna mín Sigríður og heldur ekki illa við hann sem persónu.
Hinsvegar þoli ég illa letina í honum, ætli það sé ekki það versta að minu mati. Hann nennir ekki að sinna framkvæmdastjórahlutverkinu og setur sig ekki nógu vel inn í mál til að svara almennilega fyrir þau.
Þetta með ADHD, þá þekki ég það ágætlega, þetta er algengt í minni fjölskyldu. Það er raunverulega lítið sameiginlegt með þessu fólki annað en kannski meiri snertiþörf og þörf fyrir blíðuhót. Helvítis græðgin læðist allstaðar inn og það sleppur víst engin mangerð við hana, því miður.
Svo finnst mér hann ekki nógu sannfærandi sem leiðtogi.
Vitaskuld var allur vandræðagangurinn hjá öllum flokkum helsta skýring velgengni Besta flokksins.
Jón Ríkharðsson, 23.9.2013 kl. 17:14
Það þarf heilmiklu að breyta Magnús Þór, varaðandi málefni Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ekki kannski henda öllum út heldur þurfa þeir að taka sig á og vinna fylgi með sannfærandi hætti.
Jón Ríkharðsson, 23.9.2013 kl. 17:15
Jón. Getur verið að Jón Gnarr sé ekki latur, heldur sé skýringin sú, að hann fái engu að ráða fyrir einhverjum ósýnilegum baktjalda-stjórnendum? Þeir frekustu, valdamestu og sterkustu hafa oftar en ekki vaðið yfir þá sem eru minna frekir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2013 kl. 15:08
Anna mín Sigríður, eflaust er mikið til í þessu hjá þér. Ég þekki ágætlega til í gegn um borgarstjórnaflokkinn okkar sjálfstæðismanna og veit að Dagur B. stjórnar öllu og er raunverulegur borgarstjóri.
En það er engin della með Jón Gnarr, honum þykir leiðinlegt að ræða praktísk mál. En hann hefur sína kosti, mikla persónutöfra og er einlægur, það vinnur með honum.
En hvort við höfum mikið gagn af honum sem borgarstjóra, það er ég ekki viss um, þá meina ég í praktískum málum sem snúa að rekstri borgarinnar.
Jón Ríkharðsson, 25.9.2013 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.