Er ég að auka fylgi við Jón Gnarr?

Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru óþreytandi við að ráðleggja okkur varðandi hvað hægt er að gera til að laga flokkinn og bæta.

En hæpið er að hlýða þeirra ráðum, því ekki hefur andstæðingum Sjálfstæðiflokksins gengið mjög vel í gegn um tíðina. 

Reyndar væri óhætt að leggja við hlustir ef Jón Gnarr bankaði á dyrnar, honum tekst það sem fáir geta. Fengið fólk til að kjósa sig út á enga pólitíska stefnu og lofað að svíkja allt, standa svo við það en fá fylgi þrátt fyrir það.

En gott fólk sem er í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn ræður mér eindregið frá að skirfa meira á þessum nótum um Jón Gnarr. Það óttast að ég auki fylgið með þessum pistlum.

Ólíklegt er að ég auki fylgi við Besta flokkinn og Jón Gnarr svo um muni. Vitaskuld er til fólk sem hefur engar hugsjónir aðrar en að vera á móti. Og líklegt er að slíkir einstaklingar muni kjósa Besta flokkinn vegna þess að pistlarnir mínir virka þannig á þá.

 Það er skiljanlegt að fólk kjósi Jón Gnarr ef það telur hann besta kostinn og ekkert við því að segja.

En kjósa Jón Gnarr bara af því að ég er ekki hrifinn af honum, það er náttúrulega bilun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Það ætti enginn að kjósa Jón Gnarr. Hann hefur pólískt vit á við amöbu og félagslegan þroska á við 10 ára strák.

Aztec, 23.9.2013 kl. 20:44

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég vil kannski ekki taka alveg svona sterkt til orða Aztec, en fellst á að hann er vonlaus borgarstjóri.

Jón Ríkharðsson, 23.9.2013 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband