Þriðjudagur, 20. maí 2014
Var eitthvað nýtt í ráðningum Besta flokksins?
Besti flokkurinn notar sömu aðferðafræði og allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa verið gagnrýndir fyrir.
Ráða vini sína og spekúlera ekkert í notkun eðlilegra verkferla varðandi hæfnismat viðkomandi.
Forstjóri OR var ráðinn með þeim hætti, en en lánið lék við meirihluta borgarstjórnar. Það gekk þokkalega að vinna úr erfiðleikum fyrirtækisins.
Lítið er að marka stutta sögu Besta flokksins í stjórn borgarinnar, þótt ein ráðning með þessum hætti heppnist vel þá er ekki sjálfgefið að allar geri það.
Að sjálfsögðu hugsa allir flokkar á þann veg að þeir sem ráðnir eru af þeim séu hæfir. Stundum glepur vináttan sýn, mönnum hættir til að treysta vinum sínum betur en ókunnugum og ekkert óeðlilegt við það.
Til þess að allir eigi möguleika á opinberum stöðum er hinsvegar notast við opið umsóknarferli þar sem allir standa jafnt að vígi. Það er rétt og eðlileg stjórnsýsla.
Í stað þess að stunda rétt vinnubrögð var ákveðið að feta í fótspor fjórflokksins, ráða góðan vin í jobbið.
Það veit enginn hvort jafnvel hefði verið hægt að fá hæfari forstjóra með eðlilegu verklagi.
Niðurstaðan er sú að Besti flokkurinn er alveg eins og þeir sem flokkurinn gagnrýnir mest, jafnvel verri.
Þeir þykjast betri og eru með því að blekkja kjósendur, hugsanlega sjálfa sig líka.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.