Laugardagur, 6. desember 2014
Staðreyndum hagrætt með goðsögnum.
Jón Baldvin Hannibalsson, Þorvaldur Gylfason og Steingrímur J. Sigfússon hafa allir hagrætt staðreyndum með því að tala um goðsagnir.
Jón Baldvin og Þorvaldur hafa báðir nefnt "goðsögnina um Ólaf Thors" og vilja þar með gera lítið úr Sjálfstæðisflokknum og Ólafi Thors.
Á Jóni Baldvin og Þorvaldi má skilja að Ólafur Thors hafi ekki haft góða þekkingu á efnahagsmálum. En þeim hefur hvorki tekist að búa til sannfærandi flokk, til lengdar né unnið afrek í efnahagsmálum. Það gerði hinsvegar Ólafur Thors og Sjálfstæðisflokkurinn.
Þeir þekktu heldur aldrei Ólaf Thors, en faðir Þorvaldar þekkti hann nokkuð vel og sagði eftirfarandi um manninn sem félagarnir reyna að rakka niður; "Það tók mig ekki langan tíma að átta mig á því, hversu glöggur Ólafur Thors var á tölur og hversu fljótur hann var að átta sig á efnahagsvandamálum og rökum á því sviði, sem ýmsir töldu nánast sérfræði."
Steingrímur J. Sigfússon segist í bókinni; "Frá hruni og heim" að honum hafi tekist að afsanna goðsögn, sem segir að hægri menn sýni betri hagstjórn.
Varla hefur Þórunn Klemensdóttir, sem er ótengd Sjálfstæðisflokknum og þjóðhagfræðingur að mennt, viljað rannsaka hagstjórn á Íslandi í rúm fimmtíu ár, til að búa til goðsögn?
Niðurstöður rannsóknar Þórunnar segir að meðaltalsverðbólga í tíð hægri stjórna hafi verið 11.2% og hækkun ríkisútgjalda 3.3%. Á þessu sama tímabili (1945-1998) var meðaltalsverðbólga í tíð vinstri stjórna 24.5% og hækkun ríkisútgjalda 11.2%.
Og hverjir eru svo að búa til goðsagnir?
Athugasemdir
Flott samantekt hjá þér kæri vinur sem sýnir vel hvernig þeir félagarnir Jón Baldvin, Þorvaldur Gylfason og Steingrímur J helstu forustumenn í gáfumannafélaginu fara frjálslega með staðreyndir og reyna að falsa söguna í þágu pólitískra hagsmuna.
Jón Magnússon, 7.12.2014 kl. 09:26
Takk fyrir það minn kæri, við skulum vona að sagnfræðingar framtíðarinnar verði nógu vandlátir á heimildir til að taka ekki mark á þeim í gáfumannafélaginu.
Jón Ríkharðsson, 7.12.2014 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.