Mánudagur, 28. desember 2009
Um hina hreinu vinstri stjórn.
Getur það verið, að ríkisstjórnin sé það blinduð af hatri út í Sjálfstæðisflokkinn, að hún reyni allt sem í hennar valdi stendur, til að sýna fólki hve illa sjálfstæðismenn hafa farið með þjóðina? Þeim virðist ekki sjálfsrátt um þessar mundir. Ekki er hlustað á rök virtra lögfræðinga, ef þau segja að okkur beri ekki að borga Icesave. Breska lögfræðistofan sem hefur unnið álit fyrir stjórnina, vill meina að okkar skuldbindingar séu ekki eins miklar og ríkisstjórnin segir. Þá segja þeir bara, að þetta sé ekki nógu stór eða virt stofa til að veita álit um svona málefni. Það sækir að manni efi um hæfi þessara háu herra.Þeim virðist vera alveg sama um hagsmuni almennings, eða þjóðarinnar. Það eina sem fyrir þeim virðist vaka er, að magna svo mikið vandann og sýna fram á meint vanhæfi fyrri ríkisstjórnar með það að markmiði, að halda þeim frá völdum sem lengst. Það má finna veilur og misfellur hjá öllum flokkum og ríkisstjórnum, en aldrei tel ég, að nokkur ríkisstjórn hafi eða muni vinna þjóð sinni eins mikið tjón, og hin tæra vinstri stjórn er að reyna að gera. Þeir kenna sig við norræna velferðarstefnu. Það er skrítin velferðarstefna, að leggja svo háar álögur á þjóðina, í miklum samdrætti, að hún getur varla staðið undir þeim. Það eina sem er jákvætt, ef jákvætt skyldi kalla, er að hagfræðingum og álitsgjöfum vinstri manna fer að líða betur. Kjörin eru vissulega á leið til jöfnunar. En það verður jafnmikil fátækt hjá flestum, sem út úr þessari vitleysu kemur. George Bush hefur af mörgum verið álitinn heimskasti forseti Bandaríkjanna, með ágætum rökum. Dómur sögunnar gæti orðið með svipuðum hætti gagnvart núverandi ríkisstjórn, hún getur orðið "heimskasta ríkisstjórn sögunnar". Mistök hafa verið gerð af fyrri ríkisstjórnum í sögu lýðveldisins. En um hreina heimsku og algera vankunnáttu í hagstjórn, ég efast um að það sé hægt að segja um margar fyrri stjórnir. En það er eins gott að Ísland skuli byggja, kraftmikil og öflug þjóð, sem kemur sér út úr vandanum á eigin verðleikum. Ef svona heimsk ríkisstjórn myndi stjórna heimskri þjóð,þá væri allt komið á hausinn nú þegar. Ég vona að þeir sem eitthvað hafa á móti Sjálfstæðis og Framsóknarflokkum skili auðu í framtíðinni, minnugir þess, að vinstri flokkarnir eru og verða stórhættulegir. Það ætti að setja varúðarmerki á flokksmerkin þeirra í öllum fjölmiðlum, þeir geta ekki stjórnað, sagna hefur sannað það með óyggjandi hætti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.