Ríkisstjórn á móti sjómönnum?

Oft er rætt um þverrandi virðingu almennings á stjórnmálamönnum. Ekki er sanngjarnt að setja alla undir sama hatt, en ríkisstjórnin, ég á bágt með að bera virðingu fyrir henni, ég get það varla. Öllum er kunnug andúð vinstri manna á auðmönnum. Þeir hafa svo sérstakan skilning á flestum hlutum,  nú eru þeir farnir að flokka okkur sjómenn, í hóp auðmanna og allt varð vitlaust.

Þeir sjá nú ofsjónum yfir sjómannaafslættinum og vilja afnema hann, en ekki stendur til að afnema skattfríðindi margra stétta sem þurfa að ferðast, starfs síns vegna, af því þeir eru ekki "auðmenn".

Nýjasta vitleysan hjá þessu undarlega fólki, er að banna okkur að selja óunnin fisk til útlanda. Að fá að sigla með fisk og setja í gáma, hefur löngum verið ágætis búbót fyrir okkur. Auðmenn mega víst ekki fá nein hlunnindi, þannig að nú verða allir að landa heima, væntanlega verður endurvakið eitt ríkisverð á fiski, hver veit?

Kannski ættum við að vera þakklátir fyrir þessa aðgerð sjávarútvegsráðherra. Enginn veit hverju þeir taka upp á, ef við förum að auka útflutning á fersku fiski þá hækka tekjurnar okkar. Þá verðum við kannski í hverri inniveru kallaðir fyrir rannsóknarnefndir, sem myndu kanna meintar eignir okkar í skattaskjólum erlendis,á Tortóla og hvað þetta nú allt saman heitir. Það yrði þreytandi, að missa af dýrmætum tíma með fjölskyldunni og þurfa að sitja yfirheyrslur rannsóknarnefnda.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband