Sunnudagur, 15. janúar 2012
Hvernig eiga stjórnmálamenn að vera?
Þjóðin þarfnast stjórnmálamanna sem eru raunsæir og þora að segja sannleikann, þótt hann sé ekki alltaf góð beita á atkvæðaveiðum.
Flestir stjórnmálamenn notast við hundrað og þrjátíu ára gamalt trikk Otto Von Bismarck, en hann bjó til grunninn að þessu velferðarkerfi sem er að sliga heiminn. Það var vegna þess að á þessum tíma hafði alþýðan hlotið kosningarétt og járnkanslarinn vildi gjarna fá atkvæði sem flestra.
Hann lét þess getið við félaga sína, að hver sem gæti satt kjósendur sína með allskyns bitlingum, sá væri gulltryggur með atkvæði svo lengi sem hann hefði áhuga á að ástunda pólitík.
Þetta var rétt hjá Bismarkc, en hann sá ekki langt fram í tímann frekar en aðrir menn.
Ef við skoðum Ísland, þá er þessi þóknunarárátta stjórnmálamanna að setja allt á hliðina. Þjóðin hefur aldrei náð að framleiða nógu mikið til að standa undir þessu rándýra og letjandi kerfi sem margir dásama svo mikið. Það er ekki nóg að eyða, það þarf að afla fjárins og helst að eyða minna en eytt er, ef hægt er að komast af með það.
Sá stjórnmálamaður sem lofar því að skera niður allan óþarfa í opinberum rekstri og sleppa öllum bótum til þeirra sem eru heilbrigðir og hraustir, hann sýnir ábyrgð en verður hugsanlega ekki vinsæll hjá öllum.
Enda er sá stjórnmálamaður sem leitar eftir vinsældum vita gagnslaus. Menn ávinna sér vinsældir með heiðarleika og vinnusemi, ásamt því að vera sjálfum sér samkvæmir.
Vissulega er notalegt að fá nokkra þúsundkalla í barnabætur, vaxtabætur osfrv., en engu að síður óskynsamlegt.
Við búum í óstöðugu efnahagsumhverfi þar sem verð á hrávöru, fiski og áli skiptir okkur höfuðmáli.
Þess vegna þarf fólk að venja sig við enga ríkisaðstoð, ef elli eða örorka er ekki til staðar, sumir þurfa að basla mikið og aðrir minna. Þannig er lögmál lífsins og engin stjórnmálastefna getur breytt því.
Einnig er það hverjum manni hollt að þurfa að hafa fyrir hlutunum, þá verður verðmætamatið í takt við raunveruleikann. Við lærum að meta það sem við eigum, ef við þurfum að hafa fyrir því.
Lágir skattar er það albesta sem nokkur stjórnmálamaður getur veitt sinni þjóð. Þá eykst fjárhagslegt svigrúm fólks og í framhaldinu einkaneyslan sem eykur hinn margrómaða hagvöxt, en hagvöxtur bætir ímynd landsins á erlendum vettvangi.
Stjórnmálamenn eiga að vera grimmir við embættismenn og sjá til þess að þeir eyði ekki um efni fram.
Alvöru stjórnmálamenn eru ekki að ergja fólk með óþarfa reglugerðum, þeir treysta fólki vegna þess að sá sem hefur gott sjálfstraust á gott með að treysta öðrum.
Flestir eru heiðarlegir að upplagi og ábyrg stefna stjórnmálamanna eykur líkurnar á því, að þeir sem eru ístöðulitlir, en ekki beinlínis óheiðarlegir þroskast í rétta átt.
Í næstu kosningum ætti fólk helst ekki að kjósa þá sem lofa því að redda öllu, það eru ekki til nægir peningar til þess.
En stjórnmálamönnum ber skylda til, að sjá til þess að þeir sem eru ósjálfbjarga af einhverjum ástæðum líði ekki skort, einnig verða þeir að sjá til þess að löggæsla sé í viðunandi horfi til að vernda borgaranna fyrir glæpum.
Stjórnmálamenn eiga að ræða við þjóðina og hefja sig yfir dægurþras, þeir þurfa að temja sér visku og íhuga öll mál vel og vandlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 14. janúar 2012
Eru eftirlitsstofnanir óþarfa bákn?
Fyrirsögnin felur í sér áleitna spurningu en ekki endilega fullyrðingu.
En í ljósi þess, að upp hefur komist að iðnaðarsalt hefur sloppið famhjá eftirlitsstofnunum og eins eru PIP brjóstapúðarnir dæmi sem styðja þá skoðun, að eftirlitsstofnanir séu ekki að standa undir okkar væntingum.
Þetta eru atriði sem stjórnmálamenn ættu að skoða vandlega og láta rannsaka hvort fleiri atriði hefðu sloppið í gegn um kerfið.
Lítil þjðo eins og Ísland á ekki að leyfa sér að halda úti stofnunum, nema að þær séu lífsnauðsynlegar fyrir land og þjóð.
Það er kominn tími til að hætta öllu óþarfa bruðli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 13. janúar 2012
Eru stjórnmálamenn góðar fyrirmyndir?
Sumir virðast, af einhverjum ástæðum, vera á þeirri skoðun að stjórnmálamenn eigi að vera til fyrirmyndar fyrir alþýðu þessa lands, en það eru kröfur sem afskaplega fáir af núverandi stjórnmálamönnum geta staðið undir.
En hverjir eru góðar fyrirmyndir?
Góðar fyrirmyndir er hægt að finna víða og eina slíka fann ég í sjónvarpsþætti sem fjallaði um lífið í Afríku, sá þáttur var sýndur á RÚV fyrir nokkrum árum.
Það var tekið viðtal við ungan mann sem átti konu og eitthvað af börnum. Hann var ansi brosmildur og ánægður með lífið, þótt hann væri fátækur mjög og ætti erfitt með að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hann hafði tínt til slatta af múrsteinum í nokkur ár og var byrjaður að byggja hús fyrir sig og sína fjölskyldu. Með sama áframhaldi bjóst hann við að klára húsið á tíu árum.
En hann var mjög glaður og bjartsýnn, sagði stoltur frá því að hann skuldaði engum neitt og þegar húsið væri tilbúið þá ætti hann það sjálfur og hefði byggt það frá grunni.
Hann kvartaði ekkert, kvaðst vera ansi hraustur og hann náði að fá mat fyrir fjölskylduna með því að gera hin ýmsu viðvik fyrir hina og þessa, en fasta vinnu hafði hann ekki.
Þessi ágæti maður er ein af mörgum hetjum sem heimurinn státar af, en fjölmiðlar skeyta ekkert um. Hann var stoltur af börnunum sínum og ákveðinn í að þau fengju að mennta sig, en hann hafði sjálfur enga menntun hlotið.
Nú höfum við stjórnmálaforingja hér á Íslandi sem gera lítið annað en að kveinka sér yfir erfiðri vinnu.
Borgarstjórinn afsakar mistök borgarstjórnar með því að benda á óhóflegt vinnuálag og leiðtogar þjóðarinnar, Jóhanna og Steingrímur segja frá því annað slagið, hversu ægilega erfið vinna þetta sé hjá þeim.
Svo er til fátækur maður í Afríku, sem veit ekki hvort hann getur fengið vinnu næsta dag og brauðfætt fjölskyldu sína, hann kvartar ekki heldur horfir hann fram á veginn með bjartsýni, kjark og von að leiðarljósi.
Það væri stjórnmálamönnum þessa lands mjög hollt, að taka þennan fátæka Afríkubúa sér til fyrirmyndar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 10. janúar 2012
Ríkir stöðnun í andlegum þroska?
Ef litið er til stórkostlegra framfara á sviðum vísinda og tækni, þá er það undarlegt hvað mannkyninu hefur miðað hægt í andlegum þroska.
Heimildarmyndin um Jón Ísleifsson fyrrum prest í Árneshreppi er ágætt dæmi um afskaplega slakan andlegan þroska hjá sveitungum hans og ýmsum embættismönnum. Því miður eru sjónvarpsskilyrðin frekar slæm úti á sjó, útsendingin dettur út þegar skipið siglir í vissa átt, þannig að ég náði ekki allri myndinni.
En það kom berlega í ljós að nafni minn er mörgum góðum gáfum gæddur. Hann hefur ágætan skilning á Guðsorðinu og slíkt ætti að vera hverjum presti til sóma. Ekki kom fram að hann hafi sinnt sóknarbörnum sínum illa, hann virtist hafa messuhald samkvæmt hefbundnum siðum osfrv.
En hann er eitthvað lasinn á sálinni og fyrir það var honum refsað.
Sökum þess, að hann var veikur andlega, að einhverju leiti, þá var umgengni hans slæm og hann hugsaði ekki nógu vel um skepnurnar, en var þó eitthvað að taka á því og tilbúinn til að hlusta með opnum huga á ábendingar dýralæknisins.
Og vegna þess að veikindi hans voru andlegs eðlis, þá fékk hann enga hjálp heldur aðeins skammir.
Ef hann hefði verið með slæma bakveiki eða aðra líkamlega krankleika, þá þætti það í lagi og eflaust hefðu sveitungar hans reddað tiltektinni fyrir hann og séð um skepnurnar.
Vitanlega hefði allt orðið vitlaust ef líkamlega sjúkur prestur hefði verið rekinn fyrir hirðuleysi af jörðinni, en af því að hann var andlega veikur, þá vildi enginn hjálpa honum. Dýralæknirinn virtist sá eini sem sýndi honum skilning.
Hvenær lærir fólk það að sjókdómar geta bæði lagst á líkama og sál og þeir sem eru andlega veikir, þurfa jafnvel meiri andlegan stuðning en þeir sem eru veikir á líkama sínum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 2. janúar 2012
Tilraunastöðin Ísland.
Síðan vinstri stjórni tók við, þá höfum við búið við afar kynlega hagstjórn og lítil ástæða til að telja upp rök fyrir þeirri fullyrðingu. Þeir sem eru ekki sannfærðir um það, þeim er afskaplega illa við staðreyndir.
En nú eru boðaðar breytingar með nýjum fjármálaráðherra, næst kemur kynjuð hagstjórn. Of snemmt er að fullyrða um, hvort hún reynist kynleg, það mun tíminn leiða í ljós.
Eftir hrun þá hrópuðu margir eftir einhverju nýju og nú er svo komið, að Ísland er orðin tilraunastöð fyrir hugmyndir sem hafa ekki virkað til þessa.
Íslendingar hafa prufað að hafa forsætisráðherra sem er andvígur málamiðlunum, hefur enga þekkingu á efnahagsmálum og getur varla tjáð sig skammlaust á enskri tungu.
Svo fékk höfuðborg landsins borgarstjóra sem viðurkennir fúslega að geta ekki haldið einbeitningu lengur en örfáar mínútur í senn og hann var kosinn út á það, að hann hefði eki hundsvit á pólitík og vissi ekkert um neitt varðandi stjórnsýslu borgarinnar sem hann bauð sig fram til að stjórna. Einnig lofaði hann heitt og innilega að svíkja allt sem hann lofaði.
Svo á að gera eina tilraun í viðbót, en ekki er vitað hvort hún virkar eður ei.
Gaman er að fylgjast með hvernig kynjaða hagstjórnin kemur til með að virka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 2. janúar 2012
Við þurfum skýrar og einfaldar reglur.
Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson eru miklir áhugamenn um fágaða framkomu og fallegar veislur.
Fréttablaðið segir frá því að þeir félagar hafi athugað hvort þeir þyrftu vottað eldhús, ef þeir byðu fólki gegn gjaldi að njóta þess að borða góðan mat og læra góða siði.
Sú var raunin, þeir þurftu vottað eldhús, en auðvelt vara að fara í kring um lögin og kalla þetta námskeið. Þá gátu þeir eldað fyrir sína gesti og kennt þeim góða borðsiði um leið.
Metur löggjafinn það svo, að með því að skíra svona starfsemi námskeið, þá séu hverfandi líkur á matareitrun?
Ætli þetta sé ekki bara enn eitt dæmið um gallaða löggjöf, en seint mun löggjafinn átta sig á, að gölluð löggjöf veldur siðrofi, fólk venst því að fara framhjá lögum.
Vissulega er fáránlegt að það þurfi vottað eldhús til þess að geta eldað ofan í fólk gegn gjaldi. Ef stjórnvöld telja ástæðu til þess, þá verða þau að sýna fram á fjölda tilfella matareitrunar vegna matarboða í heimahúsum, en slíkt er vitanlega nær óþekkt.
Þetta eru lög sem eiga ekki rétt á sér, því þau halda ekki vatni.
Endurskoða þarf ansi margar reglur og henda þeim út sem er ekki að virka.
Einfaldar og skýrar reglur með raunhæf markmið auka virðingu fólks fyrir lögum. Lög og reglugerðir sem samin eru á vanhugsaðan hátt og gera lítið anað en að sýna fáránlegt stjórnlyndi, slíkt grefur undan virðingu löggjafans.
Fá en skýr lög með það markmið, að vernda fólk fyrir yfirgangi og glæpum, þau eru til góðs. En skógur allskyns óþarfa reglugerða dýpkar gjána milli þings og þjóðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 1. janúar 2012
Fyrir hvað stendur Hreyfingin?
Erfitt er að átta sig á stefnu Hreyfingarinnar, stundum virðist hinn skemmtilegi karakter Spaugstofunnar Ragnar Reykás birtast ljóslifandi í þessum sérstæða flokki.
Í stefnuskránni segir að þau vilji gjarna að þjóðin fái að kjósa um öll mál, en það er óskaplega göfug hugmyndafræði.
En svo þegar þjóðarviljinn henta þeim ekki, þá vilja þau gjarna fá að ráða.
Þjóðin sýndi lítinn áhuga á kosningum til Stjórnlagaþings og raunar er allt það mál á vafasömum forsendum.
En Hreyfingin telur afskaplega mikilvægt að þjóðin fái nýja stjórnarskrá sem samin er af fólki sem lítt kann til verka. Þess vegna m.a. vilja þau ekki fara í kosningar, það var sjónarmið Birgittu og hin virðast vera á sama máli.
Hreyfingin taldi mjög mikilvægt að stjórnin segði af sér á tímabili og þau lýstu yfir megnri óánægju með hennar störf.
Svo mildast þau í þessari skoðun sinni og nú eru þau tilbúin til að styðja stjórnina ef ríkisstjórnin er tilbúin til að taka undir sjónarmið Hreyfingarinnar.
En hvað segir þjóðarviljinn um það, að stjórnin sitji áfram og hver er stuðningurinn við Hreyfinguna?
Mikill meirihluti þjóðarinnar treystir hvorki ríkisstjórninni né Hreyfingunni, þannig að virðing við þjóðarviljann víkur til hliðar þegar það hentar Hreyfingunni.
Svo kemur þingmaður Hreyfingarinnar í Kryddsíldina og þá sjá landsmenn Ragnar Reykás ljóslifandi, þótt það viðurkennist fúslega að Margrét Tryggvadóttir er bráðhugguleg kona og ekki lík Ragnari útlitslega séð, en það er innræðtið sem mestu máli skiptir.
Fyrst byrjar hún á að skjóta mjög föstum skotum á Sjálfstæðisflokkin, eiginlega jafnföstum og ósvífnustu stjórnmálamenn jafnan gera, þegar þeim langar að ráðast á andstæðinga sína og þeir hafa engin rök
Svo seinna í sama þætti þá hneykslast hún mjög á orðræðunni í stjórnmálum og hvetur fólk til að hætta öllum persónuárásum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 1. janúar 2012
Gleðilegt nýtt ár.
Ég óska öllum mínum bloggvinum og lesendum þessarar síðu gleðilegs nýs árs með einlægri von um farsæld um ókomin ár.
Margar ánægjustundir hef ég átt í spjalli við þá sem koma með athugasemdir.
Oft koma prýðisgreindir einstaklingar með góðar athugasemdir sem þroska mig og ég læri mikið af, svo eru það sérvitringarnir sem ég hef svo gaman af.
Þeir mættu gjarna koma oftar, því það er svo skemmtilegt að lesa sjónarmið fólks sem er gjörsamlega á skjön við raunveruleikann. Einu sinni var ég svo heppinn að fá að kynnast alvöru kommúnista af gamla skólanum, skemmtilegri manni hef ég sjaldan verið með til sjós. Hann var fæddur árið 1918 og við fífluðumst oft með það, að sennilega hefði heilinn frosið í öllu frostinu sem var þegar hann fæddist.
Hörðustu vinstri mennirnir í bloggheimum komast ekki með tærnar þar sem hann hafði hælana í varnaræðu fyrir vinstri stefnu og kommúnisma.
Hann var sannfærður um það, að Albert Guðmundsson hefði aldrei kunnað að sparka bolta, þetta var allt saman lygaáróður hjá helvítis íhaldinu Af einhverjum undarlegum ástæðum var honum mjög hlýtt til Bjarna Benediktssonar eldri.
Hann sagði að Bjarni hefði verið strangheiðarlegur og vandaður maður, en það þoldi helvítis íhaldið ekki, þess vegna var ákveðið að kveikja í honum. Oft flutti hann langar ræður um Jóhannes Nordal, sá ágæti maður hafði aldrei lært neitt í hagfræði, hann var kláraði aldrei neitt nám, en hann var fylgispakur við helvítis íhaldið, þannig að þeir lugu því að hann hefði einhverja menntun.
Svo var það helvítið hann Benjamín H.J. Eiríksson, íhaldið keypti hann til fylgislags við sig, keypti handa honum prófgráðu frá Bandaríkjunum til þess að hann afneitaði kommúnisma. Svona var nú spillingin mikil.
Þessi góði maður hefði örugglega notið mikillar virðingar í bloggheimum væri hann á lífi í dag. Eflaust væri hann helsti gúrú vinstri manna á facebook og á blogginu, því hann hafði mikinn sannfæringarkraft. Á þessum árum nennti maður lítið að spekúlera í pólitík, þannig að ég spólaði kallinn upp, hann var ægilega glaður þegar ég skáldaði fleiri samsæriskenningar handa honum varðandi helvítis íhaldið.
Ég var reyndar skráður í Sjálfstæðisflokkinn á þessum árum og mikill sjálfstæðismaður, en ég hef alltaf haft húmor fyrir vinstri mönnum og gaman af að spóla þá upp úr öllu valdi. Svo gat maður náttúrulega komið honum á óvart með því að notast við staðreyndir, það var alltaf gaman að heyra hann ljúga kommúnista út úr óþægilegum staðreyndum.
Kannski verður maður alvörugefnari með aldrinum, en ég hef nú samt ennþá jafngaman af bullukollum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. desember 2011
Hver eiga að vera verkefni stjórnvalda?
Stjórnvöld eiga að hafa ákveðinn verkefni sem snúa að velferð borgaranna og semja einfaldar og skýrar reglur sem tryggja rétt borgaranna.
Það á að vera höfuðskylda stjórnvalda að tryggja það, að lágmarksfjármagn fari í rekstur ríkissins, finna með hagkvæmustu leiðirnar til að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu og menntun, stjórnvöld eiga að sjá til þess að löggæsla sé í viðunandi horfi og að enginn þurfi að líða skort sökum vanmáttar síns af völdum sjúkdóma eða elli. Leti á að sjálfsögðu að vera ólaunað af hálfu ríkisins.
Sú hefð sem hefur skapast, að ríkið sé með allskyns sjóði til ýmissa nota ætti að afleggja með tíð og tíma, en það er langtímamarkmið sem ber að vinna í áföngum, því of snöggar breytingar geta orðið til ills fyrir þjóðina.
Við eigum að hafa það sem langtímamarkmið að allt annað en það sem að ofan greinir verði í höndum einkaaðila,þ.e.a.s. frjáls félagasamtök sem stofna hina ýmsu sjóði.
Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna ötullega í þessum málum, því við þurfum að forgangsraða rétt og horfast í augu við veruleikann eins og hann er.
Lífaldur fólks lengist og læknavísindin eru stöðugt að verða þróaðri, það er mjög jákvæð þróun en hún kostar mikla peninga.
Við fögnum því að sjálfsögðu, að sjúkdómar sem ollu dauða barna fyrir nokkru síðan er hægt að lækna í dag, þannig að þessi börn geta jafnvel lifað fram að elliárum. Oft eru þetta einstaklingar haldnir sjúkdómum sem gerir þá háða framlögum frá ríkinu.
Við eigum að reka samfélag sem byggir á kærleika og mannúð, við eigum að vernda líf eins vel og kostur er.
Það er vel hægt að gera með sóma ef rétt er á málum haldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. desember 2011
Ríkið á ekki að taka ábyrgð á bönkum.
Bankahrunið ætti að kenna okkur mikilvæga lexíu, ríkið á alls ekki að taka ábyrgð á bönkum.
Ríkið á hinsvegar að setja skýr lög um banka og fjármálastarfsemi og lögin eiga að koma í veg fyrir það, að sami bankinn geti verið fjárfestinga og viðskiptabanki.
Það er verkefni bankanna að útbúa viðeigandi tryggingar sem tryggja eiga öryggi viðskiptavina þeirra, ríkisvaldið getur haft eftirlit með því, en ríkið á hvorki að leggja peninga í tryggingasjóði né heldur ábyrgjast þá að öðru leiti.
Það hvetur stjórnendur bankanna til að sýna ábyrgð í rekstri þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)