Miðvikudagur, 6. janúar 2010
Um sofandahátt hinnar "tæru vinstri stjórnar".
Maria Elvira Méndez Pinedo kemur með áhugavert innlegg í Ice save umræðuna.
Samninganefnd ríkisstjórnarinnar skuldar þjóðinni skýringar á þeim dæmalausa sauðshætti sínum, að kanna ekki til hlítar allar hliðar málsins.
Það eru stöðugt að koma fram nýjar upplýsingar sem staðfesta grun minn, og margra annarra, um algert vanhæfi og fáheyrt klúður "hinnar tæru vinstri stjórnar".
Hvers vegna var ekki leitað eftir aðstoð alvöru lögfræðinga, sem þekkja lög ESB til hlítar?
Hvernig getur ríkisstjórnin afsakað þann fáránlega gjörning, að velja tvo menn gjörsamlega reynslulausa í stórum milliríkjadeilum, til að semja fyrir hönd þjóðarinnar?
Ég held að vinstri mennirnir hefðu átt að hlægja minna að dýralækninum, sem var fjármálaráðherra. Jarðfræðingurinn er nú öllu verri.
Ég hvet alla til að fara inn á mbl.is og lesa umfjöllun Mariu, sem er dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands.
Kæru samlandar, hversu lengi þurfum við að búa við, ekki vanhæfa ríkisstjórn, heldur gjörsamlega, gjörsamlega handónýta með öllu?
Skilur einhver hvernig er hægt að hefja vegferð að norrænu velferðarkerfi, með því að snarhækka skatta og auka flækjustigið til muna? Norðurlöndin eru góð að mörgu leiti, en skattkerfið þeirra er sannarlega ekki til fyrirmyndar.
Ef ríkisstjórnin hótar að fara frá, eins og lesa má úr orðum Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þá eigum við að taka þá á orðinu og anda léttar.
Það er betra að búa við tímabundna stjórnarkreppu, en stjórn sem vinnur gegn hagsmunum eigin þjóðar.
Telur útlenda fjölmiðla misskilja málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála þér,er þú hvetur til þess að lesa grein Mariu.Það verður að koma réttum skilaboðum til alþjóðar.
Össur sagði í viðtalinu,að það þyrfti leita aðstoðar frá ESB,eftir úrslit atkvæðisgreiðsluna.Ég tel að þyrfti að senda nýja nefnd,og þá velskipaða,til Brussel,og mæta þar nefndum frá Englandi og Hollandi,ásamt fulltrúum frá ESB og fara rækilega yfir málið,frá upphafi,ekki seinni strax.
Ingvi Rúnar Einarsson, 6.1.2010 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.