Til hvers erum við með þessa ríkisstjórn?

Af mörgum sem kynnast mér um skamma hríð, eða að takmörkuðu leiti, er ég talinn óvenju skapgóður og jafnvel skaplaus. Ekki er ég skaplaus, en ungum var mér það ljóst, að reiðin eyðileggur meira en hún byggir upp. Þess vegna hef ég sýnt gleði og jákvæðni meiri fylgisspekt, en andstæðunum tveim, reiði og neikvæðni. Vont þykir mér, að ríkisstjórnin hefur tilhneigingu til, að halda að mér þessum fyrrnefndu vágestum.

Fyrir utan tilraunir til að knésetja þjóðina með arfavitlausum samningum Svavars og Indriða H., þá virðast stjórnarherrarnir leitast við að halda atvinnu og framþróun sem lengst í burtu. Umhverfisráðherra er á móti álverum, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Ál er viðurkennt hráefni til hinna ýmsu nota og það þarf að vinna það. Án þess að vera einhver sérstakur aðdáandi álrisa, þá hef ég ekkert á móti þeim, fremur en öðrum fyrirtækjum. Við þurfum atvinnu og erlent fjármagn, auðveldasta leiðin til að fá hvorttveggja, er að fá álver. Einfalt ekki satt? Nei ekki hjá ríkisstjórninni. Þau verða að flækja hin einföldustu mál svo mikið, að fáir skilja þau öllu lengur.

Þröngsýnir og sérlundaðir einstaklingar geta með sérvisku sinni litað grámyglu hversdagsins. Ég hafði oft gaman af Steingrími Joð í stjórnarandstöðu. Eldrauður og þrútinn, öskrandi á alþingi minnti hann á barn að lífsins morgni. Það var eitthvað sjarmerandi við hann, þótt ég hafi aldrei skilið orðaflauminn sem úr munni hans streymdi. Aldrei trúði ég því, að honum yrði falinn stjórn landsins. Enda hefur mér ekki reynst auðvelt að ráða í framtíðina, fremur en öðrum. Jóhanna blessunin, góðleg kerling, ekki trúði ég að hún yrði forsætisráðherra. Samt fannst mér oft gaman af henni á þingi, hún lífgaði stundum upp á tilveruna með undarlegum skoðunum og orðum.

Í þjóðinni býr mikill kraftur og þróttur. Þrátt fyrir skrítna ríkisstjórn hefur okkur tekist að mestu leiti að lifa af. En við þurfum að gera meira en að skrimta. Við þurfum að halda áfram að þróast. Við gerðum mistök, en það þýðir ekki að gefast upp. Það er eðlilegt að umheimurinn hafi á okkur lítið álit. Ríkisstjórnin hefur sent þau skilaboð, að hér búi upp til hópa óábyrgir einstaklingar, sem vilji ekki greiða sínar skuldir. 

Þeir góðu hópar sem upp hafa sprottið um þessar mundir, "Þjóðarheiður", "In de fence og fleiri sýna frumkvæði þjóðarinnar. Einstaklingar gera það sem ríkisstjórnin getur ekki, halda hagsmunum okkar á lofti. Við erum tilbúin til að gera það sem þarf. Okkar styrkur er sá, að við höfum mikla sjálfsbjargarviðleitni, að mörgu leiti meiri en ýmsar stærri þjóðir. Viðskiptafræðingi sem missir vinnuna þykir ekkert tiltökumál að hengja upp jakkafötin og klæðast skítugum vinnugalla til að sjá sér farborða.

En það er eitt sem ég ekki skil og það er grundvallarspurning; "til hvers erum við með þessa ríkisstjórn?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, Jón, Icesave-ríkisstjórnin er að halda að okkur bæði neikvæðni og reiði.  Mannlegt fólk getur held ég ekki lifað neitt öðruvísi í þessu volaða landi með skemmdarvarga í stjórn.  Og ég segi volaða landi, vegna þess að of erfitt er að þola heimsku og yfirtroðning þeirra.  Hins vegar er ég ekki stuðnngsmaður neinna risa-álvera eða risa-verksmiðja, Jón.   Held þar verði of mikill vinnuþræla-andi undir oki fjármálamanna.  

Elle_, 7.3.2010 kl. 15:41

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Jón,velkominn í land.

Ég tek undir pistil þinn.Það er margt skrýtið í kýrhausnum.Þegar maður hugsar til þess,hvernig æðstu menn ríkisstjórnarinnar taka atkvæðisgreiðslunni.Þau sögðu að hún væri ekki marktæk,vegna þess að það var vitað,hvernig hún færi.Auk þess hafa þau staglast á því,hver kostnaðurinn er mikill við að halda hana.-En þau geta skrifað þann reikning á sig.Þau vissu það strax að þegar Forsetinn hafnaði undirskrift,vegna á áskorun fjölda einstaklinga,hvernig atkvæðisgreiðslan færi.Því var það eina rétta að draga lögin tilbaka.Þá hefði lögin frá því í sumar haldið.-Á þá hefði komið biðstaða í málið,þar til að Bretar og Hollendingar gæfu sig fram og vildu semja.Boltinn var hjá þeim.

Hitt er svo annað mál,að Jóhanna gerði rangt að tilkynna í fjölmiðlun,að hún ætlaði ekki að kjósa,því að hún teldi atkvæðigreiðslan væri ekki marktæk,með þessu hugist hún reyna brjóta niður aðsókn.-En mistókst,fólk,og ekki síðst konur halda tryggð við kosningarétt sinn.Þetta á örugglega eftir að koma fram á morgun,þar sem að 70 ár,eru liðin frá því að SFR var stofnað.Þar var jafnrétti,kosningaréttur og friður hafður að leiðarljósi.

Ég er sammála því,að það þarf að hugleiða,hvort ekki sé þörf fyrir nýja ríkisstjórn og jafnvel nýtt fólk á Alþingi.Það hafa fram þrýstihópar,sem væri tilvalið að sameina til að leiða þjóðina,til farsældar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 7.3.2010 kl. 17:30

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Takk fyrir frábæran pistill. Skil ekki í Jóhönnu að hafa ekki notað atkvæðið sitt og sagt já við þessum Icesave samningi. Þau Steingrímur hafa reynt að grafa undan þessari þjóðaratkvæðagreiðslu ljóst og leynt og þau reyndu fram á síðasta dag að reyna að ná einhverjum samningum við Tjallana og túlípananna svo þau gætu afskrifað þjóðaratkvæðagreiðslu en sem betur fer mistókst þeim.

Skötuhjúin hafa valdið mér miklum vonbrigðum. Steingrímur hefur meira að segja svikið sína eigin félaga eins og með umsókn að ESB. Jóhanna sem átti að vera svo góð við þá sem hafa minnst eins og lífeyrisþega og öryrka reyndist ekki vinur þeirra þegar á reyndi. Það fyrsta sem var gert til að skera niður var að skera niður hjá þessu fólki.

Ég vona að þessi ógnarstjórn liðist í sundur sem fyrst. Aldrei hefði ég trúað því að óreyndu að kommúnisminn myndi virka svona á Vesturlöndum eins og nú hefur gerst hér á Íslandi.

Sjallar og Frammarar eru nú ekkert spés heldur. Þeir störtuðu þessari vitleysu sem hefur vafið uppá sig.

Hvernig væri að fá þjóðstjórn?

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2010 kl. 17:50

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Elle, ég skil hvað þú meinar varðandi álrisanna. En það fer eftir okkur, hvernig gengur í samskiptum við risaverksmiðjurnar og fjármagnseigendurna. Ef við sýnum þeim stolta, duglega og krafmikla þjóð, þá er okkur óhætt. En með minnimáttarkennd og undirlægjuhætti er hætt við að við verðum undir. Viðskipti snúast um gagnkvæma virðingu fyrst og fremst, sama á við um samskipti launamanna og atvinnurekanda. Verkamaður getur unnið sér inn ótakmarkaða virðingu vinnuveitanda síns osfrv., en þessi mál eru vissulega vandasöm.

Ingvi Rúnar, þetta var góður punktur hjá þér, með Jóhönnu. Hún gerði kolrangt með því að segjast ekki ætla að kjósa. Þar með virti hún að vettugi, ábendingar samninganefnarinnar.

Elsku hjartans Rósa mín, guð blessi þig líka og varðveiti. Ég hef saknað þess svolítið að heyra ekki frá þér í þónokkurn tíma.Kommúnisminn svínvirkar þegar fólk gleymir skynseminni. Þjóðstjórn gæti verið ágæt hugmynd, en ég vona að þið virðið það við mig, kæru bloggvinir, að ég treysti alltaf Sjálfstæðisflokknum best. En hann er ófullkominn eins og heimurinn allur.

Jón Ríkharðsson, 7.3.2010 kl. 21:44

5 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Orð í tíma töluð Jón, stundum er ekki glóra í þessari (póli-) tík

Ragnar Kristján Gestsson, 9.3.2010 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband