Um nafnleysingja.

Hér í bloggheimum dvelja löngum stundum einstaklingar sem þora ekki að koma fram undir nafni.

Oft koma þeir með stóryrtar yfirlýsingar um menn og málefni, en sjaldan rökstyðja þeir sitt mál.

Mín skoðun er sú að menn eigi að sjá sóma sinn í því að skrifa undir fullu nafni, allt annað er heigulsháttur. Freistandi er að skylda þá sem vilja tjá sig opinberlega til að koma fram undir fullu nafni.

En það eru víst sjálfsögð mannréttindi að fá að vera heigull í friði og það ber að virða.

Ég býst nú samt við að orð nafnleysingjanna hafi minna vægi heldur en orð manna sem þora að standa fyrir máli sínu, með mynd og fullu nafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég kýs að koma fram undir nafnleysi, ekki vegna þess að ég sé heigull heldur vegna þess að ef ég kæmi fram undir fullu nafni yrði málflutningur minn ekki dæmdur út frá því hvað ég segi heldur hver ég er. Ég er að verja mig fyrir persónuárásum með nafnleysinu. Ég er að verja mitt einkalíf fyrir þeim sem eru annarra skoðunar en ég.

Um leið er ég alfarið á móti þeim sem nota nafnleysi til að vera með dónaskap, persónuárásir, óvirðingu og annað skítkast. Slíkum skrifum eiga ábyrgir bloggsíðueigendur að eyða út úr sínum athugasemdarkerfum, enda gera slík ummæli ekkert nema afvegaleiða heilbrigða umræðu.

Hins vegar er alveg nauðsynlegt að verja rétt manna til að skrifa nafnlaust rétt eins og hver þarf að eiga rétt til að kjósa nafnlaust, svo framarlega sem menn eru málefnalegir, kurteisir og bera virðingu fyrir skoðanaandstæðingum sínum.

Hólímólí 12.8.2010 kl. 07:48

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll "Bra bra", ég get skilið þitt sjónarmið. Ég átti fyrst og fremst við þá sem eru með meiðandi athugasemdir og skítkast.

Jón Ríkharðsson, 12.8.2010 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband