"Lengi skal manninn reyna"

"Lengi skal manninn reyna", .þetta var orðtak gáfaðs manns sem ég var samskipa fyrir fjöldamörgum árum.

Skipstjórinn okkar, sem einnig var útgerðarmaður skipsins og eigandi var ekki mjög hrifinn af mönnum sem vildu virða samninga. Þeir voru yfirleit reknir. Aldrei hef ég verið á skipi þar sem samningar voru eins lítið virtir og hjá þessum ágæta manni.

Gáfaði skipsfélaginn minn hafði þekkt skipstjórann nokkuð lengi. Hann sagði mér frá því, að hann hafi stöðugt verið að nöldra og var tíður gestur hjá sjómannafélagi staðarins. En eftir að hann sjálfur eignaðist skip, þá minnkaði áhuginn á samningum sjómanna til muna.

Núverandi viðskiptaráðherra minnir talsvert á þennan ofanritaða skipstjóra. Ráðherrann var fullur af hugsjónum um betri stjórnsýslu og óskaplega sannleikselskandi maður.

Ráðherrastólar breyta hugsjónum veiklundaðra manna. Lögfræðingur viðskiptaráðuneytisins kvaðst hafa látið yfirmenn sína fá álit varðandi gengistryggð lán í hendur. Ég er enginn sérfræðingur í stjórnsýslu, en samt hef ég grun um að viðskiptaráðherra sé í hópi yfirmanna lögfræðingsins.

Skyldi viðskiptaráðherra hafa skipt um skoðun varðandi ráðherra eftir að hann sjálfur uppgötvaði mjúka sessu stólsins?

Hann var jú harður á því að ráðherra segði af sér fyrir minnstu yfirsjónir, svoleiðis athafnir voru að hans mati þá til þess fallnar, að auka tiltrú fólks á stjórnsýslunni.

Já "lengi skal manninn reyna".


mbl.is Upplýsti yfirmenn sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband