Sunnudagur, 3. október 2010
Úrsagnir úr Samfylkingunni.
Ég hef nú nokkrum sinnum bent á það að Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur heldur nokkurs konar klúbbur áhugafólks um eigin frama. Hugsjónir eru litlar, þau haga sér eftir tískustraumum hverju sinni.
Til að gæta sanngirni skal þess getið að ekki er verið að dæma einstaklinga heldur birtingamynd klúbbsins sem heild, vissulega er til gott fólk þar innanborðs með góðar hugsjónir.
Nú hafa margir sagt sig úr klúbbnum og í þeim hópi eru m.a. fyrrum aðstoðarmaður Björgvins G., sonur Ingibjargar Sólrúnar og eiginmaður hennar, einnig hefur Kolbrún Bergþórsdóttir sem er frægur krati hætt stuðningi við þennan sérstæða klúbb.
Ef boðað verður til kosninga þá þykir mér gaman að vita hversu margir kjósa þá Samfylkinguna.
Raunverulega ætti enginn að gera það því svo illa hefur hún staðið sig á liðnum árum, þótt hörð sé samkeppnin í klúðri stjórnmálamanna samtímans, þá held ég að Samfylkingin ásamt VG eigi met sem seint verður slegið
Athugasemdir
Áhugavert blogg um Samfylkinguna en í raun gæti það átt við um alla flokka.
Ég er á þeirri skoðun að úrsagnir þessa fólks efli flokkinn og að hann muni fá gott fylgi ef boðað yrði til kosninga. Hvað sé "gott" getur svo verið sveigjanlegt eftir stjórnmálaskoðunum ;)
Lúðvík Júlíusson, 3.10.2010 kl. 10:56
Í þessu tilfelli snýst málið ekki fyrst og fremst um stjórnmálaskoðanir, heldur er það framganga Samfylkingarinnar gagnvart Sjálfstæðisflokknum.
Ég hef lesið stefnuskrá Samfylkingarinnar og mér finnst sú stefna sem sett er þar fram að mörgu leiti ríma við mínar lífsskoðanir, þótt ég sé ekki sammála öllu.
Einnig á ég ágæta vini sem styðja SF. og okkar skoðanir fara saman að langmestu leiti.
Á síðustu árum gekk Samfylkingin takt með sjálfstæðismönnum í stuðningi við fjármálakerfið sem þá ríkti og í ríkisstjórn hrósuðu forystumenn SF útrásarvíkingum í hástert.
Eftir hrunið var þetta allt sjálfstæðismönnum að kenna.
Eitt af mínum hörðustu prinsippum er að játa mistök afdráttarlaust, án þess að kenna öðrum um.
Ef sjálfstæðismenn hefðu kennt öðrum flokkum um sínar ófarir, þá hefði ég örugglega látið í mér heyra.
Ég hef oft samband við forystumenn Sjálfstæðisflokksins og það er ekki alltaf til að hrósa þeim, við einstaka menn hef ég verið svo hvassyrtur að þeir yrða varla á mig.
Sjálfstæðismenn gerðu stór mistök sem fólust í því fyrst og fremst að treysta um of á skuldsett góðæri, einnig í öllum látunum þegar hrunið varð hefðu þeir getað gert margt öðruvísi.
Það var nefnilega ekki meðvirkni SF með sjálfstæðismönnum heldur var sami aulaskapurinn á ferðinni hjá þeim og þar af leiðandi ábyrgðin sú sama.
Jón Ríkharðsson, 3.10.2010 kl. 12:07
Þetta er nákvæmlega rétt hjá þér Jón, maður hefur það á tilfinningunni að þetta séu tómir tækifærissinnar og eigin hagsmuna seggir!!! það er bara ein stefnuskrá hjá þessum flokki það er innlimun í ESB!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 3.10.2010 kl. 16:53
Eyjólfur, þessi ESB aðdáun þeirra er með öllu óskiljanleg. Mörg sambandsríkin standa illa og ég efast um að þar sé fólk eitthvað ánægðara með sinn hag en við hér á Íslandi.
Ég er mjög lítt gefinn fyrir allar heimsendaspár og alveg afleitur í að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.
En eitt er ég alveg viss um, íslendingum kemur ekki til með að líða betur þótt við förum í ESB, fólk finnur sér alltaf eitthvað til að ergja sig yfir.
Það sem ég óttast helst er að möguleikar okkar til framþróunar verði takmarkaðri innan ESB en utan. Það þarf meira afl til að sannfæra stórt batterí um hugmyndir en lítið, einnig leiðist mér reglugerðaráráttan hjá þeim.
Þar sem ég tilheyri verkalýðsstéttinni þá veit ég að ég kem til með að lifa mínu lífi á svipaðan hátt innan ESB jafnt sem utan, þannig að þetta snýst ekki um mína persónulegu hagsmuni.
Þeir sem hafa þá hugsjón eina að vera tilbúnir til að fórna sjálfstæði þjóðarinnar til þess eins að borga lægri vexti af lánum og jafnvel fá ódýrari mat, það finnst mér ekki háleit hugsjón.
Það hefur enginn sagt að lífið ætti að vera auðvelt og því meiri sem baráttan er og því harðari sem hún er, því meira munum við uppskera í þroska.
Það er reynslan og þroskinn sem leiðir fyrst og fremst til framþróunar.
Jón Ríkharðsson, 3.10.2010 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.