Um fordóma.

Oft hefur mér verið hugsað til ýmissa er þeysa út á ritvöllinn vopnaðir sterkri réttlætiskennd og réttlátri reiði út í heiminn. Þetta eru oftar en ekki einstaklingar sem segjast berjast á móti fordómum hvaða nafni sem þeir nefnast.

Á mjög áleitin hátt læðist í huga mér gömul staðreynd sem segir "hæst gellur í tómri tunnu" þegar ég les margt sem þetta fólk hefur fram að færa.

Á sama tíma get ég vel fallist á að þetta sé prýðisfólk sem er að túlka sínar skoðanir, það gerir engan að verri manni þótt hann hafi ekki sömu lífssýn og ég. 

Í þessum hópi er gróft og alvarlegt brot á mannréttindum að tala illa um samkynhneigða og litaða einstaklinga, ég get fallist á þau góðu speki Einars Ben. sem hann setti fram í "Einræðum Starkaðar"; "aðgát skal höfð í nærveru sálar", við eigum að leitast við að fara varlega í okkar dómum.

Í þessum sama hópi þykir góður siður að fullyrða að allur Sjálfstæðisflokkurinn sé gjörspilltur, óalandi og óferjandi, þeir sem styðja hann eru ýmist nytsamir sakleysingjar og strengjabrúður Valhallar sem hafa enga sjálfstæða hugsun eða menn í leit að bitlingum.

Þessar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast.

Af einhverjum ástæðum finnst mér stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins ekki eins fordómafullir og dómharðir út í sína pólitísku andstæðinga. Sjaldan sést skrifað á bloggsíðu sjálfstæðismanns að kjósendur vinstri flokkanna séu viljalaus verkfæri í höndum forystunnar og séu jafnvel beinlínis ábyrgir fyrir vandræðagangi ríkisstjórnarinnar með því að kjósa þessa flokka.

Þetta ásamt mörgu öðru gerir það að verkum að ég styð Sjálfstæðisflokkinn og hef alltaf gert. Einnig má nefna annan góðan kost við hægri menn, ekki man ég til þess að hægri menn hér á landi hafi staðið fyrir mótmælum sem fela í sér ofbeldi og aðför að þinghúsinu.

Ekki ber að skilja þennan pistil sem einhvers konar viðkvæmni eða vörn af minni hálfu. Það skiptir mig akkúrat engu máli hvað ókunnugum bloggurum finnst um mig og mína persónu. Öllum er guðvelkomið að nýta sér sinn lýðræðisrétt að telja mig það vitlausasta fyrirbæri sem rölt hefur á þessari jörð frá upphafi mannkynsins.

Mér finnst oft æði fyndið að lesa margar lýsingar sem settar eru fram um mína pesónu, þannig að þvaragar, ekki vera að taka þennan pistil hátíðlega, þið missið allan sjarma ef þið farið að tileinka ykkur staðreyndir í málflutningi. Bullarar eru yfirleitt öðrum til mikillar skemmtunar.

Þetta eru engu að síður fordómar því þetta blessaða fólk þekkir mig ekki neitt.

Ég er aðeins að benda á það, að ef fólk þykist vera á móti fordómum, þá þarf að sýna það í verki og ekki ástunda fordóma sjálft.

Annars verður það líkt og maður sem stígur blindfullur á stokk og boðar áfengisbindindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Góður pistill.

Eyjólfur G Svavarsson, 5.10.2010 kl. 13:45

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Eyjólfur.

Jón Ríkharðsson, 5.10.2010 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband