Mikið er gott að vera ekki í ESB.

Eftir að hafa lesið um hagvöxtinn í Svíþjóð er varla hægt annað en að samgleðjast þeim. Til að bæta sinn hag hafa þeir einmitt kosið hægri sjórn sem lækkar skatta, en það mun vera ágæt aðferð til þess að auka vinnugleði manna og í kjölfarið koma hærri tekjur í ríkiskassann.

Íslendingar hafa í gegn um tíðina tekið upp eftir frændum sínum í Svíaveldi ýmislegt sem þeir hafa gefist upp á að nota. Nefna má hinar ýmsu aðferðir í kennslumálum og núna síðast jafnaðarstefnuna. Svíar hafa notast við jafnaðarstefnuna í marga áratugi og hún hefur oft verið að því komin að sliga samfálagið. Núna sjá þeir að hægri stefnan virkar betur og hætta með jafnaðarstefnuna.

Þá er eins og við manninn mælt, íslendingar þurfa þá endilega að taka upp jafnaðarstefnuna og allir hljóta að sjá hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir okkur.

Núna sjá svíar það að ESB aðildin hefur í för með sér aukakostnað og örlítið  mini hagvöxt en ella hefði orðið. Þá væri það alveg eftir íslendingum að fara í ESB þegar svíar eru farnir að sjá að aðildin virkar ekki eins vel og þeir töldu.

Það að sameina ólík ríki í eitt stórt bandalag er ekki farsælt til frambúðar. Ísland er ekki eina landið í heiminum sem fór illa út úr fjármálakreppunni, nokkur ESB ríki hafa farið flatt á henni. Sumir grikkir t.a.m. hafa þráð sinn gamla gjaldmiðil aftur og eru ekkert of hrifnir af sambandinu.

Þótt margir aðildarsinnar telji ESB vera góða lausn á mörgum vandamálum þá segja þeir nú nokkrir að við þurfum samt að vinna okkur sjálf út úr vandanum.

Það er rétt hjá þeim, við eigum einnig að stjórna okkur sjálf, því þrátt fyrir breyskleika íslenskra ráðamanna þá hef ég trú á að þeir hafi betri þekkingu á högum þjóðarinnar en höfðingjarnir í Brussel.

Það er líka þægilegri tilfinning að vera hluti af lítilli þjóð heldur en íbúi í smáþorpi Evrópusambandsins, en sambandið virðist vera að feta sig í þá átt að verða eitt ríki, þótt það þurfi endilega ekki að verða þannig.

Allavega eru þeir of reglugerðarglaðir fyrir minn smekk.


mbl.is Spá 4,8% hagvexti í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hagvaxtarprósentur eru vafasamar. Ef alvarlegt slys verður, hefur það áhrif á hagvöxt til hækkunar! Ef við tökum ákvörðun um að spara meira í samfélaginu, dregur það úr hagvextinum!

Þegar menn einblína eingöngu á hagvöxtinn, þá er þeim eins og manni sem hefur fengið sér neðan í því. Hann er kátur og slær um sig.

Vorum við ekki í svipaðri stöðu eftir einkavæðingu bankanna og byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Hagvöxturinn hoppaði upp úr öllu valdi enda mælir hann fyrst og fremst veltu í samfélaginu.

Mosi

Það er því engin ástæða til að hrópa húrra því betra er að hafa hagvöxt í lægri tölu en stöðugan.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2010 kl. 19:17

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Rétt er það að í gegnum tíðina höfum við verið að herma eftir Svíum. Vona að við hermum fljótlega aftur eftir þeim og fáum vitræna stjórn.

Megi almáttugur Guð miskunna okkur.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2010 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband