Mánudagur, 18. október 2010
Rétt hjá Sigurði Líndal.
Hinn aldni lögspekingur Sigurður Líndal þekkir lögfræði betur en flestir. Hann kom með ágætan punkt varðandi stjórnlagaþingið, en þar deilum við Sigurður sömu áhyggjunum, það verða örugglega einhverjir þvargarar sem einoka umræðuna og væntanlega ef vinstri stjórn verður þá enn við völd, verður tekið mark á þessum þvörgurum.
Ísland þarf ekki að breyta stjórnsýslunni, það þarf að framkvæma hana betur. Flestir eru reyndar búnir að gleyma því sem Fréttablaðið hafði eftir umsagnarnefnd ESB, en hún kvað íslenska stjórnsýslunni vera í meginatriðum í ágætu standi, reyndar þurfti að lagfæra skipanir í dómarastöður.
Í stað þess að borga fólki fyrir að þræta um stjórnarskrána og framkvæma hinar og þessar stöðuveitingar sem ekki teljast aðkallandi, ætti að þjappa fólki saman og vinna að því sem máli skiptir, afla tekna fyrir landið. Það ætti að vera efst á forgangslista ríkisstjórnarinnar.
En þau eru róleg meðan hægt er að væla út lán frá AGS, þá telja þau okkur í skjóli, en það er skammgóður vermir.Þau virðast ekki skilja það, að lán eru dýr og það þarf að endurgreiða þau.
Öll viðleitni í þá átt að hjálpa heimilum landsins út úr skuldavandanum virkar ekki meðan fjármagn er ekki til staðar.
Hvað þarf að verða til þess að fá þessa ríkisstjórn til að hverfa úr draumheimum inn í veruleika okkar hina?
Líst ekkert á stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.