Er gott að hafa mikið af nýju fólki á alþingi?

Síðustu misseri hafa margir óskað eftir endurnýjun á alþingi og sumir hreinlega viljað skipta öllum út og fá nýtt fólk í staðinn.

Það er ekki heil brú í þessari hugsun.

Það er eins og landsmenn hafi gleymt því í kjölfar hrunsins að þeim sem haldnir eru þeim takmörkunum að þvælast um í holdi hér á jörð, hættir til að gera mistök. Því miður er hér engin undantekning, þannig að engin trygging er fyrir bættara samfélagi þótt öllum þingmönnum yrði skipt út fyrir nýja.

Þvert á móti þá hættir nýliðum oftar en ekki til að gera fáránleg aulamistök sökum reynsluleysis. Það hefur komið berlega í ljós að þekking margra nýrra þingmanna á þrískiptingu valdsins er fremur rýr, þótt nauðsynlegt sé að þeir sem gefa kost á sér til þingstarfa kynni sér einfaldasta grunn stjórnsýslunnar.

Nokkrir þingmenn lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis að níumenningarnir yrðu ekki ákærðir.

Það er alls ekki hlutverk alþingis að skera úr varðandi sekt eða sýknu, alþingi hefur það hlutverk helst að setja lög en ekki dæma eftir þeim. Það er einmitt vegna þrískiptingarinnar

Svo er það einn nýliðinn sem kveðst vera hættur að segja háttvirtur bæði og hæstvirtur. Þar ruglar viðkomandi saman embættinu og þeirri persónu sem því gegnir.

Það er ekki verið að segja "hæstvirt Jóhanna", heldur "hæstvirtur forsætisráðherra". Á þessu tvennu er nefnilega heilmikill munur.

Það er nefnilega sama hvort við höfum reynt fólk eða byrjendur á þingi. Mistök eru og munu verða hluti af mannlegu eðli og er þar enginn undanskilinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

Er það ekki Mörður Árnason sem er í forsvari fyrir þingsályktunartillögu sem hefur afskipti af dómsvaldinu? Hann er nú ekki beinlínis nýr af nálinni. Voru það svo ekki Jóhanna og Össur sem fóru fyrir stjórnarerindi um ESB aðildarumsókn án kvittunar forsetans sem er skýlaust brot á stjórnarskrá? Steingrímur J. stóð manna fremstur fyrir því að hengja Icesave skuldirnar á þjóðina sem hlýtur að jaðra við brot á ráðherraábyrgð. Þetta fólk hefur samanlagt yfir 100 ára reynslu af þingmennsku. Það er kannski fullmikið að skipta öllum þingheimi en þessi gömlu andlit sem voru hér fyrir hrun þurfa að hverfa. Ekki vegna þess að þau eru mannleg og gera mistök heldur vegna þess að þau eru einfaldlega ekki að vinna fyrir þjóðina.

Pétur Harðarson, 11.11.2010 kl. 20:56

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég get í sjálfu sér tekið undir allt sem þú segir Pétur, það sem ég átti við var, að það eitt og sér að endurnýja á alþingi þarf ekki að vera lausn.

Nýliðar, ef þeir eru of margir myndu hugsanlega hafa neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn.

En vissulega þurfum við að losna við þessa einstaklinga sem þú nefndir.

Við þurfum að finna sterkan leiðtoga sem getur vakið bjartsýni hjá þjóðinni og komið með raunhæfar lausnir.

Jón Ríkharðsson, 11.11.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband