Haltur leiðir blindan.

Sitjandi ríkisstjórn hefur sannað þetta gamla máltæki svo um munar, hún er eiginlega máltækið svo notast sé við Bandaríska málhefð.

Samfylkingin er hölt. Hana skortir bæði sjálfstraust og getu til að stjórna landinu. Fyrir kosningarnar árið 2007 kvað þáverandi formaður engan eða fáa treysta þingflokknum. Þessi ummæli benda ekki til mikils sjálfstrausts, enda hefur það komið í ljós að þau treysta ekki einu sinni landsmönnum til að ráða fram úr sínum vandamálum upp á eigin spýtur. Þess vegna horfa þau vonaraugum til ESB.

Svo er það blindi helmingur ríkisstjórnarinnar.

Vinstri grænir eru staurblindir á  að við þurfum tilfinnanlega á erlendu fjármagni að halda. Þau halda að það sé hægt að hafna hvers kyns atvinnuskapandi tillögum sem í boði eru. Þau eru nefnilega haldinn vinstri blindu á háu stigi, en vitað er að vinstri stefnan hefur aldrei dugað til framþróunar efnahagslífs þjóða.

Spurningin er hvort við viljum láta þann halta leiða þann blinda inn í myrkur vonleysis og doða, eða viljum við lýsandi bjartsýni og hvatningu til góðra verka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

AGS, LÍÚ, Lífeyrissjóðirnin og Bankarnir stjórna Íslandi í dag, Jóhanna og stjórn hennar eru eins og laufblöð í vindi fjúka til og frá...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.11.2010 kl. 00:32

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

100% sammála þér Jóna.

Sigurður I B Guðmundsson, 12.11.2010 kl. 12:07

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flott grein - vinstri blinda  ætli sé hægt að senda þetta lið til augnlæknis - bara smá grín.

Því miður er þetta staðreynd sem Jóna skrifar um. Þess vegna verður að stöðva þessa stjórn áður en þjóðin  verður fyrir meira tjóni. Nei = ESB - Icesave.

Megi almáttugur Guð varðveita þessa litlu þjóð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.11.2010 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband