Enn eitt ruglið hjá ríkisstjórninni.

Í þeim hörmulegu kynferðisafbrotamálum sem upp hafa komið á Breiðavík og Bjargi svo dæmi séu tekin, þá hafa brotaþolar fengið bætur fyrir þann skaða sem þeir hlutu.

Þótt peningar bæti ekki þennan ára skaða, þá sýna þær vissulega viðleitni hins opinbera og gefa skilaboð um að brotaþolar njóti samúðar samfélagsins.

Í þessu tilfelli kristallast sú afar sérstæða stjórnsýsla sem vinstri menn boða, það snýr eiginlega allt á röngunni hjá þeim.

Skjaldborg er slegið um útrásarvíkinga og auðmenn en almenningur er látinn blæða út.

Svo kemur upp tilvik þar sem kynferðisafbrot er framið á vistheimili fyrir börn.

Börnunum eru ekki greiddar skaðabætur og lítið fréttist af umhyggju stjórnvalda þeim til handa.

Heldur er þeim aðilum sem ábyrgð báru á rekstri vistheimilisins greiddar þrjátíu milljónir í bætur.

Ef þjóðin getur ennþá sætt sig við þessa ríkisstjórn eftir allt sem á undan er gengið og þetta atvik ættu að senda skýr skilaboð varðandi vanhæfni "hinnar tæru vinstri stjórnar, þá er hún algerlega steingeld.

Vitanlega á að gera eins og In defence hópurinn gerði varðandi Icesave, það á að safna undirskriftum og mótmæla þessari ríkisstjórn harðlega, krefjast þess að hún fari frá völdum hið fyrsta.

Það að greiða fólki þrjátíu milljónir eftir að börn í þeirra umsjá voru misnotuð kynferðislega er mjög alvarlegt mál.

Ef þjóðin státar af alvöru réttlætiskennd, þá ætti enginn að kjósa vinstri flokka framar.

 


mbl.is Ráðherrar sömdu þrátt fyrir mótmæli Barnaverndarstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það hefur enginn fegnið krónu í bætur sem vistaður var í Breiðavík, ekki trúi ég að börn sem vistuð voru á öðrum heimilum hafi krónu heldur... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2010 kl. 13:15

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ertu viss um það Jóna, mig minnir að það hafi verið sagt í fréttum að fyrrum vistmenn í Breiðavík hafi fengið einhverjar fébætur.

En það breytir því ekki að ábyrgðarmenn fyrir rekstrinum eiga ekki að fá bætur.

Jón Ríkharðsson, 23.11.2010 kl. 13:41

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Núna er Guðrún Ögmundsdóttir að safna gögnum frá fyrrverandi vistmönnum á Breiðavík.  Greiðslur koma í fyrsta lagi á næsta ári, að mér skilst...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2010 kl. 14:20

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar Jóna, ég er svo mikið úti á sjó þannig að ýmislegt fer framhjá mér í fréttunum.

Jón Ríkharðsson, 23.11.2010 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband