Að fara eftir núverandi stjórnarskrá.

Einn úr hópi okkar fróðustu lögspekinga Sigurður Líndal benti á ónauðsyn þess að boða til stjórnlagaþings, betra væri að fara eftir núverandi stjórnarskrá heldur en að breyta henni.

Ég er sammála Sigurði.

Hættan er sú að þetta verði enn einn óþarfinn sem ríkisstjórnin framkvæmir til þess eins að geta slegið áríðandi verkefnum á frest.

Aðeins hef ég lesið greinar eftir frambjóðendur til Stjórnlagaþings, sumir hafa eitthvað til síns máls en aðrir rita eins og þeir þekki lítt til núverandi stjórnarskrár.

Ungur lögfræðingur skrifar grein í Morgunblaðið í dag, sá bíður sig fram til þingsins.

Ungi maðurinn bendir á nauðsyn þess að koma í veg fyrir að meirihluti alþingis "velji leiðtoga sína til að stjórna framkvæmdavaldinu".

Í 15.gr stjórnarskrárinnar segir orðrétt; "Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim".

Þannig að ef farið er eftir stjórnarskránni, þá liggur það ljóst fyrir hver myndi skipa framkvæmdavaldið sem síðan fer með það í umboði forseta.

Margt af því sem sett hefur verið fram af frambjóðendum minnir á frænda Andrésar Andar, en ágætt er að leita í heimsbókmenntirnar til að finna hliðstæður.

Frændinn sem um ræðir var snjall uppfinningamaður, en oftar en ekki fann hann upp ýmislegt sem nú þegar hafði verið fundið upp. Hann fann m.a. upp ljósaperu og gerðist þá glaður mjög, allt þar til hinir spakvitru þríburar Ripp, Rapp og Rupp bentu honum á þá staðreynd að Edison væri löngu búinn að finna hana upp.

Við þurfum ekki nýja stjórnarskrá, við þurfum að læra að þekkja þá gömlu til hlítar og fara eftir henni. Svo má skoða ýmsar breytingar og viðauka í framhaldinu.

Það er viturlegast að auka verðmætasköpun í formi útflutnings frekar en að eyða dýrmætum tíma í þras og þrætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef oft bloggað um þetta og er á nákvæmlega sama máli: ÞAÐ ER EKKERT AÐ NÚVERANDI STJÓRNARSKRÁ, kannski þyrfti að "strekkja á" nokkrum atriðum og ítreka önnur og setja inn ákvæði varðandi þjóðaratkvæði en vandamálið er þeir sem EIGA að virða stjórnarskrána, sem er Alþingi og stjórnvöld, þar gerir stjórnlagaþing ENGAR breytingar.  Þar af leiðandi ætla ég EKKI að taka þátt í þessum skrípaleik sem stjórnlagaþing er.

Jóhann Elíasson, 23.11.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband