Bretar ganga í berhögg við eigin orð.

 Bretar halda því fram að mismunun skuli ekki eiga sér stað á milli Evrópulanda og fyrst íslenskum innistæðueigendum hafi verið greitt, þá skuli það sama gilda um Breska innistæðueigendur.

Samkvæmt þeirra orðum varðandi það, að ekki skuli mismuna ríkjum, þá er þeim ekki stætt á því, að lána tryggingasjóðnum íslenska á 3.3% vöxtum á sama tíma og þeir lána sínum eigin sjóði á 1,5% vöxtum. 

En Steingrími og Jóhönnu þykir svo óskaplega skemmtilegt að sjá loksins möguleika á að geta veitt tugum milljarða til Breskra og Hollenskra vina sinna, að þau láta svona "smáatriði" vitanlega framhjá sér fara. Fyrst samninganefndinni tókst nú að fá lægri vexti heldur en Svavars nefndinni frægu, þá standa þau í þeirri trú, að þjóðin fari ekki að eyðileggja þessa einkennilegu greiðsluáráttu þeirra.

En ef við neyðumst til að borga þessa hörmung, þá ættu menn að huga að ofangreindum atriðum, því í upphæðum sem þessum, þá skiptir lækkun vaxtaprósentu gífurlegu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband