Sumir treysta Samfylkingunni fyrir stjórn landsins.

 Já, ótrúlegt en satt, ennþá finnast einstaklingar, ágætlega af Guði gerðir, sem treysta Samfylkingunni til þess að stjórna landinu.

Núverandi formaður klúbbsins er víst eldri kona sem nánast enga þekkingu hefur á efnahagsmálum, en hún státar af einhvers konar réttætiskennd sem klúbbmeðlimum þykir ákaflega mikið til koma.

Móðir mín er jafngömul Jóhönnu og hún vill réttlæti öllum til handa. Ef einhver ætlaði að plata mömmu til þess að verða forsætisráðherra, þá myndum við bræður leitast við að fá hana ofan af þeirri vitleysu. 

En engum datt til hugar að koma vitinu fyrir Jóhönnu ræfilinn og því fór sem fór, hún varð formaður klúbbsins og forsætisráðherra landsins.

Réttlætiskennd er inngróin í alla sem ekki eru siðblindu haldnir, þannig ef að sú ágæta kennd nægir til æðstu metorða, þá eru nú ekki miklar kröfur gerðar til ráðamanna þjóðarinnar.

Forystumenn klúbbsins eru svo óskaplega hörundsárir og viðkvæmir, að umbótanefndin þeirra lagði ekki í að segja sannleikann. Enda er það gamalkunnug leið þessara kjarkleysingja, að ljúga öllum sínum mistökum upp á sjálfstæðismenn.

Við þurfum leiðtoga sem þorir að taka ákvarðanir, eins og t.a.m. sjálfstæðismenn sem settu á neyðarlögin, það þurfti kjark til þess. Enda hefur komið í ljós að við stöndum betur en aðrar þjóðir vegna þess að opinberu fé var ekki dælt í handónýtt bankakerfi. Gott væri líka ef  forystumenn þjóðarinnar, gætu eflt samstöðu hjá fólkinu í landinu og fengið þjóðina til að trúa því að hún gæti sigrast á erfiðleikunum.

En samfylkingarfólkið getur það víst ekki. Þau draga kjarkinn úr þjóðinni og segja að hún sé vanhæf til þess að stjórna sér sjálf, þess vegna þurfum við að væla utan í Brussel mönnum. Við erum víst ekki nógu öflug að þeirra mati.

Sennilega er það vegna þess að þau hafa ekkert sjálfstraust til að bera.

Frægt er þegar fyrrum formaður klúbbsins sagði það berum orðum, að þjóðin treysti þeim einfaldlega ekki.

Það var rétt hjá henni. Hver getur treyst flokki sem treystir sér ekki sjálfur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Nú er að koma í ljós hversu framsýn og afkastamikil stjórn Geirs Haarde í raun var, aðallega með að ná að setja neyðarlögin í tíma og það á tímum sem flestum stjórnmálamönnum í forystu hefði fallist hendur.Sagan er að verða ljósari og ljósari að svokallað verkleysi þessarar ríkisstjórnar var heldur betur rangnefni en var bara ekki unnið í endalausum spuna og sviðsmyndastíl núverandi stjórnar þessarar gömlu og vanhæfu konu.

En hvað gerir klúbburinn þá, í sannkölluðum veruleikaflótta og "ekki benda á mig" leik, er gripið til þess bragðs sem lengi mun verða skömm þeirra og dregur Geir Haarde fyrir landsdóm í stað þess að leggja til að honum verði veitt hæstu vegtyllur landsins. Vont er réttlæti þeirra.

Sveinn Egill Úlfarsson, 16.12.2010 kl. 14:49

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Sveinn Egill.

Ætli klúbburinn haldi ekki bara áfram að flýja veruleikann.

Það er til fólk sem skortir kjark til þess að horfast óttalaust í augu við sig á gagnrýnin hátt.

Það virðist hafa rotað sig saman innan raða Samfylkingarinnar.

Jón Ríkharðsson, 16.12.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband