Sunnudagur, 19. desember 2010
Er Jóhann af Reykásættinni?
Ég hef gaman af að spekúlera í ættum fólks, eins og margir samlandar mínir hafa.
Flestir kannast við hinn vinsæla álitsgjafa Spaugstofumanna Ragnar Reykás, en þeir hafa eins og aðrar virtar fréttastofur, djúphygginn samfélagsrýni á sínum snærum.
Ragnar hefur mjög sterka sannfæringu fyrir öllum málum og gífurlega mikla réttlætiskennd. En hann getur breytt um sannfæringu eins og hendi sé veifað, og verður hin nýja ávalt jafnsterk hinni fyrri, jafnvel þótt hún sé algerlega "ormvent" á við þá sem hann hafði í upphafi.
Jóhanna líkist hinum virta samfélagsrýni Spaugstofumanna um margt. Þegar hún var félagsmálaráðherra hér fyrr á árum, þá var það hennar sannfæring sem gilti og hún skeytti lítt um félaga sína í ríkisstjórninni . Hún taldi sig vera að framfylgja stefnu flokksins. Þegar henni fannst að sér vegið vegna tryggðarinnar við stefnu flokksins, þá stofnaði hún nýjan flokk, sem nefndur var Þjóðvaki.
Svo varð hún forsætisráðherra og þá birtist "Reykásgenið".
"Ma, ma, maður bara áttar sig ekki á þessu, ja bíddu nú við, það að greiða atkvæði gegn ríkisstjórninni, verandi stjórnarliði, það er náttúrulega alveg út í hött". Þetta er hennar sjónarmið í dag.
Þótt ég telji Lilja ólíkt greindari en Jóhönnu, þá má leiða rök að því, að hún hafi verið að gera nákvæmlega það sama og Jóhanna gerði í fyrri ríkisstjórnum. Lilja er bara að fylgja sinni sannfæringu og hún telur sig einnig vera að framfylgja stefnu flokks.
Nú er Jóhanna orðin forsætisráðherra og þá er það alveg út í hött sem hún gerði í fortíðinni. Núna eiga stjórnarliðar ekki að láta eigin sannfæringu vera að þvælast fyrir sér.
Það eina sem gildir nú um stundir er að greiða atkvæði sem hentar ríkisstjórninni.
Ætli Reykásættin sé eins ríkjandi í Samfylkingunni eins og margir telja t.a.m."Engeyjarættina" vera í Sjálfstæðisflokknum?
Í það minnsta virðist Samfylkingin breyta um stefnu eins og hendi sé veifað, allt eftir því hvernig hinir pólitísku vindar blása hverju sinni.
Og alltaf er sannfæringin jafn sterk, hvort sem hún liggur til hægri eða vinstri.
Athugasemdir
Mér hefur nú fundist þessi Reykás-hegðun hreint og beint einkenna stjórnmálamenn og stjórnmál bara yfirleitt í gegnum árin. Fólk snýst gjörsamlega við í afstöðu eftir því hvort viðkomandi er í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Hörður Sigurðsson Diego, 19.12.2010 kl. 14:03
Þakka þér fyrir Hörður, vissulega er mikið til í þessu hjá þér, fáir eru saklausir af "Reykás töktum", sjálfur kannast ég við þá í eigin fari.
En það er ekki það sama og að vera "Reykás" eins og mér finnst Jóhanna og Samfylkingin vera.
Jón Ríkharðsson, 20.12.2010 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.